Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2012, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2012, Blaðsíða 18
Glötuð marktækifæri reyndust dýrkeypt 18 Sport 17. október 2012 Miðvikudagur Frá Leicester til Real Madrid? Danski markvörðurinn Kasper Schmeichel er óvænt orðaður við Spánarmeistara Real Madrid. Schmeichel er sonur hins goð- sagnakennda Peters Schmeichel sem varði mark Manchester United um árabil. Kasper, sem er 25 ára, leikur þessa dagana með Leicester í næstefstu deild Eng- lands. Ef af kaupunum yrði myndi Schmeichel verða notaður sem varamarkvörður fyrir spænska landsliðsmarkvörðinn Iker Casillas. Þrátt fyrir að hafa enn ekki leik- ið landsleik fyrir Danmörku þyk- ir Kasper hafa staðið sig vel upp á síðkastið og var til að mynda valinn besti leikmaður Leicester í fyrra. Úrslit E-riðill Ísland – Sviss 0–2 Kýpur – Noregur 1–3 Albanía – Slóvenía 1–0 Staðan Þjóð U J T Stig Sviss 3 1 0 10 Noregur 2 1 1 7 Albanía 2 0 2 6 Ísland 2 0 2 6 Slóvenía 1 0 3 3 Kýpur 1 0 3 3 Þjóðverjar féllu saman Það er óhætt að segja að algjört hrun hafi verið hjá Þjóðverjum í C-riðli undankeppni HM á þriðju- dag þegar liðið tók á móti Svíþjóð. Þjóðverjar komust nefnilega í 4–0 með mörkum frá Miroslav Klose (2) Petr Mertesacker og Mesut Özil og allt var í blóma. Þegar 28 mínútur voru eftir hófst hins vegar endurkoma Svíanna. Zlatan Ibrahimovic minnkaði muninn á 62. mínútu og síðan komu mörk á 64., 76. og 90. mínútu frá Mikael Lustig, Johan Elmander og Rasm- us Elm. Ótrúlegt baráttujafntefli sem Svíar náðu með að bræða þýska stálið. Í öðrum tíðindum þá var leik Póllands og Englands frestað sök- um gríðarlegra rigninga í Varsjá. Hefur verið ákveðið að leikurinn muni fara fram á miðvikudag í staðinn. Ríkjandi heimsmeistarar Spán- verja gerðu jafntefli við Frakka þar sem Sergio Ramos kom heima- mönnum yfir en Oliver Giroud jafnaði á lokamínútu leiksins. Cesc Fabregas misnotaði víta- spyrnu í leiknum. Ítalía vann Dani 3–1 í B-riðli og þá héldu Hollendingar áfram á sigurbraut í D-riðli með 4–1 sigri á Rúmenum á útivelli. Duglegur Alfreð Finnboga- son gaf ekki tommu eftir í framlínunni og var óheppinn að skora ekki. MynD eyÞór árnaSon A etjuleg barátta og sam- heldni dugði ekki til að ná stigi gegn sterku svissnesku liði á Laugardalsvelli í gær- kvöldi. Íslenska karlalands- liðið í knattspyrnu mætti þá ósigruðu svissnesku liði og úr varð skemmti- legur leikur öflugra liða. Eins og við var að búast stýrðu Svisslendingar leiknum lengst af. Íslendingar, með Birki Bjarnason í broddi fylkingar, létu þó kollega sína aldrei í friði og áttu nokkrar hættu- legar sóknir. Færin skiptust nokkuð bróðurlega á milli liðanna í fyrri hálf- leik. Gylfi Þór Sigurðsson átti væn- lega aukaspyrnu úr úrvalsstöðu á 12. mínútu en skot hans hafði örlitla við- komu í höfði varnarmanns sem gerði það að verkum að öflugum mark- verði liðsins, Diego Benaglio, tókst að blaka boltanum yfir markið. Fín marktækifæri Íslendingar fengu annað hættulegt færi þegar engu mátti muna að Al- freð Finnbogason kæmist inn í fyrir- gjöf á 25. mínútu en aftur bjarg- aði markvörður gestanna glæsilega. Í kjölfarið átti Gökhan Inler, fyrir- liði Sviss, stórhættulegt skot fyrir utan teig sem fór naumlega fram hjá markinu. Svisslendingar hertu tök- in þegar leið á hálfleikinn og sköp- uðu sér nokkur hálffæri. Hættulegast þeirra var skot Granit Xhaka úr upp- lögðu færi á 34. mínútu. Xhaka fékk boltann í miðjum teignum, óvaldað- ur, en skot hans fór fram hjá mark- inu. Óhætt er að segja að hurð hafi skollið nærri hælum. Alfreð Finnbogason, sem barðist eins og ljón allan leikinn, skapaði sér fínt færi á 41. mínútu eftir góð- an undirbúning Eggerts Gunnþórs Jónssonar. Hann gerði sér mat úr þokkalegu færi en skot hans var var- ið í horn. Markalaust var í hálfleik. Birkir hættulegur Síðari hálfleikur byrjaði með látum eins og sá fyrri. Emil átti ágætt skot í upphafi hálfleiksins en boltinn fór yfir markið. Í kjölfarið gerðu Mario Gavranovic og Xherdan Shaqiri sig líklega við íslenska markið en tókst ekki að nýta færin sín. Eftir stundar- fjórðungs leik í síðari hálfleik tókst Alfreð Finnbogasyni að vinna bolt- ann, einu sinni sem oftar, upp á eig- in spýtur. Hann renndi boltanum í hlaupaleið Birkis Bjarnasonar sem geystist að markinu. Hann var kom- inn í ákjósanlega stöðu og hefði get- að rennt boltanum á Gylfa Þór Sig- urðsson en hljóp aðeins of langt með boltann og færið rann út í sandinn. Svisslendingum tókst að loka á hann. Á hinum enda vallarins skapað- ist líka hætta eftir ágæta tilburði hjá Xherdan Shaqiri en Hannes var vel á verði. Á 61. mínútu kom hættulegasta færi Íslands í leiknum. Birkir Bjarna- son, besti maður Íslands í leiknum, átti þá skot í samskeytin á markinu eftir að hafa komið sér í góða stöðu í teig andstæðinganna. Sannarlega óheppinn að skora ekki þar. Á þessum tíma í leiknum var skammt stórra högga á milli. Svisslendingar fengu hornspyrnu eftir hættulega sókn. Hannes, sem annars steig ekki feilspor í leiknum, náði ekki að halda boltanum eft- ir fremur hættulausa hornspyrnu. Emil Hallfreðsson bjargaði nánast á línu áður en fyrirliðinn Grétar Rafn Steinsson henti sér fyrir þrumu- skot. Röð tilviljana varð svo til þess að Tranquillo Barnetta fékk boltann og var á auðum sjó. Hann skrúfaði boltann efst í hornið fjær; óverjandi. Þetta var á 65. mínútu. rann út í sandinn Íslendingar létu þetta ekki slá sig út af laginu og héldu áfram að sækja þegar færi gáfust. Gylfi Þór átti þá flotta fyrirgjöf á kollinn á Alfreð sem náði góðum skalla á markið. Sem Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is fyrr reyndist Diego Benaglio sóknar- mönnum Íslendinga erfiður og hon- um tókst að blaka boltanum í horn. Þetta var á 77. mínútu. Íslendingar fengu nokkrar horn- spyrnur þegar nokkuð var liðið á hálfleikinn en lítið kom út úr þeim. Eftir eina slaka spyrnu komust Svisslendingar í sókn, nýttu sér sof- andahátt í íslensku vörninni, og skoruðu auðvelt mark. Staðan var skyndilega orðin 2–0. Eftir þetta fjar- aði leikurinn út. Grétar Rafn átti bærilegt skot á 80. mínútu en lítið markvert gerðist eftir það. Ísland átti heilt yfir góðan leik gegn sterkum andstæðingi en núna var heppnin ekki á okkar bandi, eins og kannski í síðasta leik. Óhætt er að segja að Íslendingar, sem léku ef til vill sinn besta leik í keppninni, hafi verið óheppnir að skora ekki mark. Sérstaklega var Birkir Bjarna- son hættulegur uppi við markið en færin nýtti hann ekki. Fyrir það refsuðu Svisslendingar grimmilega. Þeir unnu að lokum nokkuð verð- skuldaðan útisigur og tróna einir á toppi riðilsins. Hörð barátta verður um annað sætið, sæti í umspili, en næstu leikir Íslands verða ekki fyrr en í mars. n n Góður leikur Íslendinga hrökk skammt gegn sterku svissnesku liði 5 Hannes Þór Halldórs- son Gerði dýrkeypt mistök þegar hann missti frá sér bolta í aðdraganda fyrra marksins. Annars góður. 7 Grétar Rafn Steinsson Grétar gerði fá mistök í leiknum og var drífandi sem fyrirliði. Klaufi að fá spjald og fer í bann. 7 Kári Árnason Sýndi enn og aft- ur að hann er traustsins verður. Átti góðan leik, líka í sókninni. 6 Ragnar Sigurðsson Átti þokkalegan leik og gerði fá mistök. Hefur fest sig í sessi í liðinu. 7 Ari Freyr Skúlason Ari Freyr gerði oftast mjög vel gegn Xherd- an Shaqiri og stóð sig heilt yfir vel. 6 Rúrik Gíslason Sýndi loks-ins sitt rétta andlit, sérstaklega í fyrri hálfleik. Dró af honum í þeim síðari. 5 Eggert Gunnþór Jónsson Leysti sitt hlutverk ágætlega og var óhræddur. Ekki jafn góður og Aron. 6 Emil Hall-freðsson Vann boltann oft vel og var duglegur. Dró af honum í seinni hálfleik. 8 Birkir Bjarnason Besti maður liðsins. Algerlega óþreytandi og bjó til færi með dugnaði sínum. Óhepp- inn að skora ekki. 7 Gylfi Þór Sigurðs- son Sýndi ágæta takta í leiknum og var óheppinn að skora ekki úr auka- spyrnu á 12. mínútu. 8 Alfreð Finnbogason Vann eins og verkamaður allan leikinn og gaf ekki tommu eftir. Óheppinn að skora ekki í fyrri hálfleik. Einkunnir íslenska liðsins „Sérstaklega var Birkir hættulegur uppi við markið en færin nýtti hann ekki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.