Són - 01.01.2015, Page 140

Són - 01.01.2015, Page 140
138 Atli HArðArson Myþistorima (Μυθιστόρημα) frá 1935 og þýðingu á Eyðilandinu eftir T.S. Eliot sem út kom 1936. Fyrir þann tíma hafði Angelos Sikelianos (Άγγελος Σικελιανός, 1884–1951) að vísu ort óbundin ljóð sem birt- ust fyrir 1920 og suður í Alexandríu hafði Konstantínos Kavafis (Κωνσταντίνος Καβάφης, 1863–1933) farið nýjar leiðir í skáldskap en kvæði hans voru fremur fáum kunn fyrr en ljóðasafn hans kom út í Aþenu árið 1935, tveimur árum eftir dauða hans. Þegar AFNEITUN birtist í fyrstu ljóðabók Seferis, Strofi (Στροφή) árið 1931 hafði módernisminn sem sagt varla numið land á Grikklandi. Það gerði hann í kringum 1935 og raunar með miklum glæsibrag því næstu áratugi á eftir varð til mikið af stórkostlegum ljóðum á grísku. Sumt af því var ort undir merkjum þess módernisma sem Seferis innleiddi og dregur dám af skáldskap T. S. Eliot (1888–1965) og Ezra Pound (1885– 1972) en sumt sótti innblástur til súrrealismans sem rann saman við gríska hefð hjá nokkrum af höfuðskáldum síðustu aldar. Þeirra kunn- astir eru Andreas Embirikos (Ανδρέας Εμπειρίκος, 1901–1975), Níkos Engonopoulos (Νίκος Εγγονόπουλος, 1907–1985), Oðysseas Elytis (Οδυσσέας Ελύτης, 1911–1996) og Níkos Gatstos (Νίκος Γκάτσος, 1911–1992).1 Seferis hætti að þjóna gríska ríkinu eftir að herforingjar tóku völd árið 1967 og þegar hann lést árið 1971 voru þeir enn við völd. Við jarðar- förina safnaðist mikill fjöldi manna saman í Aþenu og söng AFNEITUN við lag Mikis Þeodorakis (Μίκης Θεοδωράκης, f. 1925) og varð þessi söngur, sem hafði þá um nær tíu ára skeið verið vinsæll og vel þekktur, að sameiningartákni þeirra sem börðust gegn herforingjastjórninni. Nú er þetta nánast annar þjóðsöngur Grikkja, a.m.k. þeirra sem hafa óbeit á fasisma. Þess má geta að tvö af vinsælustu tónskáldum Grikkja á síðustu öld, þeir Mikis Þeodorakis og Manos Hgatsiðakis (Μάνος Χατζιδάκις, 1925–1994) hafa gert nútímaljóðlist að almenningseign með því að semja vinsæla söngva við fjölmörg ljóð eftir höfuðskáld grísks módern- isma. Kunnust eru líklega lög Þeodorakis við ljóð eftir Elytis og lög Hgatsiðakis við ljóð eftir Gatsos. En snúum okkur aftur að ljóðinu AFNEITUN sem hér er til umfjöll- unar. Form þess er afar einfalt. Hrynjandin minnir á grískan alþýðu- kveðskap með 15 atkvæða línum sem hér er skipt í tvennt eins og mjög 1 Þessi almenni fróðleikur um gríska bókmenntasögu er sóttur í Peter Levi 1972 og Beaton 1994.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.