Són - 01.01.2015, Side 141

Són - 01.01.2015, Side 141
ljóðið Afneitun eftir gíorgos seferis 139 oft er gert. Endarímið tengir annars vegar fyrstu og fjórðu línu hvers erindis og hins vegar aðra og þriðju. Ljóðið var ort árið 1929, fimm árum eftir að Seferis yfirgaf kærustu sína, Jacqueline sem hann hafði kynnst í París. Þegar leiðir þeirra lágu saman var hún átján ára og hann tuttugu og þriggja eða tuttugu og fjögra ára. Það má túlka þetta ljóð sem einhvers konar uppgjör við sam- band þeirra og það er t.d. gert í ævisögu Seferis sem var rituð á ensku af Roderick Beaton og kom út árið 2003. En á bak við einfalt form og yfirlætislaus orð felur sig meira en við blasir. Túlkun − hvað er falið í einfaldleikanum? Sagnorðin í ljóðinu eru í fyrstu persónu fleirtölu svo mælendur eru „við“ fremur en „ég“. Í þýðingu kemur þetta fram í notkun fornafna en í grísku koma persónuendingar sagnorðanna að mestu í stað fornafna. Í fyrsta erindi ljóðsins eru mælendurnir á hvítri strönd en tæpast al- veg byggilegri því vatnið er ekki drykkjarhæft. Ströndin sem þeir eru á er leynd eða falin, eins og þetta líf, sem var rangt, hafi jafnframt verið einhvern veginn utan alfaraleiðar. Þau (eða þeir eða þær) reyna að gera staðinn að sínum með því að rita nafnið „hennar“ en sandurinn er þurr og vindurinn blæs á nafnið og eyðir því og það er bara gott. Kannski er þarna óbein vísun í heimska manninn sem byggði hús á sandi (og Kristur segir frá í 7. kafla Mattheusarguðspjalls). Sandurinn þar er líka kallaðu άμμος (ammos). Hvað sem því líður er það sem er letrað í sand forgengilega en það sem klappað er í stein. Þegar mælendur hafa lýst líf sitt rangt, villu eða mistök er eins og það skipti litlu því þeir flytja bara í annað líf, eða skipta um tilveru. Sögnin „αλλάξαμε“ (allaxame) í síðasta vísuorðinu þýðir „við breyttum“ eða „við skiptum um“. Gríska sögnin „αλλάζω“ (allazo) er notuð um fleira en íslenska sögnin „að breyta“. Þegar Grikki flytur búferlum segir hann t.d. „αλλάζω σπίτι“ (allazo spíti) sem er eðlilegast að þýða sem „ég flyt“ þó það þýði kannski bókstaflega að ég breyti um hús. Mælendurnir í ljóðinu enda mál sitt á að segja „αλλάξαμε ζωή“ (allaxame zoi) sem getur þýtt að þeir hafi breytt um líf, skipt um líf eða flutt í annað líf. Það er eins og þeim finnist allt lífið eins og hús sem er hægt að yfirgefa og ef til vill má skilja það sem rótleysi, jafnvel algert rótleysi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194

x

Són

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.