Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2008, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2008, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 3. APRfL 2008 Frittir DV Atvinnubílstjórar héldu áfram mótmælum sínum gegn álögum ríkisins á eldsneyti. Að þessu sinni var umferð stöðvuð við Reykjanesbraut. Blaðamaður DV slóst í för með Sturlu Jónssyni, talsmanni vörubílstjóra, annan daginn í röð. Mótmælin fóru friðsamlega fram þótt sumum hafi verið heitt í hamsi. ■v-'Ws ■Z’.s'pj Má sín ekki mikils Lögreglumaðurinn er smár í samanburði við risabifreiðarnar. MynUir SigirygyucAriJ' BALDUR GUÐMUNDSSON Reynt að sveigja fra I uppirafi motmælanna reyndu ökumenn að koma sér framhja vorubílaveggnum. Ekki lengra! Atvinnubilstjóri leggst i veg fyrir okumann sem reymr að komast framhjá mótmælunum, Úr vestri hrönnuðust upp bflar með fólki á leið til vinnu í höfuðborg- inni og farþegum úr Ameríkuflugi. Úr austri komu farþegarútur og fólk á leið í millilandaflug. Bflaraðirnar voru fljótlega hátt í kílómetra lang- ar á hvorn veginn. Aðspurður hvort þessi mótmæli væru til þess fallin að hindra fólk í að komast með flugi úr landi sagði Sturla að það væri ekki ásetningur þeirra. „Við erum bún- ir að skoða flugáætlanir og höfum reiknað út að með því að stoppa umferðina svona snemma, sjáum við líka til þess að áhafnir flug- vélanna sitja lflca fastar. Það er ekki mark- mið okkar að þetta bitni illa á al- menningi." Fastir bílar Fjölmargir reyndu í upphafi að brjóta sér leið fram- 8 hjá vörubfl- unum með í því að aka eftir grófri tnnferðar- eyju sem skilur að akreinar. Bfl- ar festust og að endingu komu bflstjórar sér fyrir og ýmist lágu eða sátu í vegi fyrir bflum sem reyndu að komast ieið- ar sinnar. Einn bílstjóranna í gær- morgun sagði að aðgerðir í samráði við lögreglu og yfirvöld skiluðu litlu. Aðgerðir þriðjudagsins hefðu borið þess merki að haldið hefði verið aft- ur af fólki. Sturia sagði að ekki verði haldið aftur af bflstjórum úr þessu. Sjálfur ráði hann þama litlu um en aðgerðimar séu sjálfsprottnar í sam- félagi karla og kvenna sem fengið hafi nóg. Hann hafi hins vegar verið hvattur til að halda sínu strild. Friðsamlegar aðgerðir Þegar lögregla og forsprakkar mótmælanna höfðu rætt saman varð ljóst að mótmælinyrðu með öllu frið- samleg. Lögreglan sagði að svo lengi sem mótmælin gengju ekki of langt myndi hún ekki grípa til aðgerða. Við það gátu allir unað og gagnkvæm virðingborgara og lögreglu var algjör. Menn slógu jafnvel á létta strengi og einhverjir höfðu smurt sér nesti sem þeir deildu bróðurlega með þeim sem vildu bita. Kaffisopinn var kær- kominn enda kuldinn mikill í morg- unsárið. Eftir því sem birti fjölgaði fólki sem fékk sér göngutúr í kuldanum og vildi spjalla. Andrúmsloftið var þrátt fyrir allt vinalegt og satt best að segja nokkuð heimilislegt. Fólk kom unnvörpum og bauð góðan dag, ræddi aðgerðir undanfarinna daga og skiptist á skoðunum. Einn læknir átti erindi til Keflavíkur og var honum greiðlega hleypt í gegn. Þrátt fyrir að lögreglan hafi ekki þurft að beita valdi í gær var ljóst að atvinnu- bflstjórum er heitt í hamsi og orð í garð ráðamanna þjóðarinnar féllu sem ekki eru prenthæf. Þeir segjast umfram allt ekki munu linna Iátum fyrr en gripið verði til aðgerða sem gera þeim kleift að vinna fyrir sér. Atvinnubflstjórar munu áfram mót- mæla álögum ríkisins á eldsneyti. Af samtölum við þá er ljóst að þeir eru ekki að missa móðinn. Tugir vörubfla voru á leið frá Suður- nesjum aukþess sem fjölmargir voru mættir hinum megin frá, af höfuð- borgarsvæðinu. „Ég skipulagði þetta ekki. Menn eru einfaldlega búnir að fá nóg og þurfa ekki mikla hvatningu til að halda mótmælunum áfram. Það er frábært að sjá að menn eru all- ir á sama máli," sagði Sturla og bætti því við að síminn hefði ekki stoppað í gærkvöldi. Hann viðurkenndi einn- ig að svefninn hefði verið af skorn- um skammti nóttina sem leið en gaf í skyn að slíkur munaður væri honum ekld efst í huga þessa stundina. Bílar úr báðum áttum Klukkan sló hálf sex þegar fylk- ingarnar mættust í Kúagerði, eins og talað hafði verið um. Lögreglan hafði augljóslega haft pata af aðgerðunum því hún var mætt á undan flutninga- bflunum. Bflstjórarnir komu sér fyrir á öllum akreinum Reykjanesbrautar. Það voru þreyttir bflstjórar sem vöknuðu á fimmta tímanum í gær- morgun. Enn til að mótmæla him- inháum álögum rfldsins á eidsneyti. Að þessu sinni var ferðinni heitið að Kúagerði á Reykjanesbraut, skammt frá álverinu. „Ég veit ekki hvað það koma margir núna. Vonandi nógu margir til að við þurfum ekki að snúa við," sagði Sturla Jónsson, verktaki og talsmaður vörubflstjóra, þegar blaðamaður settist inn í trukk hans rétt eftir klukkan hálf sex í gærmorg- un. Svefn af skornum skammti Á leið okkar út úr Hafnarfirðinum bárust skilaboð þess efnis að ekki þyrfti að hafa áhyggjur af manneklu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.