Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2008, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2008, Blaðsíða 21
DV Umræða FIMMTUDAGUR 3. APRfL 2008 21 MYNDIN „Lækkið álögur strax" Sturla Jónsson, atvinnubílstjóri og talsmaður vörubílstjóra, afhenti Sturlu Böðvarssyni, forseta Alþingis, táknrænt dekk í mótmælunum 1. apríl sem á stóð:„Lækkið álögur strax." Þingvörður rúllaði dekkinu inn fyrir síðarnefndu Sturluna. DV-MYNDAsgeir Sandkassinn FYNDISTYKKUR Dolce&Gabb- ana- og Armani-þrælunum ekki meiriháttar að búa við götuna Merkjateig? Hún er í alvörunni til. Býflugan var í vikunni á ferð í óbyggðunum, það er úthverf- um Reykjavík- urborgar, hvar sómakæra su- burbia-slektið og hinir nýríku búa í sátt og samlyndi í steypuslotunum. Hún skemmti sér dátt yfir götuheitun- um þarna í rokhæðum - sem eru svo dásamlega á slq'ön við sögu- hlaðin stræti miðborgarinnar. . 9__ Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra fær plúsinn. Björgvin stendur með neytendum sem aldrei fyrr og ætlar að auka verðlagseftirlit. SPURNINGIN ER ÞETTA ENN EINN AFSLÁTTURINN? Já, það passar, þetta erN1- verðlækkun- in," segir Guðjón Auðunsson, fram- kvæmda- stjóri fyrirtækja- sviðshjáNI. Fyrirtækið lækkaði verð á öllum gerðum eldsneytis um 25 krónur f gær. Olís lækkaði einnig verðið og neytendur tóku gleði sfna á ný eftir stanslausar hækkanir undanfarinna mánuða. Óprúttnir menn Oddvitar ríkisstjórnarinnar og útrásarvíkingar hafa farið um lönd að undanförnu og reynt að hafa sér- fræðinga á alþjóða fjármálamark- aði ofan af þeirri skoðun að hér sé allt að fara í handaskolum í hag- stjórn og rekstri banka sem vaxið hafa ríkinu yfir höfuð. Síðan þá hafa virt ráðgjafarfyrirtæki lækkað láns- hæfismat bankanna og ríkissjóðs. Sömuleiðis hefur skuldatrygginga- álag bankanna hækkað enn. Getur verið að álagið hækki við það eitt að heimsbyggðin fái vitneskju um að íslensk stjórnvöld ætli að koma bönkunum til hjálpar? Getur ver- ið að tilraunir til að efla traust um- heimsins á bönkunum geri það eitt að rýra traustið? „Sérhver bankamaður veit, að ef hann verður að sýna fram á að hann sé traustsins verður, sama hve góð- ar röksemdir hans eru, þá er traust hans horfið”. Þessi sannindi hafði Ragnar Ön- undarson, reyndur bankamaður, á vörunum í grein í Morgunblaðinu 4. mars síðastliðinn. Þau eru upp- haflega komin frá breska kaupsýslu- og blaðamanninum Walter Bagehot sem uppi var á nítjándu öld. Að varðveita traust Sjálfstæðisflokkurinn einka- væddi ríkisbankana með fulltingi Framsóknarflokksins. Eigendur hagnast. En þegar á bjátar virðist það eitt til ráða að þjóðnýta tap þeirra. Taka hundruð milljarða króna lán á snærum skattborgaranna til að laga stöðuna. Fjármagnskostnaður af „Hverjir knésettu Guðna í Sunnu og gerðu atlögu að Alþýðubankanum á áttunda áratugnum ? Óprúttinn Seðlabanki? Óprúttin stjórn- völd? ÓprúttnarFlugleiöir?" JÓHANN HAUKSSON útvarpsmadur skrifar slíku láni fellur á þegna þessa lands, 64 þúsund krónur á ári, sagði í frétt DV í gær. Ragnar Önundarson er ekkert á því að vandi bankanna sé endilega á ábyrgð þjóðarinnar. „Er líklegt að erlendir bankar sýni þeim traust sem fara óvarlegar en þeir sjálfir? Varla á tímum þegar þröngt er um fé.“ Ragnar bætir við að óhjákvæmi- legt kunni að reynast að færa núver- andi hlutafé bankanna niður áður en almannafé sé lagt fram þeim til bjargar. Vandinn sé hluthafanna. Aðalbankastjóri Seðlabankans hafði á orði á dögunum að atlaga að íslensku bönkunum og íslenska ríkinu lyktaði óþægilega af því að óprúttnir miðlarar reyndu að brjóta niður íslenska fjármálakerfið í hagn- aðarskyni. Óprúttnir menn eru líka hér við túnfótinn. Hverjir knésettu Guðna í Sunnu og gerðu atíögu að Alþýðu- bankanum á áttunda áratugnum? Óprúttinn Seðlabanki? Óprúttin stjórnvöld? Óprúttnar Flugleiðir? - Hverjir gerðu atlögu að Hafskip á níunda áratugnum? Óprúttið Eim- skip? - Hverjir komu í veg fyrir kaup fslendinga á breska stórfyrirtækinu Arcadia með húsleit hjá Baugi sama dag og verið var að ganga frá samn- ingum árið 2002? Óprúttnir íslensk- ir bankar? Óprúttinn forsætisráð- herra? Borat og Erpur Menn skyldu ekki hneykslast á samjöfnuði bandarískra sérfræð- inga sem telja að efnahagsástandið í Kasakstan sé jafnvel betra en hér á landi. í stórblaðinu New York Times sagði í upphafi þessa árs að Kasak- stan hefði gott lánshæfismat, hag- vöxtur væri mjög mikill (9%) og al- þjóðlegir olíurisar biðu í röðum eftir að komast í olíuauðlindir landsins. Hagkerfi þjóðarinnar væri einungis þjakað af vaxtarverkjum. Þetta þekkjum við allt saman ef við skiptum út olíu á móti raforku. Fleira er líkt með okkur og Kasak- stan. Land þeirra er stórt og ríkt af orkulindum eins og okkar. Þeir eiga Borat, við eigum Erp. - Munurinn á Kasakstan og fslandi liggur í því að spilling í viðskiptalífi og stjórnkerfi Kasakstan er ævintýraleg. Til dæmis eru til rannsóknar í Bandaríkjunum spillt og ólögmæt tengsl Nasarba- jevs, forseta landsins, við þarlenda olíurisa. Tengdasonurinn Alíjev er bendlaður við margvísleg óhæfu- verk og spillingu. Fleira mætti telja. Kannski er spillingarmunur- inn minni en okkur grunar. Þá ligg- ur munurinn að minnsta kosti í að lánshæfismat Kasakstans er hærra en íslands um þessar mundir. VIÐ MIÐBÆJflRROTTURNAI státum okkur af gömnöfnum með karakt- er og sál eins og Lækjargata, Kalk- ofnsvegur, Nýlendu- og Njarðar- gata, að ógleymdu Ingólfsstræti auk Spítala- og Bræðraborgar- stígs. Fischersund, sem liggur upp í Grjótaþorp, á vísan stað í hjarta íbúanna þar sem margir stolnir kossar hafa yljað mönnum um hjarta og aðrar rætur... en bólu- gröfnu brettastrákarnir á Ingólfs- torgi standa samt í þeirri trú að Fischersundið hafi verið nefnt svo til heiðurs honum Bobby. Skák og mát. EN SEM SAGT í Beverly Hills út- hverfanna búa þeir sem taka sér oft ffí frá vinnu vegna „kulnunar" eða flugþreytu. Eftirlætishug- tökin í orða- forða íbúanna eru: Andlegt, Armani og arfur. Þeir eru aldrei með seðla á sér (hallærislegt) en sjást yfirleitt ekki án pínulítils hreinræktaðs hunds í töskunni. ANNARS HLÝTUR AÐ VERA merking- arþrungið fyrir dulrænt þenkjandi borgarbúa að eiga lögheimili í Álfkonuhvarfi. Vonandi bætist fljótlega við gatan Mannshvarf áður en langt um líður en lóðirnar við þá götu verða eflaust eftirsótt- ar af ýmsum Erlendum og Arn- öldum. Býfluga ímyndar sér að þverskurður íbúanna í Tröllakór sé fráskildir, grófir karlmenn... og hún veðjar líka á að einhleyp- ar viðkvæmar piparjúnkur sem sauma út um helgar séu með að- setur í götunni Perlukór. rxszr I hvað er að frétta?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.