Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2008, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2008, Blaðsíða 29
DV Fálkið FIMMTUDAGUR 3. APRlL 2008 29 A LEIÐINNITIL KANADA: • • Hljómsveitin Sprengjuhöllin spilar á tveimur tónlistarhátiðum í Kanada í mai. Bergur Ebbi, söngvari sveitarinn- ar, segir ný lög væntanleg í sumar og breiðskífu í haust. Hljómsveitin Sprengjuhöllin mun spila á tveimur tónlistarhá- tíðum í Kanada í maí. Annars vegar á fjöllistahátíðinni Núna Now sem haldin er í Winnipeg 9. maí. Hátíðinni er ætlað að stuðla að öflugum tengslum svæðisins við ísland. Það má því búast við því að fleiri íslenskir listamenn eigi eftir að staðfesta komu sína á um- talaða hátíð en á síðasta ári stigu þar á svið meðal annars Ólöf Arn- alds, Jón Gnarr og Ragnar Kjartansson. 17. maí spila strákarnir í Sprengjuhöllinni svo á tónlistarhátíð- inni New Music West Festival í Vancouver. Þess má einnig geta að hljómsveitinni var boðið að spila á ann- arri tónleikahátíð í Toronto í júní sem nefnist North by North East en urðu drengirnir því miður að hafna boðinu. „Já, Kanadamennirnir eru greinilega hrifnir af okkur en við erum ekkert í neinum sérstök- um meik-hugleiðingum. Við neitum því þó ekki að hrifning okkar á Kanada er gagnkvæm," segir Bergur Ebbi, söngvari Sprengjuhallar- innar, og bætír við: „Kanadamenn eru með alveg sama lífsstandard og Bandaríkjamenn nema þeir fara aldrei í stríð og eru með lauf í fánan- um sínum. Þeir eru sótthreinsuð útgáfa af Ameríku og auk þess rjóðir í kinnum. Hvers meira getur maður óskað sér?" Aðspurður hvort hljómsveitin hyggist flytja eitthvað nýtt efni fyrir Kanadabúa svarar Bergur: „Já, það verður eitthvað svolítið nýtt. Við erum búnir að vera frekar fókuseraðir að semja eitthvað nýtt efni og ætlum að reyna að koma nýjum lögum í spilun með sumrinu." I ágúst ætlar Sprengjuhöllin svo að skella sér í hljóðver og taka upp nýja plötu en fyrsta breiðskífa sveitarinnar, Verum í sambandi, kom út í fyrra og naut gríðarlegra vinsælda. . „Þótt við tökum ekki upp fyrr en í ágúst erum við bún- ^^fl ir að vera í nokkra mánuði að semja og undirbúa því það þarf að vinna þetta allt rosalega vel. Við höldum bara okkur striki áfram og stefnum að því að platan ^^fl komi út í október." Bergur Ebbi, söngvari Sprengjuhallarinnar Segir Kanada vera sótthreinsaða útgáfu af Ameríku og Kanadamenn vera rjóða í kinnum. 11.UPP- SVEIFLAN Hljómsveitin Morðingjarnir, sem nýlega fékk fimm stjörn- ur í plötudómi DV fýrir plötuna Afram Island!, spilar á Organ í kvöld. Tónleikarnir eru liður af Uppsveiflu Monitor og er frítt inn eins og vanalega. Ásamt Morðingjunum er Dísa í Upp- sveiflu að þessu sinni en hennar fyrsta plata er rétt ókomin út. Söngkonan efnilega er einnig í viðtali í næsta tölublaði Monit- ors. Húsið verður opnað klukkan 21.00 og eru fríar veigar til 22.00. HRINGFERÐIN BYRJARVEL Fyrstu tónleikarnir í hringferð Rásar 2 og Monitors fóru fram í Fjölbrauta- skóla Suðurlands á Selfossi síðast- liðið þriðjudagskvöld. Hljómsveit- irnar Sign, Benny Crespo's Gang og Dr. Spock eru um þessar mundir að rokka hringinn í kringum landið og heppnuðust þessir fýrstu tónleikar alveg einstaklega vel. Troðið var út úr dyrum og í viðtali við Monitor sagði Björn Sigmundur í Benny Crespo's Gang. „Tónleikamir á Selfossi gengu rosalega vel og það var fullt út úr dyrum og svakaleg stemning." En þess má geta að Selfoss er heimabær þeirra í Benny Crespo’s Gang. LEIKARINN ARMUNDUR ERNST ER LUNKINN RÆÐUMAÐUR: HEILLAÐIST AF LEIKLISTINNI í MORFÍS „Ég bara sá einhvern veginn smá leiklist í þessu, ef þannig má að orði komast," segir Arnmundur Emst Backman, leik- ari og menntaskólanemi, um hvern- ig hann fékk áhuga á ræðumennsku. Arnmundur keppir í úrslitum Morfís á laugardaginn, fýrir hönd MH, en úrslit- in fara fram í Háskólabíói. Arnmundur er sonur Eddu Heiðrúnar Backman og hefur verið viðloðandi leiklist frá unga aldri. Hefur hann leikið bæði í sjón- varpi og kvikmyndum, meðal annars í Strákunum okkar og nú síðast í Veðra- mótum. „Ég leit á þetta þannig, að ef ég ætla að þroskast sem leikari er þetta kjörinn vettvangur til þess. Góður lær- dómur sem fylgir manni út lífið," seg- ir Arnmundur, sem þykir ansi líflegur í pontunni og var valinn ræðumaður kvöldsins þegar Hamrahlíð mætti Menntaskólanum við Sund fyrr á ár- inu. „Ég er að klára mitt þriðja ár í skól- anum og stefni á að vera í liðinu aftur á næsta ári." Eftir menntaskólann stefnir Arnmundur á að fara til útlanda í eitt ár, „bara til að læra að vera ég“. Um- ræðuefni úrslitanna að þessu sinni er áróður og mun lið MH mæla með, „Ég er alveg viss um að þetta verði málefna- legt og skemmtilegt," segir Arnmundur að lokum og hvetur fólk til að mæta á svæðið. dori@dv.is Arnmundur Ernst Backman Keppir I úrslitcim Morfis á laugardaginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.