Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2008, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2008, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 3. APRlL 2008 Fókus OV REM PLATA; ACCELERATE ki Útgefandi: BMI. fær litlu bjargað hér. Accelerate var unnin á 9 vikum og eru 11 lög henn- ar til samans aðeins um 34 mínút- ur. Miðað við að fjögur ár eru liðin fr á því að hin misheppnaða Around the Sun kom út hefði maður búist við að REM-liðar hefðu tekið sjálfa sig í ítarlega naflaskoðun og hlað- ið vel í nýja plötu. Á Accelerate má vissulega flnna nokkur skref fram á við en því miður ekki nógu afger- andi svo tala megi um endurnýjun lífdaga hjá sveitinni. Platan líður áreynslulaust áfram í bakgrunnin- um, og er þægileg sem slík, en hér er fátt sem fær mann til að vilja hækka í. Á Accelerate má hugsanlega finna eitthvað fýrir harðkjarna að- dáendur REM, en fyrir alla aðra er fátt að finna annað en líflausa og flata plötu sem skilur lítið eftir. Siguröur Mikael Jónsson í SKYNDI DÓRI DNA tór á Reykviska pitsu- fyt ir tæk ió . > HRAÐI: VEITINGAR: VIÐMÓT: ★ i UMHVERFI: VERÐ: iNASSonvTGnQ laviAiiavra oaw NNnavaNayr :avAS Gítarleikarar í Borgarleikhúsinu Leikverkið Gítarleikararnir eftir Line Knutzon verður frumsýnt á Litia sviði Borgarleikhússins á laugardag- inn. Verkið, sem samkvæmt fréttatil- kynningu mætti kalla hlýlegan gam- anleik með lifandi tónlist, fjallar um fjórar manneskjur sem koma saman til að votta nýlámum trúbador virð- ingu sína. Line Knutzon hefur verið nefnd eitt athyglisverðasta leikskáld Dana um þessar mundir. Hún hefur skrifað yfir fimmtán verk og verið þýdd og leikin á mörgum tungumál- um. NAFN FÉLL NIÐUR Jón Viðar Jónsson er höfundur pistilsins um Mannaveiðar (Rfkissjónvarpinu sem birtist hér é Fókussíðunni í DV (gær. Vegna mistaka við vinnslu blaðsins var nafn hans ekki undir pistlinum. HVERTERLAGIÐ? „Amma hans með blindu auga bissnesljósið sá" KREISTIR EKKI BLÓD ÚR STEIN Nýjasta afurð REM, Accelerate, er hugsanlega eitthvað fyrir hörð- ustu aðdáendur sveitarinnar, en fyrir alla aðra skil- ur hún lítið eftir. Það er lítið nýtt að ffétta frá REM- félögum á fjórtándu hljóðversplötu þeirra, Accelerate, sem kom út á dögunum. Annað en að þeir hafa losað sig við gamla upptökustjórann sinn til margra ára, Pat McCarthy, og fengið Jacknife Lee til liðs við sig að þessu sinni. Sá er frægasmr fyrir að hafa unnið með hljómsveimm á borð við U2, Snow Patrol, Editors og Bloc Party svo fátt eitt sé nefnt. En þú kreistir ekki blóð úr steini, og ég tel að herra Lee hafi rekið sig á þann vegg við vinnslu þessarar plöm með REM. Það sem REM býður hins vegar upp á hér er ansi andiaus tilraun til að fanga gamla góða tíma frá Rev- eal-plötunni sem kom út árið 2001 og var síðasta lífsmark sveitarinn- ar. A Accelerate er gefið aðeins í gít- arinn og hleypt á skeið á tímabili en útkoman virkar tilbreytingalít- il og hugmyndasnauð. REM virðist vera talsvert fjarri sínu besta. Nú 28 árum eftir stofnun REM virðist sólin vera sest á dag þeirra í sólinni. Supernamral Superserious er fyrsta smásklfan af plötunni og hef- ur lagið fengið talsverða spilun und- anfarið í útvarpi, lagið það eina sem stendur upp úr á plötunni. í heild- ina virkar platan hálfflöt og lítið sem vekur athygli manns og dreg- ur mann að hátölurunum. Michael Stipe er einstaklega næmur fyrir söluvænum sleikjólykkjum í söng sínum og virðist geta tekið gjörsam- lega vonlausan texta og gert hann að melódíu sem festist í hausnum á manni. Þetta hefur verið hans styrk- ur í gegnum árin samhliða sérstakri rödd sinni. Leyfist mér að segja að Stipe hafa borið REM-hljómsveitina á röddinni í gegnum síðustu andköf sveitarinnar undanfarin ár. En hann ASKA í skarðið. Við spöðuðum sneiðunum í okkur, þögulir, reiðir og sárir. Þegar kom að því að borga spurði pilturinn hvernig pitsan hefði verið. Við sögð- umst vera spældir yfir því að hafa beðið þarna í næstum 45 mínútur. Hann sagði okkur hvað hefði gerst. Pitsan eyðilagðist í ofninum og það varð að skella í nýja. Við fengum ríf- legan afslátt, sem Bandaríkjamenn hefðu samt kallað, „high-way robb- ery". Ég sný aftur á Pizza Company, þeir eiga annan séns skfiinn, en ef það verður bið aftur sparka ég upp hurðinni á eldhúsinu og baka mína eigin pitsu, með góðu eða illu. DóriDNA BAL, BIB OG Heitar lummur, seljast eins og eldbakaðar pitsur. Þetta vita spað- arnir á Reykjavík Pizza Company, og því var ég heppinn að ná sæti þegar ég datt þar inn ásamt lagsmanni á mánudaginn. Staðurinn hefur stórt og mfidð orðspor, maður gengur eiginlega að snilldinni vísri þama í viðarbrennsluofninum en auðvit- að bregðast krosstré, líkt og önnur tré. Við fengum okkur eina 16", með pepperoni, rjómaosti og chili-pip- ar. Fengum sæti við gluggann, lás- um Háskólablaðið, hittum gömlu barnapíuna mína og biðum. Biðum í 25 mínútur og þá reyndi ég að hóa í afgreiðslustúlkuna, sem varð flótta- leg og, að mér sýndist, sprettaði inn í eldhús og faldi sig. Eftir 35 mínútur kom hún aftur ffam og þá hrópaði ég á hana. Hún sagði mér að pitsan væri í ofninum, en gætti sín á að horfa ekki í augun á mér. Ég snöggsvitn- aði, enda þurfti ég að vera mættur í vinnuna, og svo hafði ég ekki hug- mynd um hvað ein pitsa þarf að dúsa lengi í viðarbrennsluofni, svo hægt sé að éta hana án þess að fá píp- andi. Hún kom loksins, og ég sá það á afgreiðsludömunni að hún var ekki stolt. Pitsan var brennd og sótug, fyr- ir vikið allt of stökk. En þrátt fýrir það bragðgóð. Það hefði mátt setja meiri ost, en rjómaosturinn fýllti þægilega Jesú, reykelsi ogrokk Sýning Jóns Sæmundar Auð- arsonar, Undraverður rafmagnað- ur talandi hellir, stendur nú yfir í Gallery 101. Sýningin er á margan hátt sérstök því hún veitir áhorf- endum nána innsýn inn í þrívíðan hugarheim listamannsins þar sem hluta af vinnustofu hans hefur verið komið fyrir inni í sýningarsalnum. Auk myndbanda, málverka og ljós- mynda er sýning Jóns Sæmundar mettuð af tíbeskum áhrifum, búdd- isma, Jesú, reykelsum og rokki. Sýn- ingin er opin fimmtudaga til laugar- daga frá kl. 14 til 17. Krassandi Sinfóníutónleikar Sinfónían heldur annað kvöld tónleika í röðinni Heyrðu mig nú! sem sérstak- lega er ætluð yngra fólki sem er forvit- ið um klass- íska tónlist. Tónleikarnir í þetta sinn verða óvenju sérstæðir þar sem gesturinn er Robert Levin, prófessor við Har- vard og einn mesti snillingur í flutningi tónlistar Mozarts og Beethovens sem fyrirfinnst í dag. Levin mun kynna Beethoven fyr- ir tónleikagestum, leika píanó- konsert nr. 3 eftir Beethoven með eigin kadensu sem hann spinnur á staðnum, og síðan mun hann spinna „fantasíu" um stef sem tónleikagestir sjálfir semja og leggja til í kassa áður en tónleik- arnir hefjast. Miðaverði er 1000 kr. Að tónleikum loknum verður boðið upp á léttar veitingar, dj Þorbjörn mætir á svæðið og iPod- '^happdrætti fer fram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.