Peningamál - 01.02.2001, Síða 3

Peningamál - 01.02.2001, Síða 3
verði meiri en hér er reiknað með. Verðbólga yrði þá minni en spáð er á næstunni en myndi sækja í sig veðrið síðar. Á móti kemur að mikil spenna á vöru- og vinnumarkaði gæti enn brotist út í aukinni verð- bólgu. Að gefnu óbreyttu gengi hafa verðlagshorfur fyrir árið 2002 batnað nokkuð frá því í nóvember og er nú spáð 2,7% verðbólgu frá upphafi til loka þess árs. Forsenda þess er að ofþensla hjaðni þegar líður á þetta ár. Seðlabankinn telur að enn sem komið er séu ekki forsendur til að slaka á aðhaldi í peningamálum. Fyrir því eru tvær ástæður. Í fyrsta lagi, eins og nánar er rökstutt í næstu grein, hafa enn ekki komið fram ótvíræðar vísbendingar um að ofþenslan sé tekin að hjaðna. Í öðru lagi er hugsanlegt að lækkun stýri- vaxta bankans myndi við núverandi aðstæður stuðla að frekari lækkun á gengi krónunnar og færa það óþægilega nærri vikmörkunum. Eins og áður hefur komið fram er það skoðun Seðlabankans að hinn mikli viðskiptahalli sem nú er til staðar feli annars vegar í sér vísbendingu um of- þensluna í þjóðarbúskapnum og hins vegar áhættu fyrir stöðugleika gengis og fjármálakerfis. Helsta viðfangsefni íslenskrar efnahagsstjórnar um þessar mundir er því að vinna bug á ofþenslunni sem er ástæða viðskiptahallans. Jafnvel þótt hátt raungengi sé ekki meginorsök viðskiptahallans gætu afleiðingar hans eigi að síður orðið ótímabær lækkun á gengi krónunnar og meiri verðbólga en æskilegt er. Miklar gengisbreytingar, sem oft eru fylgifiskur óhóflegs viðskiptahalla, geta grafið undan stöðugleika fjár- málakerfisins. Það var meðal annars álit sendi- nefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem birt var í janúar og er að finna í þessu hefti Peningamála. Sem fyrr segir telur Seðlabankinn ekki að hækk- un raungengis hafi verið meginorsök viðskiptahall- ans. Raungengið hækkaði mun minna í þeirri upp- sveiflu sem er að renna sitt skeið en alla jafna í upp- sveiflum síðustu áratuga og er nú, eftir umtalsverða lækkun frá síðastliðnu vori, komið niður í 20 ára sögulegt meðaltal. Mikill viðskiptahalli nú er að nokkru leyti ráðgáta í ljósi mikils afgangs á ríkis- sjóði. Orsaka hans er líklega fyrst og fremst að leita í þeim þáttum sem kynt hafa undir vexti eftirspurnar og dregið úr sparnaðarhneigð. Óhófleg útlánaaukn- ing sem fjármögnuð var að verulegu leyti með er- lendu lánsfé á þar stóran hlut að máli. Verði gripið til aðgerða á komandi mánuðum og misserum sem bein- ast að rótum viðskiptahallans með því að stuðla að meiri þjóðhagslegum sparnaði, draga úr þjóðarút- gjöldum, minnka spennu á vinnumarkaði og slá á út- lánaþenslu má koma í veg fyrir frekari gengislækk- un. Í áliti sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er lagt til að formleg vikmörk gengisstefnunnar verði afnumin, beint verðbólgumarkmið verði grundvöllur peningastefnunnar og að Seðlabankinn fái fullt sjálf- stæði til að beita tækjum sínum til að vinna að því markmiði. Seðlabankinn hefur kannað þennan kost gaumgæfilega um nokkurt skeið og skrifað hefur ver- ið um verðbólgumarkmið í ritum hans. Bankinn telur margt mæla með því að tekið verði upp verðbólgu- markmið. Það yrði rökrétt framhald af þróun í átt til sveigjanlegri gengisstefnu og aukinnar áherslu á verðstöðugleika, sem hófst árið 1995 með víkkun vikmarka gengisstefnunnar. Ákvörðun hefur ekki verið tekin um að stíga þetta skref og hún myndi í öllu falli eiga sér aðdraganda. Leggja verður áherslu á að verði tekið upp verðbólgumarkmið er ekki gefið að gengið fari í kjölfarið út fyrir núverandi vikmörk. Í opnu hagkerfi hefur gengið sterk áhrif á verðlag. Peningastefnan myndi af þeirri ástæðu eftir sem áður þurfa að taka tillit til gengisþróunarinnar. Hugsanlegar breytingar á ramma peningastefnunnar hafa heldur engin áhrif á það mat á stöðu gengisins sem greint var frá hér að framan. Markaðsaðilar hafa því fulla ástæðu til að taka á næstunni mið af núver- andi vikmörkum gengisstefnunnar. Seðlabankinn telur tvímælalaust þörf á aðhalds- samri stefnu í peningamálum enn um sinn til að halda aftur af verðbólgu. Einnig telur bankinn brýnt að hér dragi úr almennri eftirspurn svo viðskiptahalli ógni ekki í senn verðstöðugleika og fjármálastöðugleika. 2 PENINGAMÁL 2001/1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.