Peningamál - 01.02.2001, Side 22

Peningamál - 01.02.2001, Side 22
PENINGAMÁL 2001/1 21 Alþingi samþykkti þann 16. desember 2000 breytingar á lögum nr. 13/1996 um verðbréfaviðskipti. Meginbreyt- ingarnar eru að hugtökin „trúnaðarupplýsingar“, „frum- innherji“ og „aðrir innherjar“ eru skilgreind auk þess sem sett eru nánari ákvæði um ýmis atriði er lúta að þessum hugtökum. Einnig eru sett ítarlegri ákvæði um almenn útboð. Hér fyrir neðan er lausleg samantekt á helstu atrið- um lagabreytingarinnar. Trúnaðarupplýsingar: Upplýsingar um útgefanda verð- bréfa, verðbréfin sjálf eða önnur atriði sem ekki hafa ver- ið gerð opinber en eru líkleg til að hafa áhrif á markaðs- verð verðbréfanna ef opinber væru. Upplýsingar teljast opinberar þegar þeim hefur verið miðlað á verðbréfa- markaðinum með opinberum og viðurkenndum hætti. Tilkynningar til kauphalla og skipulegra tilboðsmarkaða teljast opinberar þegar þeim hefur verið miðlað þaðan, sbr. lög um starfsemi kauphalla og skipulegra tilboðs- markaða. (2. gr. 4. tl.) Fruminnherjar: Aðilar sem búa yfir eða hafa að jafnaði aðgang að trúnaðarupplýsingum vegna eignaraðildar, aðildar að stjórn, rekstri eða eftirliti eða vegna annarra starfa á vegum útgefanda verðbréfa sem skráð hafa verið eða óskað hefur verið eftir að verði skráð í kauphöll eða á skipulegum tilboðsmarkaði sem fengið hefur starfsleyfi hér á landi. Einstaklingar eða lögaðilar sem eiga beinan eða óbeinan eignarhlut í útgefanda verðbréfa, sem skráð hafa verið eða óskað hefur verið eftir skráningu á í kauphöll eða á skipulegum tilboðsmarkaði sem fengið hefur starfs- leyfi hér á landi, og eiga fulltrúa í stjórn viðkomandi útgefanda á grundvelli eignarhlutarins. (2. gr. 5. tl.) Aðrir innherjar: Aðili sem ekki telst fruminnherji en hefur vegna starfs síns, stöðu eða skyldna tímabundinn aðgang að trúnaðarupplýsingum. Aðili sem ekki telst fruminnherji en hefur fengið vit- neskju um trúnaðarupplýsingar, enda hafi viðkomandi vitað eða mátt vita hvers eðlis upplýsingarnar voru. (2. gr. 5. tl.) Fyrirtækjum í verðbréfaþjónustu er óheimilt að ann- ast milligöngu um verðbréfaviðskipti hafi starfsmenn þeirra vitneskju um eða ástæðu til að ætla að viðskiptin brjóti í bága við ákvæði kafla um meðferð trúnaðarupp- lýsinga, viðskipti innherja og markaðsmisnotkun. (18. gr.) Innherjum er óheimilt að: 1. nýta trúnaðarupplýsingar, beint eða óbeint, til öflunar eða ráðstöfunar verðbréfa, 2. láta þriðja aðila trúnaðarupplýsingar í té, nema það sé gert í eðlilegu sambandi við starf, stöðu eða skyldur þess sem upplýsingarnar veitir, 3. ráðleggja þriðja aðila á grundvelli trúnaðarupplýsinga að afla verðbréfa eða ráðstafa þeim eða hvetja að öðru leyti til viðskipta með verðbréfin. Þetta ákvæði nær einnig til lögaðila og ein- staklinga sem taka þátt í ákvörðun um viðskipti með verðbréf fyrir reikning lögaðilans. Ákvæðið á ekki við um viðskipti ríkisins, Seðlabanka Íslands eða aðila sem annast viðskipti fyrir þeirra hönd, enda séu viðskiptin liður í stefnu ríkisins í peningamálum, gengismálum eða lánasýslu. (31. gr) Lagðar eru skyldur á fruminnherja að ganga úr skugga um að ekki liggi fyrir trúnaðarupplýsingar áður en þeir eiga viðskipti með verðbréf og einnig er þeim gert að tilkynna tilteknum aðila um fyrirhuguð við- skipti. Kauphöll skal birta opinberlega upplýsingar um viðskipti fruminnherja enda séu þau yfir tilteknum mörkum og eignarhluti sé yfir ákveðnum mörkum eða fari niður fyrir slík mörk. Fjármálaeftirlitið skal halda skrá yfir innherja og fyrirtækjum er gert að tilkynna innherja til þess. Stjórn skráðs félags skal setja reglur um meðferð trúnaðarupplýsinga og viðskipti innherja. (32.-37. gr.) Annað ákvæði þessu tengt er í lögunum: Óheimilt er einstaklingum eða lögaðilum að taka þátt í, stuðla að eða hvetja til viðskipta með verðbréf eða annarra aðgerða í því skyni að gefa ranga mynd af umfangi viðskipta með tiltekin verðbréf eða hafa óeðlileg eða óhæfileg áhrif á verðmyndun í verðbréfaviðskiptum (38. gr.). Ákvæðin um almennt útboð fela m.a. í sér að skylt er að gefa út útboðslýsingu. Þó eru heimil frávik, sem aðallega undanþyggja útboð sem beint er til fámennra hópa væntanlega fjárfesta eða fagfjárfesta eða þeirra verðbréfa sem eru gefin út af sérstöku tilefni. Fjármálaeftirlitið hefur umsjón með athugun á útboðslýsingum en hægt er að taka gildar skráningarlýsingar í kauphöllum. Fjár- málaeftirlitið getur veitt undanþágur og skilgreinir það hverjir eru fagfjárfestar. Seðlabanki Íslands getur sett reglur um fyrsta söludag einstakra almennra útboða í því skyni að draga úr sveiflum í framboði nýrra verðbréfa á verðbréfamarkaðnum. (25.-29. gr.) Rammi 2 Breytingar á lögum um verðbréfaviðskipti

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.