Peningamál - 01.02.2001, Síða 39

Peningamál - 01.02.2001, Síða 39
• Fátt bendir til þess að viðskiptahallinn nú sé stórlega ofmetinn eða hættuminni en áður. Umfjöllun um viðskiptahallann virðist hætta til að sveiflast á milli öfgakenndra sjónarmiða. Sums staðar, einkum á árum áður, kann að hafa gætt merkantílískra sjónarmiða sem hætti til að sjá ofsjón- um yfir lítilfjörlegasta viðskiptahalla, sama hvernig hann var til kominn. Saga Ástralíu ætti að sýna að slíkur ótti er oftast ástæðulaus. Nýlega hefur hins vegar gætt nokkurs andvaraleysis gagnvart við- skiptahalla sem er margfalt meiri en halli sem áður hefði verið talinn leiða til alvarlegra efnahagslegra þrenginga. Þetta andvaraleysi má e.t.v. rekja að hluta til hugmynda um að svokallaður nýbúskapur muni gera íslenska þjóðarbúskapnum kleift að vaxa útúr vandanum. Einnig hefur það sjónarmið heyrst að vegna þess að rekstur hins opinbera sé með miklum blóma og hallann megi að fullu rekja til athafnagleði einkaaðila sé fátt að óttast. En hið sama mátti einnig segja um Finnland, Mexíkó og flest þeirra ríkja í Asíu þar sem tímabili óhóflegs viðskiptahalla lauk í alvarlegri gjaldeyris- og fjármálakreppu. Ekki svo að skilja að þessi lönd hafi lent í kreppu beinlínis vegna viðskiptahallans. Hefði traust fjárfesta og lánar- drottna ekki gufað upp er ekki loku fyrir það skotið að tilhlýðilegt jafnvægi hefði komist á fyrir tilstilli hægfara aðlögunar fremur en skyndilegrar kreppu. Ástæða þess að traust fjárfesta og lánardrottna á framtíð hagvaxtar í Asíu og víðar þvarr var að óhóflega hröðum vexti fylgdi vaxandi tilhneiging til æ áhættu- meiri fjárfestingar. Þessi áhætta var dulin svo lengi sem hagvöxtur var mikill og allir voru samtaka í bjartsýn- inni. Vænt arðsemi hverrar framkvæmdar er hins vegar ekki óháð arðsemi allra annarra framkvæmda og vænt- ingar markaðaaðila eru innbyrðis háðar. Hjarðhegðun á markaði getur því verið fyllilega rökleg og skynsam- leg. Því fremur á þetta við þegar um er að ræða markaði eins og fjármálamarkaðinn, þar sem upplýs- ingar eru í besta falli ófullkomnar en í versta falli afar misskipt milli kaupanda og seljanda þjónustunnar. Slíkar aðstæður skapa grundvöll fyrir fjöljafnvægis- ástand, sem felur í sér að þjóðarbúskapurinn getur auðveldlega færst úr einu jafnvægi í annað eftir því hvernig væntingar á markaði breytast. Á síðustu árum hefur komið fram mikill fjöldi fræðilegra ritgerða þar sem sett eru fram gjaldeyriskreppulíkön á þessum nótum – svokölluð þriðjukynslóðarlíkön.25 Eins og sýnt var fram á hér að framan geta fremur smávægilegar breytingar á forsendum um hagvöxt, vöxt utanríkisviðskipta og erlenda vexti auðveldlega skipt sköpum um mat á því hvort viðskiptahalli stefn- ir í óefni eður ei. Í dæminu hér að framan voru lands- menn í þeirri öfundsverðu stöðu að ekkert fékk hagg- að þeirra óbilandi trú á hagvöxtinn né lánardrottn- anna á greiðslugetu þeirra. Í raunveruleikanum getur sjálfbær staða orðið ósjálfbær einungis vegna þess að væntingar markaðsaðila um það breytast.26 Eftir því sem viðskiptahallinn er meiri og því nær sem hann er þeim mörkum þar sem markaðurinn við einhverjar aðstæður kynni að telja ósjálfbær, því berskjaldaðra er viðkomandi land fyrir skyndilegri breytingu á væntingum markaðsaðila. Á móti kemur að raun- verulegt hagkerfi, ólíkt þjóðarbúskapnum í dæminu hér að framan, býr yfir eiginleikum sem getur knúið á um aðlögun áður en í jafn mikið óefni er komið hvað áhrærir skuldabyrði framtíðarkynslóða. Fjármálakerfi og gjaldmiðlar eru í eðli sínu ógreiðsluhæf (e. illiquid) fyrirbæri. Taki einstakling- ar sem eiga eignir bundnar í fjármálakerfinu eða til- teknum gjaldmiðli að efast um öryggi eigna sinna munu þeir vilja leysa þessar eignir til sín. Ef nægi- lega margir missa trúna á sama tíma eiga hvorki fjár- málastofnanir laust fé né lönd gjaldeyrisforða til að verða við óskum allra samtímis. Land sem kýs að hafa sjálfstæðan gjaldmiðil og jafnframt að aflétta öllum hömlum á flæði fjármagns til og frá landinu á því allt sitt undir því að traust markaðsaðila á gjald- miðlinum og fjármálakerfinu haldist. Efnahags- stefnan þarf því að miðast að því að viðhalda nægi- legum efnahagslegum stöðugleika til þess að traust markaðsaðila á stöðugleika gjaldmiðilsins haldist. Langvarandi ósjálfbær viðskiptahalli grefur undan því trausti. 38 PENINGAMÁL 2001/1 25. Sem sýnishorn vaxandi fjölda ritgerða má nefna eftirfarandi: Jeanne, Olivier (1999), „Currency Crises: A Perspective on Recent Theoretical Developments, Discussion Paper nr. 2170, júní, Center for Economic Policy Research. Obstfeld, M. (1994), „The Logic of Currency Crises“, Cashier Economiques et Monetaires, Banque de France, 43. Calvo, G.A. (1998b) „Balance of Payment Crises in Emerging Markets: Large Capital Inflows and Sovereign Governments“, af ráðstefnu NBER um gjaldeyriskreppur, í Cambridge Mass., febrúar. Burnside, C. M. Eichen- baum og S. Rebelo (2000) „On the Fundamentals of Self-Fulfilling Speculative Attacks“, NBER Working Paper No. 7554. 26. Calvo (1998a) sýnir t.d. fram á að breytingar á markaðsvæntingum geti leitt til sjálfmögnunar þeirra (e. self-fulfilling expectations) jafnvel þótt gjaldhæfni sé ekki teflt í tvísýnu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.