Peningamál - 01.09.2004, Blaðsíða 23

Peningamál - 01.09.2004, Blaðsíða 23
leiðir einnig til aukinnar vaxtabyrði, þótt lang- tímavextir hafi ekki breyst umtalsvert undanfarna mánuði. Á móti kemur að lánsfjáröflun bankanna virðist ganga vel og álög á vexti virðist almennt hafa minnkað. Þá hafa hlutfjárútboð sem fram- kvæmd hafa verið gengið vel. Á heildina litið er niðurstaðan sú að fjármálaleg skilyrði í þjóðarbúskapnum hafa orðið ívið óhag- stæðari frá því að Peningamál voru síðast gefin út í byrjun júní. Þau eru þó enn mjög hagstæð og ótvírætt hagstæðari en áður hvað varðar heimili. II Stefnan í peningamálum Stýrivextir hækkuðu í júní og júlí Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um 0,25 prósentur í júníbyrjun og aftur um 0,5 prósentur hinn 1. júlí. Stýrivextir bankans hafa síðan verið 6,25%. Hækkun- in 1. júlí hafði verið gefin sterklega í skyn í inngangi Peningamála sem gefin voru út í júníbyrjun, þar sem sagði að horfur í efnahags- og peningamálum gætu gefið tilefni til meiri hækkunar vaxta en þá var til- kynnt. Í fréttatilkynningu bankans kom fram að fram- vindan hefði ekki gefið tilefni til að hverfa frá áform- um um frekara aðhald í peningamálum, enda væri eftirspurn ört vaxandi og verðbólguvæntingar hefðu hækkað. Verðbólguspáin sem birt var í byrjun júní fól í sér að verðbólga færi lítillega yfir þolmörkin á komandi mánuðum en að síðan myndi draga úr henni á ný og hún minnka niður undir 2½%- verðbólgu- markmiðið á næsta ári. Frá því að spáin var gerð hefur Seðlabankinn því hækkað stýrivexti sína tvisvar, samtals um 0,75 prósentur. Í fréttatilkynningu bankans kom einnig fram að þótt verðbólgan væri að hluta til af erlendum uppruna og að því leyti utan áhrifasviðs Seðlabankans ættu innlendar verðhækkanir og eftirspurn einnig umtals- verðan hlut að máli. Aukin verðbólga, mikill vöxtur einkaneyslu og fjárfestingar, og vaxandi verðbólgu- væntingar, sem höfðu valdið lækkun raunstýrivaxta frá því að vextir bankans voru hækkaðir í byrjun júní, voru talin styrkja rökin fyrir vaxtahækkun. Þá var tekið fram að miklar framkvæmdir sem fram undan væru myndu að óbreyttu krefjast frekari hækkunar vaxta á komandi mánuðum. Hversu hratt það gerðist væri háð framvindu ýmissa þátta, ekki síst verðbólgu og eftirspurnar. Heppilegt aðhaldsstig peningastefnunnar verður að meta í ljósi hinna miklu framkvæmda sem fram undan eru Þegar lagt er mat á hversu aðhaldssöm peninga- stefnan er eða þarf að vera um þessar mundir er brýnt að hafa í huga þær sérstöku aðstæður sem nú ríkja. Fram undan er eitt mesta framkvæmdatímabil í sögu þjóðarinnar og einsýnt að peningastefnan þarf að vera afar aðhaldssöm á meðan það gengur yfir. Framkvæmdirnar munu óhjákvæmilega hafa töluverð ruðningsáhrif og að hluta verður þeim miðlað fyrir tilstuðlan aðhaldssamari peningastefnu. Þótt umfang framkvæmdanna sé vel þekkt ríkir veruleg óvissa um áhrifin á þjóðarbúskapinn. Þótt hann hafi áður farið í gegnum framkvæmdaskeið sem í hlutfalli við landsframleiðslu eru álíka mikil að umfangi, gerðist það við allt önnur skilyrði. Hagkerfið er t.d. til muna opnara en þegar stór- iðjutengd framkvæmdahrina gekk yfir í lok sjöunda áratugarins. Skiptir þar ekki síst sköpum að landið er orðið hluti af samþættum evrópskum vinnu- markaði og fjármagnshreyfingar óheftar. Þá hefur framkvæmd peningastefnunnar tekið algerum stakkaskiptum og gengi krónunnar flýtur nú óheft á gjaldyrismarkaði. Einn helsti ávinningur þeirra breytinga sem orðið hafa á framkvæmd peningastefnunnar á undanförn- um árum er að þær gera mögulegt að bregðast mun fyrr við fyrirsjáanlegum áföllum eða búhnykkjum á borð við þær framkvæmdir sem fram undan eru. Vandinn felst hins vegar í því að við takmarkaða sögulega reynslu er að styðjast í þeim efnum. Ekkert þeirra landa þar sem peningastefnan er byggð á verð- bólgumarkmiði eins og hér hefur glímt við sam- bærileg úrlausnarefni, enda er saga peningastefnu með verðbólgumarkmið ekki löng. Vextir munu þurfa að hækka – spurningin er hversu hratt Þrátt fyrir að mikil óvissa ríki um áhrif fyrirhugaðra framkvæmda á þjóðarbúskapinn má telja víst að auka verði aðhald peningastefnunnar enn frekar frá því sem nú er ef takast á að halda verðbólgu í skefjum. Seðlabankinn stendur frammi fyrir þeim vanda að meta hversu hratt aðhaldið þarf að aukast. Í því sambandi er rétt að hafa í huga að framkvæmd peningastefnu er ekki nákvæm vísindi. Óvissa ríkir um flesta þætti framkvæmdarinnar og áhrifin koma 22 PENINGAMÁL 2004/3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.