Peningamál - 01.09.2004, Blaðsíða 38

Peningamál - 01.09.2004, Blaðsíða 38
PENINGAMÁL 2004/3 37 Skuldir íslenskra heimila eru háar en ekki hæstar í alþjóðlegum samanburði Eins og fram hefur komið veitir stofn skuldar ófull- komnar upplýsingar um hversu mikla byrði hann leggur eða gæti hugsanlega lagt á framtíðartekjur ein- staklinga. Hlutfall sem er hátt í sögulegum eða alþjóð- legum samanburði gæti þó verið hættumerki. Um aldarfjórðungs skuldasöfnun íslenskra heimila verður ekki fjölyrt frekar að þessu sinni, en sjónum beint að stöðu íslenskra heimila í samanburði við önnur lönd. Slíkur samanburður er þó ekki síður vandmeðfarinn. Staða Íslands í samfélagi þjóðanna gefur ekkert endan- legt svar við spurningunni um hvort hætta stafi af mikilli skuldsetningu einstaklinga. Aðrar þjóðir hafa einnig gengið í gegnum tímabil skuldasöfnunar á undanförnum árum. Þjóðarbúskapur þeirra kann því einnig að hafa orðið berskjaldaðri en áður. Stærð opinbera geirans, íbúðaeign, lífeyrissjóðir og aldur þjóðar skýra hátt skuldahlutfall að nokkru leyti Skuldir íslenskra heimila eru með því hæsta sem gerist í samanburðarlöndum, hvort heldur sem miðað er við ráðstöfunartekjur eða landsframleiðslu. Á mynd 1 eru sýnd skuldahlutföll heimila í nokkrum löndum. Ísland er þriðja hæst í þessum hópi, á báða mælikvarða, en minni munur er á skuldum Íslendinga og næstu þjóða fyrir neðan ef miðað er við landsframleiðslu. Ýmsar skýringar á háum skuldum íslenskra heimila miðað við ráðstöfunartekjur koma til greina. Í löndum þar sem opinberi geirinn er stór eru ráðstöfunartekjur minni sem nemur hærri tekjusköttum. Eðlilegt er að hlutfall skulda á móti ráðstöfunartekjum sé hærra á Íslandi en t.d. í Japan eða Bandaríkjunum. Hlutfall skulda af landsframleiðslu er hins vegar óháð sköttum. Önnur skýring á miklum skuldum heimila á Íslandi er hve hátt hlutfall húsnæðis er í eigu íbúa. Hér á landi er liðlega 80% húsnæðis í eigu íbúa samanborið við t.d. tæplega 70% í Bretlandi, 55% í Frakklandi og liðlega 40% í Þýskalandi, en þar er einmitt hvað lægst hlutfall húsnæðis í eigu íbúa í hinum vestræna heimi. Fjölskyldur sem búa í leiguhúsnæði borga húsaleigu í stað vaxta og afborgana af íbúðalánum. Fjárhagslegar skuldbindingar þeirra eru ekki endilega minni og e.t.v. litlu auðveldara að komast undan þeim, t.d. með því að minnka við sig húsnæði, en skuldbindingum íbúðar- eigenda. Ef mikil íbúðaeign skýrir hátt hlutfall skulda felur það í sér að heimilin eiga að öllum líkindum töluverðar eignir á móti skuldunum. Ef eignirnar eru seljanlegar og verðmætari en skuldirnar leiða tímabundnir greiðsluerfiðleikar síður til vanda í fjármálakerfinu. Gróft mat á eigin fé heimila í hlutfalli við ráðstöfunar- tekjur eða landsframleiðslu í nokkrum ríkjum má sjá á mynd 2 og hlutfall eigna og skulda á mynd 3. Þar lendir Ísland neðar en ýmsar stórþjóðir sem heimildir eru auðfengnar um, en stendur sumum þeirra þó ekki langt að baki. Rammagrein 1 Skuldir heimilanna í alþjóðlegum samanburði Mynd 1 Ítalía ’02 Austurríki ’02 Finnland ’02 Frakkland ’01 Þýskaland ’02 Svíþjóð ’02 Bandaríkin ’03 Kanada ’03 Portúgal ’01 Japan ’03 Bretland ’03 Ísland ’03 Holland ’02 Danmörk ’02 0 25 50 75 100 125 150 175 200 225 250 275 % af VLF % af ráðstöfunartekjum Heimildir: Eurostat, OECD, Seðlabanki Íslands. Skuldir heimila í nokkrum löndum % Mynd 2 Þýskaland ’02 Kanada ’03 Bandaríkin ’03 Frakkland ’02 Ísland ’03 Bretland ’02 Ítalía ’01 Japan ’02 0 100 200 300 400 500 600 700 800 % af ráðstöf- unartekjum % af VLF Heimildir: Eurostat, OECD, Seðlabanki Íslands. Eigið fé heimila í nokkrum löndum %
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.