Peningamál - 01.09.2004, Blaðsíða 52

Peningamál - 01.09.2004, Blaðsíða 52
PENINGAMÁL 2004/3 51 verulega hagkvæmni kauphallarrekstrar. Viðskipta- kerfi kauphalla eru dýr og viðhald og þróun slíkra kerfa er tæplega á færi smárra kauphalla. Með Norex- samstarfinu hafa kauphallirnar á Norðurlöndunum nú aðgang að fullkomnu og þróuðu viðskiptakerfi. Fjölgun aðila víkkar út rekstrargrunn og bætir einnig við þekkingu á slíkum kerfum, auk þess sem sam- eiginlegt kerfi í jafnmörgum löndum gefur samstarf- inu aukið vægi á alþjóðlegum vettvangi. Útboð KB banka Í tengslum við kaup KB banka á danska bankanum FIH var ákveðið að auka hlutafé KB banka til að fjármagna kaupin. Útboðið náði til hluthafa og var mjög stórt á ís- lenskan mælikvarða eða tæplega 40 ma.kr. sem er um 4% af landsframleiðslu. Útboðið gekk hnökralaust fyr- ir sig og styrkir það þá skoðun að markaðurinn hér á landi sé að þroskast og ráði nú við verkefni af þessari stærðargráðu. Viðskipti af þessari stærð reyna á þanþol greiðslukerfa og miðlun fjár milli aðila. Uppgjör fór fram án vandkvæða og aðilar virtust vera meðvitaðir um áhrif þess á eigið fjárstreymi og sá þess stað í endurhverfum viðskiptum við Seðlabankann. Breyting á verðbréfaútgáfu Íbúðalánasjóðs Meiri háttar uppstokkun var gerð á verðbréfaútgáfu Íbúðalánasjóðs í byrjun júlí þegar gefinn var út nýr flokkur verðbréfa, íbúðabréf, en samtímis voru boðin skipti á nokkrum eldri flokkum húsbréfa og hús- næðisbréfa. Verðbréfaútgáfa Íbúðalánasjóðs hefur á undanförnum árum myndað kjölfestu innlends skuldabréfamarkaðar og því var mikilvægt að vel tækist til. Um síðustu áramót var kynnt skýrsla nefndar sem fjármálaráðherra skipaði með samþykki félagsmálaráðherra árið 2002. Frumvarp um breyt- ingu var lagt fram á Alþingi í febrúar og var það sam- þykkt í maí. Knappari tími gafst því til undirbúnings en æskilegt hefði verið en á heildina litið gekk breyt- ingin þó tiltölulega greiðlega fyrir sig. Skammur frestur til skipta, takmörkuð upplýsingagjöf og lang- ur tími sem fór í að skrá bréfin í verðbréfamiðstöð voru helstu annmarkarnir og má sem dæmi nefna að Seðlabankinn þurfti að grípa til sérstakra ráðstafana varðandi tryggingar í viðskiptum lánastofnana við bankann vegna þess að ekki var hægt að veðsetja bréf Íbúðalánasjóðs í verðbréfamiðstöð í rúmlega viku. Ekki er að sjá að nauðsynlegt hafi verið að ætla svo nauman tíma til þessara breytinga sem gert var. Erlendir markaðir Alþjóðlega fjármálakerfið hefur styrkst en töluverð óvissa framundan Alþjóðlega fjármálakerfið hefur styrkst undanfarið í takt við bættar horfur og almennan efnahagsbata í heiminum. Fjármálakerfið virðist hafa náð góðum bata eftir undangengna efnahagslægð sem hófst um það leyti sem eignabóla tæknibréfa sprakk. Markaðir virðast jafnframt vera betur búnir en oft áður undir að aðlagast því vaxtahækkunarferli sem hafið er í Bandaríkjunum. Auk þess er staða fjármálafyrirtækja sterk um þessar mundir. Hins vegar eru óvissuþættir til staðar, sem tengjast breyttri peninga- og fjármála- stefnu, efnahagsþróun og öryggismálum. Víðtækur efnahagsbati, hvetjandi peninga- og fjármálastefna og bætt staða fyrirtækja hafa haldið uppi verði hlutabréfa og leitt til minnkandi vaxtaálags undanfarin misseri, bæði á mörkuðum þróaðra ríkja og nýmarkaðsríkja. Á síðustu mánuðum hefur hækkandi vaxtaum- hverfi vegna aðhaldssamari peningastefnu valdið óvissu og á öðrum ársfjórðungi hækkaði ávöxtunar- krafa skuldabréfa, en hefur lækkað á ný. Eftir mörg ár verulega hagstæðra skilyrða á skuldabréfamörkuðum hefur róðurinn þyngst vegna aukinnar óvissu. Þrátt fyrir versnandi skilyrði hefur ríkt stöðugleiki á helstu mörkuðum. Talið er að efnahagsumhverfið, mark- vissari áhættustýring hjá mörgum lánastofnunum og fyrirsjáanlegt vaxtahækkunarferli bandaríska seðla- bankans hafi einkum hjálpað til við aðlögunina. Gera má ráð fyrir að peninga- og fjármálastefna á næstu mánuðum verði helsti áhrifavaldur á fjármála- mörkuðum þegar dregur úr örvandi áhrifum á efna- hagslífið. Markaðsaðilar einblína nú á þróun efna- hagsbatans og áhrif hans á vaxtastig og verðmat eigna, þar sem yfirvöld hafa lagt áherslu á að þau muni grípa strax til aðgerða ef stöðugleika er ógnað. Væntingar gætu því breyst hratt. Fram til þessa hefur lítill verðbólguþrýstingur slegið á væntingar um að vaxtahækkunarferlið verði bratt í Bandaríkjunum og Evrópu. Þrátt fyrir að kjarnaverðbólga hafi verið lítil, hafa olíu- og önnur hrávöruverð hækkað mikið. Markaðsaðilar gera ráð fyrir að langtímaverðbólga verði lítil, en ekki er hægt að taka það sem gefið, sérstaklega ef framleiðsluslaki í helstu iðnríkjunum heldur áfram að minnka. Í sumum tilvikum hafa yfirvöld einnig áhyggjur af að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.