Peningamál - 01.09.2004, Blaðsíða 54

Peningamál - 01.09.2004, Blaðsíða 54
PENINGAMÁL 2004/3 53 vanda. Engin merki eru hins vegar um slíkt þar sem lánsfjármarkaðir virðast vera djúpir og lánshæfi bankanna traust. Í Peningamálum 2004/1 var bent á að svigrúm Seðlabanka Íslands til aðstoðar með lausafjárfyrirgreiðslu til lánastofnunar sem ekki er í eiginfjárvanda er nánast án takmarkana í íslenskum krónum en er verulega takmarkað ef lausafjárvandinn birtist í erlendum gjaldeyri. Greiðslukerfin Góð reynsla af nýjum reglum Í október 2003 setti Seðlabanki Íslands nýjar reglur um starfsemi greiðslukerfa hér á landi, þ.e. reglur um stórgreiðslukerfi Seðlabankans nr. 788/2003 og reglur um starfsemi jöfnunarkerfa nr. 789/2003. Reglurnar skýra hlutverk og ábyrgð Seðlabankans, lánastofnana og annarra aðila sem koma að greiðslu- og uppgjörsferlinu. Þær kveða á um skilyrði fyrir þátttöku í kerfunum, ferli greiðslusendinga og upp- gjörs, ýmis rekstrarleg atriði og áhættustýringu. Þær skapa jafnframt lagalegan grundvöll fyrir samningum Seðlabankans og lánastofnana um tryggingar fyrir uppgjöri í kerfunum. Seðlabankinn telur að reglur þessar hafi reynst vel og aukið réttaröryggi og gegn- sæi að því er varðar starfsemi kerfanna. Uppgjörstryggingar Seðlabankinn hefur frá miðju ári 2002 unnið að því í nánu samstarfi við lánastofnanir að ávallt verði full- nægjandi veðtryggingar fyrir heimildum þeirra í greiðslukerfum. Traustar veðtryggingar þurfa að vera til staðar komi til þess að lánastofnun geti ekki efnt uppgjörsskuldbindingu sína í lok dags. Fullnægjandi uppgjörstryggingar í greiðslukerfum eru því afar mikilvægar til að treysta örugga starfsemi fjármála- kerfisins. Í byrjun árs 2003 námu uppgjörstryggingar allra lánastofnana í stórgreiðslukerfinu samtals 15,3 ma.kr. og í jöfnunarkerfi Fjölgreiðslumiðlunar hf. (FGM) 1,3 ma.kr. Í byrjun árs 2004 námu tryggingar í stór- greiðslukerfinu samtals 19 ma.kr. og í jöfnunarkerfi FGM 0,9 ma.kr. Tryggingafjárhæðir voru endur- skoðaðar á miðju ári 2004 og nema nú 16,6 ma.kr. í stórgreiðslukerfinu og 3,2 ma.kr. í jöfnunarkerfi FGM. Skráning Seðlabankans á hæstu daglegu skulda- stöðu hverrar lánastofnunar í greiðslukerfunum er lögð til grundvallar endurskoðun á fjárhæð upp- gjörstrygginga. Lánastofnunum er óheimilt að fara út fyrir heimildir sem samræmast tryggingum. Lána- stofnanir leitast við að haga fjárstýringu þannig að draga megi úr fjárbindingu vegna uppgjörstrygginga. Þá hefur Seðlabankinn stuðlað að lægri fjárbindingu með því að lækka stórgreiðslumörk, sameina bindi- reikninga og stórgreiðslureikninga og hvetja lána- stofnanir til að senda greiðslufyrirmæli til stór- greiðslukerfisins eingöngu með rafrænum hætti. Góð samvinna við lánastofnanir hefur leitt til þess að það heyrir nú til algerra undantekninga að lánastofnun fari út fyrir heimild sína í stórgreiðslukerfinu. Tafla 2 Lánshæfismat íslensku bankanna Upphaflegt Dagsetning Núverandi Dagsetning1 Horfur Íslandsbanki hf. Moody’s2....................................................... A3/P-2/D+ desember 1997 A1/P-1/B- apríl 2003 Stöðugar Fitch3............................................................. A/F1/C/2 febrúar 2001 A/F1/C/2 febrúar 2001 Stöðugar KB banki hf. Moody’s2....................................................... A3/P-2/D júní 1999 A2/P-1/C+ desember 2003 Endurskoðun Landsbanki Íslands hf. Moody’s2....................................................... A3/P-2/D febrúar 1998 A3/P-1/C febrúar 1998 Jákvæðar Fitch3............................................................. A/F1/C/2 maí 2001 A/F1/C/2 maí 2001 Stöðugar 1. Dagsetning þegar viðkomandi banki fékk þá langtímaeinkunn sem hann var með í ágúst 2004. 2. Moody’s: Langtímaeinkunn/skammtímaeinkunn/fjárhagslegur styrkur. 3. Fitch: Langtímaeinkunn/skammtímaeinkunn/óháð einkunn/stuðningseinkunn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.