Peningamál - 01.03.2005, Blaðsíða 67

Peningamál - 01.03.2005, Blaðsíða 67
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 1 67 Gengi krónunnar hefur mikil áhrif á íslenskan þjóðarbúskap, því að það hefur bein áhrif á verðlag innfluttrar og útfluttrar vöru og þjónustu. Samanlagt verðmæti út- og innflutnings hefur undanfarin ár numið um 75-80% af landsframleiðslu. Raungengi má skilgreina sem hlut- fallslega þróun verðlags eða launakostnaðar á einingu í heimalandi annars vegar og viðskiptalöndunum hins vegar frá tilteknu grunnári og mælt í sama gjaldmiðli.1 Raungengi er jafnan sýnt sem vísitala. Hækk- un raungengis felur í sér að verðlag eða launakostnaður hér á landi hafi hækkað meira en í viðskiptalöndunum, að teknu tilliti til gengisbreyt- inga, þ.e.a.s. samkeppnisstaða innlendra aðila hefur versnað. Útflytj- endur og innlendir framleiðendur sem keppa við innflutning þurfa annaðhvort að hækka verð á afurðum sínum eða sætta sig við minni hagnað. Í fyrra tilfellinu veldur það tapi á markaðshlutdeild til erlendra aðila, en í hinu seinna dregur úr hagnaði þeirra miðað við erlenda aðila og samkeppnisstaða þeirra veikist til lengri tíma litið. Náinn skyldleiki er á milli raungengishugtaksins og kenningarinn- ar um kaupmáttarjafnvægi (e. purchasing power parity), sem er í raun lögmálið um eitt verð - eitt af lykillögmálum hagfræðinnar - í samhengi alþjóðaviðskipta. Samkvæmt kenningunni ættu sveiflur í raungengi að vera litlar og skammvinnar, því að í umhverfi frjálsra viðskipta og sam- keppni stenst ekki til lengdar að sams konar vara sé seld á mismunandi verði í ólíkum löndum. Til lengri tíma litið ætti verðmunur á milli landa að jafnast út, mældur í sömu mynt, því að annars væri hægt að hagn- ast ótakmarkað á því að kaupa vöru í því landi þar sem hún er ódýrari og selja hana í landi þar sem hún er dýrari. Í reynd valda flutnings- kostnaður, viðskiptahöft og annar viðskiptakostnaður því að óraun- hæft er að ætla að fullkomin kaupmáttarjöfnun ríki. Því er eðlilegra að miða við afstæða framsetningu kenningarinnar sem segir að beint samband sé á milli verðlagsbreytinga í mismunandi löndum að teknu tilliti til gengisbreytinga, flutningskostnaðar, viðskiptakostnaðar, við- skiptahindrana, mismunandi skattlagningar á vöru og þjónustu milli landa, og annarra þeirra þátta sem skýra „eðlilegan“ verðmun á milli landa. Jafnvel þessi veikari útgáfa kenningarinnar kemur þó illa heim og saman við raunveruleikann. Miklar sveiflur hafa átt sér stað í raun- gengi flestra landa. Í sumum tilfellum virðist jafnvel vera um langvar- andi leitni í raungengi að ræða, sem gengur þvert á kenninguna, en skýra má með svokölluðum Balassa-Samuelsson-áhrifum (sjá síðar). Flestir hagfræðingar eru þó þeirrar skoðunar að kenningin gildi þegar til lengri tíma er litið og birtist það í ákveðinni meðaltalshneigð yfir lengri tímabil, þótt frávik frá jafnvægisraungengi (langtímajafnvægi) séu bæði stór og langvarandi. 1. Stundum er raungengi einnig skýrt sem hlutfallslegt verð heimavöru og samkeppnisvöru. Viðauki 5 Raungengi í sögulegu og alþjóðlegu ljósi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.