Peningamál - 01.03.2005, Blaðsíða 42

Peningamál - 01.03.2005, Blaðsíða 42
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 1 42 vegna áðurnefndra gengisáhrifa og þeirrar staðreyndar að verðbólga hækkaði mjög hratt á vormánuðum 2004 sem slær á árshraða verð- bólgunnar á fyrri hluta þessa árs. Spáð er að verðbólga verði nálægt 2½% verðbólgumarkmiði bankans á fyrsta ársfjórðungi næsta árs, sem er heldur minni verðbólga en spáð var eitt ár fram í tímann í desember, en þá var spáð tæplega 3% verðbólgu miðað við sama ársfjórðung (3½% verðbólgu miðað við sömu tímalengd). Þegar líða tekur á árið 2006 er hins vegar spáð aukinni verðbólgu sökum vaxandi eftirspurn- arþrýstings og dvínandi áhrifa gengishækkunarinnar. Tvö ár fram í tím- ann er nú spáð rétt rúmlega 3% verðbólgu sem er nokkru minni verð- bólga en gert var ráð fyrir í desember en þá var spáð rúmlega 4% verð- bólgu miðað við sama ársfjórðung (3½% verðbólgu miðað við sömu tímalengd). Jafnframt er útlit fyrir að hún haldist yfir 3% út árið 2007 að óbreyttum stýrivöxtum. Verðbólga verður með öðrum orðum áfram yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans í lok spátímabilsins þótt verð- bólguhorfur til lengri tíma litið séu nú betri en í desember. Slagsíða verðbólguspárinnar upp á við eykst enn frekar Verðbólguhorfur eru ævinlega háðar töluverðri óvissu. Meginspá bankans sýnir þá framvindu sem talin er líklegust miðað við að stýri- vextir haldist óbreyttir og gengi krónunnar haldist hátt á spátímabil- inu, þ.e.a.s. frá spádegi. Ólíklegt er að framvindan verði nákvæmlega eins og spáð er. Því er afar mikilvægt að horfa til allrar líkindadreif- ingar spárinnar við ákvarðanir í peningamálum.8 Í megindráttum er óvissa spárinnar nú sambærileg við spáóviss- una frá því í desember sl. Helstu óvissuþættirnir snúa að áhrifum nýs umhverfis á innlendum veðlánamarkaði á þróun einkaneyslu, mögu- leika þess að kjarasamningum verði sagt upp síðar á þessu ári, nægilegu aðhaldi í ríkisfjármálum og þróun gengis og annarra eignaverða. Nánari lýsingu á helstu óvissuþáttum spárinnar er að finna í töflu 9. Ætla má að spáóvissan til tveggja ára sé orðin heldur ósamhverfari en hún var metin í desember. Ójafnvægið í hagkerfinu hefur haldið áfram að aukast. Þannig hefur gengi krónunnar styrkst enn frekar og viðskiptahalli aukist en það eykur líkur á snarpari lækkun gengisins þeg- ar frá líður. Jafnframt nær spáin nú fram á árið 2007, en þá verða al- þingiskosningar. Tilhneiging hefur verið til að slaka á aðhaldi í ríkisfjár- málum í aðdraganda kosninga. Því má ætla að líkur á ónógu aðhaldi í ríkisfjármálum við lok spátímabilsins séu heldur meiri nú en síðast var gert ráð fyrir. Báðir þessir þættir gera það að verkum að spáóvissan upp á við er líklega meiri nú en síðast. Á móti kemur áframhaldandi kröftug hækkun húsnæðis- og hlutabréfaverðs, sem gæti aukið líkur á snarpri leiðréttingu síðar á spátímabilinu. Á heildina litið má þó álykta að spá- óvissan sé meiri upp á við en talið var í desember. Sem fyrr er talið líklegt að spáskekkjur byggðar á sögulegum rökum ofmeti þá óvissu sem framundan er. Mat á spáóvissunni er nokkuð litað af þróun síðustu ára, þegar saman fór tiltölulega mikil verðbólga og óvissa um verðbólguþróun, en það fylgir jafnan sveiflu- kenndri verðbólgu. Mynd 39 Endurskoðuð verðbólguspá 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2003 2004 2005 2006 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 4,0 4,5 % Verðbólguspá 2004/4 Verðbólguspá 2005/1 Spátímabil 2005/1 8. Nánari umfjöllun um hvernig líkindadreifing verðbólguspárinnar er reiknuð út er að finna í viðauka 3.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.