Peningamál - 01.07.2007, Page 5

Peningamál - 01.07.2007, Page 5
I Verðbólguhorfur og stefnan í peningamálum Í júníbyrjun var verðbólgan 4%, eftir hjöðnun undanfarna mánuði. Hjöðnunin er hins vegar að töluverðu leyti til komin vegna áhrifa skattabreytinga og annarra tímabundinna þátta sem eðlilegt er að horfa framhjá við ákvarðanir í peningamálum. Undirliggjandi verð- bólga er því töluvert meiri, eða rúmlega 6%. Þetta er mikil verðbólga í ljósi þess að gengi krónunnar hefur hækkað talsvert undanfarna mán- uði og töluvert meira en gert var ráð fyrir í síðustu spá Seðlabankans. Horfur eru á að næsta árið verði verðbólga áfram meiri en spáð var í mars miðað við þann stýrivaxtaferil sem þá var gert ráð fyrir. Að því tilskildu að stýrivöxtum verði haldið háum lengur en reiknað var með í marsspánni eru verðbólguhorfur til lengri tíma þó áþekkar og í fyrri spá, eins og nánar verður lýst hér á eftir. Aðlögun að jafnvægi mun tefjast enn um sinn Vandasamt er að túlka nýlegar efnahagsvísbendingar. Samkvæmt niðurstöðum þjóðhagsreikninga var hagvöxtur enginn á fyrsta fjórð- ungi ársins þrátt fyrir drjúgan vöxt útflutnings. Einkaneysla og einkum fjármunamyndun drógust saman. Þessar niðurstöður eru hins vegar að töluverðu leyti afleiðing sveiflukenndra þátta, t.d. flugvélavið- skipta. Einnig verður að skoða tölur um fyrsta ársfjórðung í ljósi sterkra grunnáhrifa, þ.e.a.s. gríðarlegs vaxtar á sama tíma fyrir ári. Þá hafði einkaneysla aukist um 11,5% frá fyrra ári og fjármunamyndun um 1. Í þessari grein eru notaðar upplýsingar sem fyrir lágu 3. júlí 2007, en spár byggjast á upp- lýsingum til 19. júní. Þróun og horfur í efnahags- og peningamálum1 Hægari hjöðnun verðbólgu tefur lækkun stýrivaxta Verðbólga hefur hjaðnað hægar en Seðlabanki Íslands spáði í lok mars þótt gengi krónunnar hafi verið hærra en reiknað var með þá. Undirliggjandi verðbólga, þ.e.a.s. að frátöldum áhrifum sveiflukenndra þátta, verðbreyt- inga opinberrar þjónustu, skattabreytinga og vaxta, hefur minnkað mun minna en verðbólga samkvæmt breyt- ingu vísitölu neysluverðs undanfarið ár. Í júníbyrjun er áætlað að undirliggjandi verðbólga hafi verið rúmlega 6% en mæld verðbólga var 4%. Vísbendingar um eftirspurn eru einnig vandtúlkaðar um þessar mundir, m.a. vegna óreglu sem tengist sterkum grunnáhrifum af völdum gengisbreytinga fyrir ári. Þrátt fyrir aðhaldssama peningastefnu virðast umsvif í efnahagslífinu hafa vaxið á ný undanfarna mánuði. Eftir lítils háttar samdrátt einkaneyslu á fyrsta fjórðungi ársins samkvæmt þjóðhagsreikningum virðist hún hafa tekið við sér á öðrum ársfjórðungi. Hraður vöxtur atvinnu bendir einnig til þess að umsvifin á fyrsta fjórðungi ársins kunni að hafa verið meiri en fyrstu tölur gefa til kynna. Uppsveifla hefur einnig verið á fasteignamarkaði, enda hafa bæði kaupmáttur og framboð lánsfjár aukist verulega undanfarna mánuði. Alþjóðleg skilyrði hafa verið hagfelld og stuðlað að hækkun hávaxtagjaldmiðla. Raungengi krónunnar er orðið afar hátt, einkum ef miðað er við vinnuaflskostnað á framleidda einingu. Því eru vaxandi líkur á að gengið lækki til lengri tíma litið, einnig í ljósi mikils viðskiptahalla. Þótt hallinn á fyrsta fjórðungi ársins hafi verið mun minni en reiknað var með virðist ólíklegt að á árinu í heild verði hann miklu minni en spáð var í mars. Erfitt er þó að ráða í undirliggjandi þróun viðskiptajafnaðar vegna mikillar óvissu um þáttatekjur. Verðbólguhorfur til næsta árs hafa versnað nokkuð frá síðustu spá Seðlabankans. Til þess að verðbólgumarkmiðið náist innan viðunandi tíma virðist nú þurfa að halda stýrivöxtum óbreyttum lengur en talið var í mars.

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.