Peningamál - 01.07.2007, Qupperneq 17

Peningamál - 01.07.2007, Qupperneq 17
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 2 17 Erlendir vextir hafa farið hækkandi og vaxtamunur því minnkað. Það hefur þó ekki leitt til lækkunar á gengi krónunnar enn sem komið er. Vaxtamunur á milli Íslands og evrusvæðisins að teknu tilliti til vænts gengisflökts (e. carry-to-risk-ratio), hækkaði skarpt frá janúarbyrjun til maíloka. Því koma mikil umsvif vaxtamunarviðskipta á því tímabili ekki á óvart. Nokkur lækkun hefur átt sér stað í júní, e.t.v. vegna minnk- andi vaxtamunar. Minnkandi vaxtamunur gæti dregið úr hvatanum til vaxta munarviðskipta með fjáreignir í krónum. Fylgni gengis krónunnar við aðra hávaxtagjaldmiðla á borð við nýsjálenska dalinn hefur aukist í kjölfar aukinna vaxtamunarviðskipta. Frá útgáfu síðustu Peningamála hefur nýsjálenski dalurinn hækkað eins og krónan. Útgáfa erlendra skuldabréfa í íslenskum krónum hefur haft minni áhrif á gengi krón- unnar á útgáfudögum en undanfarin misseri. Gæti það að hluta stafað af því að verið sé að endurfjármagna samninga sem komnir hafa verið á gjalddaga. Þrátt fyrir minni áhrif þessara bréfa á útgáfudegi er ljóst að útgáfan styður við gengi krónunnar. Þá er ljóst að margir erlendir fjárfestar fara nýjar leiðir í vaxtamunarviðskiptum með fjáreignir í krónum. Almenn viðskipti af því tagi hafa líklega aukist frá útgáfu síð- ustu Peningamála. Framvirk staða bankanna hefur aukist undanfarna mánuði og þ.a.l. er orðið dýrara að taka stöðu á móti krónunni. Framboð lánsfjár hefur aukist það sem af er ári, helst á gengistryggðum lánum Í lok febrúar var hámarkslánshlutfall lána Íbúðalánasjóðs hækkað úr 80% í 90% og hámarksfjárhæð almennra lána úr 17 í 18 m.kr. Lánshlutfallið og hámarksfjárhæðin voru því færð í sama horf og þau voru áður en ríkisstjórnin greip til aðgerða í efnahagsmálum í lok júnímánaðar 2006. Á svipuðum tíma jókst einnig framboð lánsfjár hjá viðskiptabönkunum. Hörð samkeppni þeirra við Íbúðalánasjóð hefur leitt til þess að þeir hafa ekki getað hækkað útlánsvexti verðtryggðra íbúðalána þrátt fyrir hækkandi ávöxtunarkröfu verðtryggðra skuldabréfa.1 Það kann að hafa leitt til þess að framboð gengistryggðra útlána hefur aukist, en á því sviði eru bankarnir óháðir samkeppni frá Íbúðalánasjóði. Mikill vaxtamunur og umræða um háa vexti hafa líklega einnig stuðlað að aukinni gengistryggðri lántöku heimila og fyrirtækja. Áhætta af erlendri lántöku hefur aukist ... Vöxtur útlána lánakerfisins náði sögulegu hámarki á síðasta fjórðungi sl. árs, en á fyrsta fjórðungi þessa árs hægði verulega á honum. Er hann nú svipaður og undir árslok 2004. Vöxtur útlána innlánsstofn- ana hefur þó aukist á ný undanfarna mánuði. Vöxtur gengisbundinna útlána heimila að teknu tilliti til gengisbreytinga hefur verið mikill frá ársbyrjun 2005, einkum undanfarið ár. Þótt gengislækkun krónunnar á sl. ári hafi aukið greiðslubyrði erlendra lána virðast lántakendur hafa talið litla hættu á frekari gengislækkun, enda ætti lægra raungengi jafnan að fela í sér hagstæðari skilyrði til lántöku í erlendum gjaldmiðl- um til langs tíma litið. Nú er meðalgengi krónu hins vegar orðið mun hærra á ný, án þess að verulega hafi dregið úr eftirspurninni. 1. Vikulegar tölur fram til ársins 2004. Heimildir: Reuters, Seðlabanki Íslands. Mynd III-7 5 ára vaxtamunur og gengi krónunnar gagnvart evru Daglegar tölur 1. júlí 1999 - 3. júlí 20071 5 ára vaxtamunur milli ISK og EUR (v. ás) ISK/EUR (h. ás) % 1 2 3 4 5 6 7 8 65 70 75 80 85 90 95 100 KR/€ 2007200620052004‘02‘00 1. Hlutfall þriggja mánaða vaxtamunar á peningamarkaði á Íslandi og evrusvæði af afleiddu flökti á ISK/EUR valréttum. Heimild: Bloomberg. Mynd III-8 Vaxtamunur að teknu tilliti til vænts gengisflökts1 Daglegar tölur 25. janúar 2006 - 3. júlí 2007 0,25 0,50 0,75 1,00 20072006 % Heimild: Reuters. Mynd III-9 Framvirkir vextir Mánaðarlegar tölur júlí 2007 - júlí 2010 GBP USD EUR CHF JPY % 0 1 2 3 4 5 6 2010200920082007 1. Verðtryggðir meðalvextir banka og sparisjóða hafa hækkað meira en verðtryggðir vextir íbúðalána.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.