Peningamál - 01.07.2007, Page 69

Peningamál - 01.07.2007, Page 69
ERLEND STAÐA ÞJÓÐARBÚSINS OG ÞÁTTATEKJUR P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 2 69 Sú skoðun hefur verið sett fram að líta eigi framhjá slíkum fl utn- ingi á eignarhaldi en ýmis álitaefni koma upp í því sambandi. Fyrst ber að nefna að oft á tíðum eru ekki fyrirliggjandi nákvæmar upplýsingar um hverjir eru eigendur erlendu eignarhaldsfélaganna. Innlendir aðilar, stundum með lögheimili á Íslandi koma oftast fram fyrir hönd þess- ara félaga en upplýsingar um eignarhald í slíkum félögum er stundum erfi tt að nálgast. Helgast það m.a. af því að lögheimili þessara félaga er erlendis og því þarf að beina fyrirspurnum þangað eða til þeirra einstaklinga sem komið hafa fram fyrir hönd félaganna en lögheimili þessara einstaklinga er ýmist hérlendis eða erlendis. Upplýsingar um nákvæmt eignarhald í slíkum eignarhaldsfélögum koma einna helst fram þegar útbúin er útboðslýsing fyrir skráð félag í Kauphöll Íslands en nokkur tími kann að líða frá þeim tíma er erlent eignarhaldsfélag fjárfestir í skráðu félagi og þar til að útbúin er útboðslýsing vegna hlutafjárútboðs. Hafa ber í huga að fl est erlend eignarhaldsfélög í eigu innlendra aðila eru gerð upp eins og þau væru íslensk félög og því skilar afkoma þeirra sér inn í afkomu íslenska móðurfélagsins að fullu. Meginbreyt- ingin er sú að eignarhaldið á hlutum í innlendum félögum er vistað í erlendum eignarhaldsfélögum. Vistun hlutabréfanna erlendis hefur engin áhrif á uppgjör móðurfélagsins hér heima.13 Eins fram hefur komið geta áhrif þess að fl ytja eignarhlut í inn- lendum félögum til útlanda verið mikil þegar kemur að tölum um beina fjárfestingu. Í því sambandi ber einnig að hafa í huga að í þeim skýrslum sem birtust um íslenskt efnahagslíf árið 2006 var vakin athygli á kross- eignarhaldi í íslenskum fyrirtækjum og á því hversu fá fyrirtæki væru ráðandi í atvinnugreinum Íslendinga.14 Árið 2004 áttu 8 fyrirtæki 78% beinnar fjármunaeignar Íslendinga erlendis, þar af eitt fyrirtæki 35%. Lágar arðgreiðslur og ekki tekið tillit til hækkunar markaðsverðs í verðbréfafjárfestingu Algengt er að hlutafélög og verðbréfasjóðir greiði ekki arð til fjárfesta heldur felst ávinningur þeirra í mögulegri hækkun á markaðsvirði bréf- anna. Þau fyrirtæki sem greiða út arð miða arðgreiðslur við nafnverð hlutabréfanna sem gerir lága prósentu af markaðsvirði þeirra, sam- anber hlutfall arðgreiðslna í samanburði við markaðsverð (e. dividend yield). Ágætt dæmi um þetta er að lífeyrissjóðirnir hafa sýnt miklu hærri ávöxtun af erlendri verðbréfaeign sinni en tölur í töfl u 3 gefa til kynna. Í útreikningum lífeyrissjóðanna er stærsti hluti ávöxtunarinnar hækkun á markaðsvirði en ekki arðgreiðslur. Eins og vikið var að hér að framan er ekki meðtalin sú hækkun sem orðið getur á markaðsvirði verðbréfafjárfestingar. Þetta er í sam- ræmi við þá aðferðafræði sem fram kemur í handbók Alþjóðagjald- eyrissjóðsins um greiðslujöfnuð og erlenda stöðu (IMF 1993) en þar 13. Lagt hefur verið fram lagafrumvarp nr. 685/2007 um tekjuskatt (söluhagnaður á hlutabré- fum) fyrir Alþingi þar sem söluhagnaður af hlutabréfum í eigu félaga hefði orðið skattfrjáls að uppfylltum vissum skilyrðum. Með samþykkt þess hefði ávinningurinn af því að flytja eignarhald á hlutabréfum í erlend eignarhaldsfélög minnkað mikið eða horfið. Ekki náðist samkomulag um afgreiðslu lagafrumvarpsins fyrir þinglok í mars 2007. 14. Sjá t.d. skýrslu Merill Lynch „Icelandic banks: credit curves to steepen” frá 20.september 2006.

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.