Kópavogsblaðið - 01.06.2007, Síða 6

Kópavogsblaðið - 01.06.2007, Síða 6
6 Kópavogsblaðið JÚNÍ 2007 A F H Á L S I N U M Þegar Bókasafn Kópavogs hóf söfnun á minningum Kópavogs- búa árið 2005 í tilefni af hálfrar aldar afmæli bæjarins, var algjör- lega rennt blint í sjóinn með árangurinn. Það kom hins vegar fljótt á daginn að safninu bárust þeir gullmolar að ekki var við annað unað en að koma þeim á framfæri við almenning. Nú eru þessar greinar komnar út á bók með fulltyngi Lista- og menningarráðs Kópavogs. Ritið ber heitið „Minningabók Kópa- vogsbúa”. Formlegur úgáfufagnaður var haldinn 16. maí sl. í Bókasafni Kópavogs. Þar var bókin kynnt og flutti Sigurrós Þorgrímsdóttir, for- maður Lista- og menningarráðs Kópavogs ávarp, en útgáfan er styrkt af Lista- og menningarráði. Einnig lásu tveir höfundar upp úr bókinni á útgáfufagnaðinum, en alls skrifa 30 Kópavogsbúar í bókina. Enginn, sem kominn er um miðjan aldur og alinn upp í Kópavogi, má láta þessa bók fram hjá sér fara. Þeir Frímann Ingi Helgason, Lárus Ragnarsson og Arnór Ragnarsson eiga allstóran hluta í minningarbókinni, en þeir unnu þann hluta í sameiningu. Með þeim á myndinni eru Hrafn A. Harðarson, forstöðu- maður Bókasafns Kópavogs og Inga Kristjánsdóttir starfsmaður, en þau sáu um útgáfu bókarinnar og ritstýrðu henni. Minningarbók um Kópavogsbúa Hver? Hvar? Hvenær? Myndin sú sem birtist í maí í Kópavogsblaðinu er talin tekin árið 1975, líklega á sumardaginn fyrsta. Þeir sem eru á myndinni f.v. Guðmundur Þorvar Jónsson sem heldur á Antoni Þorvari Guð- mundssyni, Anna Kristjánsdóttir sem heldur á Sesselju Jónsdótt- ur, og fyrir aftan á milli Sesselju og Guðmundar sést í andlit Sig- rúnar Sigvaldadóttur. Hægra meg- in er barn sem líklega er Viktoría Guðnadóttir. Við birtum nú mynd af galvösk- um mönnum sem störfuðu við byggingu Kópavogskirkju. Mynd- in er tekin árið 1960. Þekkir ein- hver þessa menn á myndinni? Vinsamlega komið þeim upplýs- ingum til Héraðsskjalasafns Kópa- vogs, s. 544-4710, eða á netfangið hrafns@kopavogur.is eða líta við á Héraðsskjalasafninu í Hamra- borg 1 í Kópavogi og ræða við forstöðumanninn, Hrafn Svein- bjarnarson. Nýr og aðgengilegur upplýs- ingavefur hjá Kópavogsbæ Nýr upplýsingavefur Kópa- vogsbæjar, www.kopavogur. is, var formlega opnaður 1. júní sl. af bæjarstjóra, Gunnari Inga Birgissyni. Nýji vefurinn er gerður í vefumsjónakerfinu Joomla. Á honum verður að finna ítarlegar upplýsingar um starfsemi Kópavogsbæjar og þá þjónustu sem íbúum stendur til boða. Meðal helstu nýjunga er að leiðarkerfi vefsins verð- ur mun aðgengilegra en í eldri vef. Vefurinn er hannaður með auðvelt aðgengi í huga, m.a. fyr- ir blinda og sjónskerta. Nýji upplýsingavefurinn inni- heldur mjög mikið af upplýsing- um enda er það Kópavogsbæ kappsmál að sem mest af upp- lýsingum um starfsemi bæjar- ins séu öllum aðgengilegar. Á nýja vefnum verða öll helstu umsóknaeyðublöð hjá bænum á einum stað. Möguleiki verður einnig að birta fréttir með lifandi myndefni og hlusta á hljóðupp- tökur. Hér er um fyrsta áfanga að ræða í uppbyggingu opins upp- lýsingakerfis fyrir Kópavogsbæ. Innan fárra vikna verða upp- tökur af bæjarstjórnarfundum aðgengilegar á vefnum, virk íbúa- gátt er í undirbúningi og stendur til að opna fyrir hana um næstu áramót. Virk íbúagátt gerir íbúun- um kleift að nýta með rafrænum hætti alla helstu þjónustuþætti Kópavogsbæjar á einum stað, án heimsókna á bæjarskrifstofur Kópavogsbæjar. Vefur Kópavogsbæjar verður þannig áfram í mikilli þróun og stöðugt verður leitað leiða til að nota vefinn til að auka og bæta þjónustu við bæjarbúa. Eins og undanfarin sumur efnir Bókasafn Kópavogs nú til sumar- lesturs fyrir 6-12 ára börn í bæn- um. Tími sumarlesturs er júní, júlí og ágúst, þ.e. sá tími sem skóli er ekki starfandi. Tilgangurinn með sumarlestrinum er sá að börnin viðhaldi þeirri lestrarleikni sem þau tileinka sér í skólanum að vetrinum. Námskeiðið er þátttak- endum algjörlega að kostnaðar- lausu. Öll börn geta fengið lán- þegakort á Bókasafninu. Börn yngri en 12 ára þurfa þó leyfi frá forráðamanni til að geta skráð sig sem lánþega. Börnin skrá sig í sumarlesturinn á bókasafninu þegar þau koma fyrsta sinni. Þá fá þau líka tvíblöð- ung þar sem þau geta skráð þær bækur sem lesnar eru. Þegar bók- um er skilað fá þau stimpil við hvern titil. Þá fá þau líka nafn sitt á miða sem settur er í pott. Hægt er að taka þátt hvort sem er í Linda- safni eða Aðalsafni. Lokahátíð verður svo 3. septem- ber kl. 15:00 í Aðalsafni. Þá verð- ur dregið úr pottinum og nokkrir heppnir hljóta vinning, en allir sem koma fá glaðning. Fyrir þá sem ekki komast í Aðalsafn verður dregið í Lindasafni á sama tíma. Með þessu móti eiga allir möguleika á vinn- ingi, ekki bara þeir sem lesa mest. Þær Inga Kristjánsdóttir, barna- bókavörður í Aðalsafni og Mar- grét Sigurgeirsdóttir, útibússtjóri í Lindasafni hvetja alla að kynna sér sumarlesturinn fyrir 6-12 ára börn og hvetjið þau til að taka þátt í námskeiðinu. Þannig efla þau lestr- arkunnáttu sína og mæta tvíefld til leiks í skólann í haust. Aðalsafnið er opið mánudaga til fimmtudaga frá kl. 10.00 - 20.00, föstudaga frá kl. 11.00 - 17.00 og laugardaga og sunnudaga frá kl. 13.00 - 17.00. Lindasafn er opið mánudaga til fimmtudaga frá kl. 12.00 - 18.00 og föstudaga kl. 12.00 til 16.00 en lok- að um helgar. Sumarlestur á Bókasafni Kópavogs �� �������������� Alltaf nýbakað og ferskt hjá okkur Brauð, kökur, tertur, smurt og veisluþjónusta Úrvalskaffi og heitur reitur Opið alla daga kl. 9-18 Búðakór 1 • Sími 534-6654

x

Kópavogsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.