Kópavogsblaðið - 01.06.2007, Page 10

Kópavogsblaðið - 01.06.2007, Page 10
Fátt verður nú meira í umræðu manna á meðal í Kópa- vogi en leikur Breiðabliks og HK í úrvalsdeild karla, Lands- bankadeildinni, sem fram fer á Kópavogsvelli 26. júní nk. Þetta er í fyrsta skipti sem Kópavog- ur á tvö lið í efstu deild knatt- spyrnu karla, og því er spenn- ingurinn mikill. Þrátt fyrir að þessi lið hafa oft ekki ekki leik- ið í sömu deild hafa leikir þeir- ra iðulega verið spennandi. Það lið sem hefur leikið í í lægri deildinni, sem alltaf hefur verið hlutskipti HK til þessa, hefur ævinlega fyllst miklum eldmóði þegar í leik gegn Breiðablik er komið. Þau léku síðast saman sumarið 2005 í 1. deild, og leik- irnir þá voru mjög spennandi, og harðir. Þá vann Breiðablik 1. deildina, hlaut 44 stig, var 7 stigum á undan Víkingi sem var í 2. sæti. HK lenti þá í 7. sæti deildarinnar með 20 stig. Báðir leikir jafntefli 2005 Í 1. deildinni 2005 léku Kópa- vogsliðin fyrri leikinn 11. júlí. HK hafði yfir í hálfleik 1-0 en Breiða- blik jafnaði í þeim síðari. Ólafur Ragnarsson dæmdi leikinn og fékk góða dóma. Eyþór Guð- mundsson kom HK yfir á 12 mín, en Olgeir Sigurgeirsson jafnaði úr vítaspyrnu á 76. mín. Tveir Blikar fengu áminningu í leikn- um. Síðari leikurinn fór fram 16. september. HK hafði yfir í hálf- leik 2-0, en Breiðablik jafnaði í síð- ari hálfleik. Gísli Hlynur Jóhanns- son dæmdi leikinn og þótti afar slakur. Ólafur Valdimar Júlíusson kom HK yfir 1-0 á 31. mín, og Árni Thor Guðmundsson kom HK í 2- 0 úr vítaspyrnu á 41. mín. Ágúst Þór Ágústsson minnkaði muninn strax í byrjun seinni hálfleiks, eða á 47. mín. og aðeins tveim- ur mín. síðar jafnaði Kristján Óli Sigurðsson leikinn, og þar við sat. Þrír HK menn og tveir Blikar fengu áminningu. Síðustu 10 ár hefur Breiðablik leikið í 1. deild árin 1997 og 1998, í úrvalsdeild árin 1999, 2000 og 2001, en féllu það haust og léku í 1. deild 2002 til 2005 þegar þeir unnu sér keppnisrétt í úrvals- deild. Á sl. sumri urðu Blikar í 5. sæti í Landsbankadeildinni. HK hóf að leika í deildarkeppn- inni með þátttöku í 3. deild árið 2001, komust upp í 2. deild en stoppuðu aðeins eitt ár þar, þ.e. árið 2002, og léku í 1. deild árin 2003 til 2006, en síðasta haust varð HK í 2. sæti deildarinnar á eftir Fram og vann sér rétt til keppni í úrvalsdeild í fyrsta sinn í sögu félagsins. En hvernig skyldi þessi leikur fara? KÓPAVOGSBLAÐIÐ leitaði svara hjá þeim þremur þing- mönnum sem nú sitja á Alþingi og búa í Kópavogi, og eins svara hjá tveimur bæjarfulltrúum, að sjálfsögðu bæði úr meirihluta og minnihluta. Markaleikur Gunnsteinn Sigurðsson, bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokks: “Ég ætla örugglega að sjá þenn- an leik, og fer reyndar oft að sjá knattspyrnuleiki. Ég lék með Breiðabliki eftir að ég flutti hing- að árið 1968, oftast á miðjunni. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á íþróttum, og var nýlega kjörinn formaður Íþrótta- og tómstunda- ráðs Kópavogs. Ég á erfitt með að spá um úrslit leiksins en tel víst að þetta verði markaleikur, en ekkert endilega jafntefli. Þetta verður góð skemmtun.” Kópavogur vinnur Guðríður Arnardóttir, bæjarfull- trúi Samfylkingarinnar: “Ég verð í hestaferð á þessum tíma og næ ekki í tíma til baka til að sjá leikinn, því miður. Við förum í Skaftártungur og út í Dyrhólaey, þetta er 5 daga ferð sem verður mjög skemmtileg. Þú spyrð hvernig leikurinn fari, ég held að Kópavogur vinni!” Börnin í Breiðabliki og HK Ármann Kr. Ólafsson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokks og forseti bæj- arstjórnar Kópavogs: “Ég verð örugglega í bænum á þessum tíma, og fer því á Kópa- vogsvöll. Ég fer ekki oft á fót- boltaleiki, mig vantar að sjá mitt gamla lið á Akureyri, Þórsarana, leika. Þetta verður alveg hörku- skemmtilegur og spennandi “der- byleikur” milli Kópavogsliðanna. Ætli leikurinn fari ekki 1:1 og þau úrslit munu endurspegla hina miklu baráttu sem við áhorfend- ur munum verða vitni að. Ég tek örugglega börnin mín með og sit á milli þeirra, því annað þeirra er í Breiðabliki en hitt í HK!” Taugar til beggja félaga Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks: “Ég mun reyna að komast á leikinn. Þegar ég flutti í Kópavog árið 1969 hóf ég að spila hand- bolta með Breiðabliki og síðar með HK, svo ég hef leikið með báðum félögunum, en að vísu ekki knattspyrnu. Ég hef því taug- ar til beggja félaganna, þó mér finnist kannski Breiðablikshjart- að slá eitthvað örar! Ég hef ekki hina minnstu hug- mynd um hvernig þessi leikur getur farið, en hann verður örugg- lega jafn og spennandi, opinn og skemmtilegur og leikinn drengi- lega. Það verða skoruð mörk í honum, en ég hvorki get eða vil spá um hversu mörg. Þetta verð- ur fín skemmtun fyrir alla, ekki síst Kópavogsbúa.” Aðsóknarmet? Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar: “Ég mun ekki fyrir nokkurn mun missa af þessum leik og tek strákinn minn með sem er að æfa fótbolta. Ég hef það á tilfinn- ingunni að þetta verður mikil skemmtun og það kæmi mér ekki á óvart að það yrði sett aðsókna- met á Kópavogsvelli þennan þriðjudag. Ég er ekki nógu mikið inni í knattspyrnu til að geta mér til um hvernig leikurinn þróast eða spilast, en ætli bæði lið muni ekki leika ágjarna knattspyrnu, það er jú það skemmtilegasta fyr- ir okkur áhorfendur. Ég spái því að leikurinn fari 2:2.” 2 Vaxandi eftirvænting í Kópavogi vegna leiks Breiðabliks og HK 26. júní

x

Kópavogsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.