Kópavogsblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 23

Kópavogsblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 23
15KópavogsblaðiðJÚNÍ 2007 Körfuknattleiksdeild Breiða- bliks hefur ráðið Einar Árna Jóhannsson sem þjálfara liðs meistaraflokks karla hjá Breiða- bliki. Einar Árni verður jafn- framt yfirþjálfari unglingaflokka hjá félaginu. Einar Árni hefur getið sér gott orð sem þjálfari í körfuknattleik. Hann hefur þjálfað hjá Njarðvík undanfarin ár og leiddi Njarðvík- inga til úrslita gegn KR í Iceland Express deild karla. Hann þjálfaði einnig yngri flokka félagsins. Hann hefur einnig starfað sem landsliðs- þjálfari yngri landsliða hjá KKÍ. Einar Árni var valinn þjálfari árs- ins í Iceland Express deild karla á keppnistímabilinu sem nú er að ljúka. Hann býr því yfir mikilli reynslu í þjálfun sem á eftir að skila Breiðabliki áfram veginn. Körfuknattleiksdeild Breiða- bliks hefur verið vaxandi deild á undanförnum árum og hefur iðk- endum fjölgað jaft og þétt. Árang- ur í yngri flokkum hefur verið ágætur og eru flokkar félagsins jafnan meðal 5 bestu liða landsins í sínum aldursflokki. Það er því ljóst að efniviðurinn er til stað- ar og verður það meðal annars hlutverk Einars Árna að vinna að því að enn betri árangur náist, bæði hvað varðar fjölda iðkenda og bættan árangur. Stjórn körfuknattleiksdeildar Breiðabliks hefur lýst yfir mikilli ánægju með að hafa fengð jafn hæfan og kröftugan þjálfara til liðs við sig og væntir mikils af samstarfinu við Einar Árna. Ljóst má vera af þessari ráðningu að stefnan er tekin á sæti í Iceland Express deild karla næsta ár. Fyrir skömmu var dregið í töfluröð í Iceland Express deild- unum og 1. deild karla. Töfluröð- in ákvarðar hvaða lið mætast í hverri umferð. Í fyrstu deild karla verða nokkrar áhugaverðar viður- eignir strax í fyrstu umferð. Töfluröðin í 1. deild karla er þessi: 1. Höttur 2. Reynir S. 3. Haukar 4. Þór Þ. 5. Ármann/Þróttur 6. KFÍ 7. FSu 8. Valur 9. Breiðablik 10. Þróttur V. Í fyrstu umferð deildarinnar munu því verða eftirfarandi leikir: * Höttur - Þróttur V. * Haukar - Valur * Ármann/Þróttur - KFÍ * Reynir S. - Breiðablik * Þór Þorl. - FSu Blikar ráða einn hæfasta körfuknattleiksþjálfara landsins Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur samið við Casper Jacobsen varmarkvörð AaB í Danmörku að spila með Breiðabliksliðinu í fjarveru Hjörvars Hafliðasonar sem þarf að gangast undir aðgerð á hné. Casper er er 27 ára og hefur áður spilað með Viborg, og AGF Hobro. Casper lék einn leik með U-21 árs landsliði Dana á sínum tíma. Samningur Caspers við deildina gildir til 30. ágúst nk. Hjörvar Hafliðason markvörð- ur liðsins hefur átt við meiðsli að stríða í liðþófa að undanförnu og þarf nú að fara undir hnífinn. Varamarkvörður liðsins Vignir Jóhannsson, er á 17 ári, afar efni- legur markvörður og hefur m.a. spilað með U17 ára liði Íslands. Þjálfarar Breiðabliks mátu stöðuna hinsvegar svo að ekki væri rétt að svo stöddu að láta hann axla ábyrgðina og því var ákveðið að leita hófanna utan félagsins. Næsti leikur Breiðabliks er miðvikudaginn 20. júní gegn FH í Kaplakrika. Dani í mark Breiðabliks Lyf og Heilsa og knattspyrnu- deild HK hafa gert með sér nýj- an samstarfssamning til þriggja ára. Með samningnum gerist Lyf og Heilsa einn af aðalstyrkt- araðilum meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá HK. Samningur- inn gildir til 1. mars árið 2010. Halldór Valdimarsson, formaður knattspyrnudeildar HK, segir að þessi samningur sé ómetanleg- ur styrkur fyrir meistaraflokk karla í knattspyrnu, sem í vor hóf sitt fyrsta keppnistímabil í úrvalsdeild karla, Landsbanka- deildinni. Lyf og Heilsa styrkir knattspyrnudeild HK Kári Steinn Karlsson Breiða- bliki tók þátt í Norðurlanda- meistaramótinu í 10.000 metra hlaupi í Kerava í Finnlandi fyr- ir skömmu. Kári Steinn hljóp 10.000 metrana á 30:30,06 mín- útum og varð sjötti í hlaupinu. Árangur Kára Steins er annar besti árangur Íslendings frá upp- hafi í 10.000 m. hlaupi og jafn- framt Íslandsmet í flokki 21-22 ára ungkarla. Kári Steinn átti fyr- ir 31:00,31 mín frá sömu keppni á Kópavogsvelli í fyrra. Tólf keppendur tóku þátt í land- skeppninni, þrír Finnar, þrír Dan- ir, Þrír Norðmenn og tveir Svíar, auk Kára Steins. Jussi Utriainen Finnlandi sigraði á 29:54,16 mín, í öðru sæti varð Simo Wannas Finn- landi á 29:56,55 mín, þriðji Henrik Ahnström Svíþjóð á 30:19,40 mín, fjórði Mårten Boström Svíþjóð á 30:20,31 mín og fimmti Jonas And- ersson Svíþjóð á 30:28,52 mín. Kári Steinn sigraði því alla Dan- ina og Norðmennina í hlaupinu . Aðstæður í Kerava voru ekki hent- ugar fyrir langhlaup, því um 23-25 stiga hiti og sól var á vellinum og var Kári Steinn sá eini sem bætti sinn persónulega árangur í keppn- inni. Þeir Íslendingar sem hlaupið hafa undir 31 mín. til þessa eru Sigfús Jónsson ÍR, Sveinn Mar- geirsson, UMSS, og Sigurður P. Sigmundsson, FH. Kári Steinn í 6. sæti á NM í 10.000 metra hlaupi Kári Steinn í keppni í nýju frjálsí- þróttahöllinni í Laugardal Við undirskrift samningsins, f.v.: Sigurður Ingi Hauksson ritari körfuknattleikdeildar Breiðabliks, Einar Árni Jóhannsson þjálfari, Pét- ur Hrafn Sigurðsson formaður og Stefán Jóhannsson stjórnarmaður. Glæsilegu fimleikaári lokið hjá Gerplu Íþróttafélagið Gerpla hélt fjórar glæsilegar vorsýningar í lok maímánaðar fyrir troðfullu húsi á hverri sýningu. Er þetta í fyrsta skiptið sem skipta þurfti Vorsýningu félagsins upp í fjóra hluta til þess að allir iðkendur félagsins gætu komið fram en þeir voru orðnir 1.375 í reglu- bundnum æfingum undir lok vetrarstarfsins. Hver sýning var rétt rúmlega klukkustund þar sem blandað var saman yngri og eldri iðkendum auk þess sem atriði hjá hverjum hóp var mis- munandi. Þegar upp var staðið fengu áhorfendur fjölbreytta skemmtun á hverri sýningu. Að venju voru veittar viðurkenning- ar á sýningunum. Þeir sem hlutu viðurkenningar að þessu sinni voru: I. Fríða Rún Einarsdóttir hlaut Afreksbikar Gerplu en hún hef- ur staðið sig mjög vel á liðnu ári og náði meðal annars þeim eftir- tektarverða árangri að sigra sex gullverðlaun á Norðurlandamóti unglinga sem fram fór Danmörku í apríl sl. II. Stúlkurnar sem voru fulltrúar Gerplu í unglingalandsliði stúlkna í áhaldafimleikum sem sigruðu í liðakeppni á Norðurlandamóti unglinga sem fram fór í apríl sl. fengu bikar og gullverðluan fyr- ir þennan frábæra árnagur. Það voru þær Thelma Rut Hermanns- dóttir, Dóra Sigurbjörg Guðmunds- dóttir, Fríða Rún Einarsdóttir og Sigrún Dís Tryggvadóttir sem voru fulltrúar Gerplu í landsliðinu sem skipað var 5 keppendum. III. Ása Inga Þorsteinsdótt- ir, Björn Björnsson og Michel Christensen fengu Hvatningar- bikar Gerplu fyrir athygliverðan árangur í starfi með P1 en stúlk- urnar í hópnum urðu Norður- landameistarar í hópfimeikum í apríl sl. en var það í fyrsta skipti sem hópur frá Íslandi komst í verðlaunasæti í flokki fullorðina á Norðurlandamóti. Auk þess hlaut hópurinn silfurverlaun á Evrópu- mótinu sem fram á miðjum vetri. Öllum stúlkunum í P1 var einnig veitt gullverðlaun fyrir þennan frá- bæra árangur. IV. Tanja Kristín Leifsdóttir hlaut Garp að þessu sinni en hún hefur með framgöngu sinni haft mjög jákvæð áhrif innan félagsins með störfum sínum sem þjálfari. V. Jochum M. Ulriksson hlaut Félagsmálaskjöld Gerplu en hann hefur verið í stjórn félagsins frá 2003. Hefur hann verið sérlega öflugur liðsmaður í stórum hópi sjálfboðaliða sem starfar fyrir félagið og klárað hvert verkefnið með miklum sóma. VI. Á sýningunni var veitt sér- stök viðurkenning fyrir góð störf í þágu áhaldafimleika kvenna til margra ára. Á undanförnum árum hefur verið unnið markmisst að því að byggja upp öflugan hóp stúlkna í áhaldafimleikum og hef- ur tekist mjög vel til í þeim efnum. Af þeirri ástæðu var fjórum þjálf- urum veitt sérstök viðurkenning fyrir góð störf. Viðurkenninguna hlutu þau: Hlín Bjarnadóttir, Svetl- ana Makaritseva, Irina Antonova og Vladimir Antonov. VII. Þá var öllum þátttakendum, þjálfurum og dómurum félagsins á Norðurlandamóti unglinga og Evrópumótinu veitt viðurkenning fyrir þeirra framlag á þessum mót- um. Skrifað undir samninginn. Undir hann rituðu Steingrímur Wernersson f.h. Lyf og Heilsu og Halldór Valdimarsson, formaður knattspyrnudeildar HK. Verðlaunahafar Gerplu á NM og EM. Í Iceland Express deild kvenna í körfubolta verður leikið með nýju fyrirkomulagi á næsta keppnistímabili. Á ársþingi KKÍ var samþykkt að fjölga liðum í efstu deild kven- na úr 6 í 8. Það þýðir að tvö efstu liðin í 2. deild unnu sig upp í Iceland Express deildina og að ekkert lið féll úr Iceland Express deildinni. Breiðablik sleppur því við fall- ið og Fjölnir og KR munu leika í Iceland Express deild kvenna á næsta tímabili. Leikin verður tvöföld umferð til þess að byrja með en eftir það mun deildinni verða skipt í tvo riðla þar sem að fjögur efstu lið- in leika innbyrðis og fjögur neðs- tu liðin leika sín á milli. Síðan verður leikin 6 liða úrslitakeppni næsta vor. Töfluröðin í Iceland Express deild kvenna ákvarð- ar því leikjaniðurröðun fyrri umferða deildarinnar. Töfluröðin í Iceland Express deild kvenna: 1. ÍS 2. Haukar 3. Fjölnir 4. Breiðablik 5. Hamar 6. Keflavík 7. KR 8. UMFG Breiðablik leikur áfram í úrvalsdeild kvenna í körfu

x

Kópavogsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.