Kópavogsblaðið - 01.06.2007, Qupperneq 9

Kópavogsblaðið - 01.06.2007, Qupperneq 9
Kópavogsslagur Nágrannarimma Breiðabliks og HK 26. júní Vaxandi spenna er nú ríkjandi vegna leiks Breiðabliks og HK í Landsbankadeild karla þann 26. júní nk. Algjörlega útilokað er að ætla sér að spá fyrir um úrslit þessa leiks, og dugar þar að minna á úrslit í leikjum þessa liða þegar þau léku síðast sam- an í deild. Áhangandur liðanna hafa verið vakandi og áberandi í leikjum sumarsins og fylgt sín- um liðum dyggilega eftir og þar er oft engin minnimáttarkennd á ferðinni, t.d. þegar áhangend- ur HK syngja um “Stórveldið!” Áfram Blikar” og “Áfram HK”, eða eitthvað í þeim dúr. Það er jákvæðni sem vonandi verður í fyrirrúmi hjá stuðningsmönnum liðanna á Kópavogsvellinum. Ungir leikmenn fá nú tækifæri hjá báðum liðunum. Tveir efni- legir leikmenn á sautjánda ald- ursári, þeir Hólmar Örn Eyjólfs- son og Aaron Palomares, voru báðir í byrjunarliði HK gegn Fram í Landsbankadeildinni. Hólmar Örn, sem er sonur Eyjólfs Sverris- sonar landsliðsþjálfara var í byrj- unarliði HK gegn Víkingi í opnun- arleik Landsbankadeildarinnar í vor. Hann verður sautján ára gam- all í ágúst næstkomandi. Aaron sem er snöggur kant- maður varð sautján ára í mars sl. en hann lék sinn fyrsta leik í Landsbankadeildinni gegn Fram. HK á sem kunnugt er ekki lang- an feril í meistaraflokki en það á Breiðablik hins vegar. Besti árang- ur Breiðabliks er 3. sæti í A deild 1983 léku til úrslita í bikarkeppni KSÍ árið 1971, og úrslitaleik deild- arbikarsins árið 1996. B-deildar- meistarar 1970, 1975, 1979, 1993, 1998, 2. flokksmeistarar 1982 og 1995, bikarmeistarar 2. flokks 1971,1976 og 1994 og hafa hirt fleiri titla í yngri flokkunum. Urðu Íslandsmeistarar innanhúss 1982, 1983 og 2000 meistarar eldri flokks 1998 og 2000. Stærstu deild- arsigrarnir eru 13-0 gegn HK í B deild 1998 og 11-0 gegn Víkingi Ó. í B deild 1975. Flesta leiki í A-deild hafa leikið fyrir Breiðablik þeir Vignir Baldursson með 133 leiki, Sigurjón Kristjánsson með 112 leiki og Einar Þórhallsson með 109 leiki. Fyrsta mark HK í Landsbanka- deild karla gerði Jón Þorgrímur Stefánsson gegn Skagmönnum sem reyndist vera sigurmark leiksins. Í leiknum nýverið gegn Fram skoraði hann fyrra mark HK í 2-1 sigri en varð síðan að fara af velli meiddur. Þá var m.a. haft eft- ir honum: “Ég er rosalega ánægður og stoltur af strákunum því það er ekkert hvaða lið sem er sem nær að rífa sig upp eftir tvo stórskelli í röð og fá á sig 7 mörk í tveimur leikjum. Það er mjög erfitt uppá sjálfstraustið en okkur tókst þetta. Það skiptir miklu máli að skora á réttum tíma. Skora þegar þau telja eitthvað það er ekkert gaman að skora í tapleikjum því þau mörk telja ekkert og mörkin sem við höfum skorað hafa öll talið.” Fram að stórleiknum í Kópa- vogi verður leikin ein umferð. Miðvikudaginn 20. júní tekur HK á móti KR á Kópavogsvelli og Blik- ar leika við FH í Kaplakrika.

x

Kópavogsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.