Kópavogsblaðið - 01.06.2007, Side 17

Kópavogsblaðið - 01.06.2007, Side 17
9KópavogsblaðiðJÚNÍ 2007 Nýbúadeild Hjallaskóla hlaut hvatningarverðlaun Foreldraverðlaun Heimilis og skóla - landssamtaka foreldra voru afhent í 12. sinn um miðj- an maímánuð sl. í Þjóðmenning- arhúsinu við Hverfisgötu. Auk Foreldraverðlaunanna sjálfra voru veitt tvenn hvatningar - verðlaun og ein dugnaðarforka- verðlaun. Önnur hvatningaverð- launin hlaut Guðlaug Snorra- dóttir og starfsfólk Nýbúadeild- ar við Hjallaskóla í Kópavogi, fyrir óeigingjarnt starf í þágu nýbúa. Foreldraverðlaunin hafa unn- ið sér fastan sess í samfélaginu og vekja athygli á þeim mörgu verkefnum sem efla starf grunn- skólanna og öflugt og jákvætt samstarf heimila, skóla sveit- arfélaga og samfélagsins alls. Aðalmarkmiðið með veitingu Foreldraverðlaunanna er að vekja athygli á því gróskumikla starfi sem unnið er á fjölmörg- um sviðum í grunnskólum lands- ins. Við veitingu verðlaunanna er sérstaklega litið til verkefna sem hafa eflt samstarf foreldra og skólastarfsmanna og komið á uppbyggjandi hefðum í samstarfi þessara aðila. Í ár var sérstaklega horft til sveitarfélaga og félaga- samtaka sem styðja markvisst við foreldrasamtök og foreldra í sínu sveitarfélagi. Það er í fyrsta sinn sem það er gert. Óeigingjarnt starf Guðlaug Snorradóttir, deildar- stjóri nýbúadeildar Hjallaskóla, ásamt starfsfólki deildarinnar hlaut hvatningarverðlaun Heimil- is og skóla fyrir óeigingjarnt starf í þágu nýbúa. Í lýsingu Heimilis og skóla segir eftirfarandi: “Þrátt fyrir erfiðar aðstæður, sökum mismunandi tungumála, hefur Guðlaug og hennar fólk lagt metnað sinn í að efla tengsl foreldra við deildina og skólann. Liður í þessu er sameiginlegar kynningar fyrir foreldra nýbúa þar sem starfsemi skólans, starfs- fólk hans og húsnæði er kynnt fyrir foreldrum. Jafnframt hafa skemmtikvöld deildarinnar verið haldin með glæsibrag þar sem nemendur frá ýmsum löndum kynna sjálfan sig og/eða föður- land sitt.” Í umsögn dómnefndar segir m.a.: “Í Nýbúadeild við Hjallaskóla í Kópavogi er unnið gott starf við að taka á móti nýbúum í skóla- samfélagið og stuðlað að því að gera nemendur færa um að takast á við íslenskt skólasam- félag sem og íslenskt menning- arsamfélag. Deildin tekur með markvissum og skipulegum hætti á móti nemendum og foreldrum þeirra og nemendum er fylgt vel eftir í skólastarfinu.” Foreldraverðlaun Heimilis og skóla 2007 hlaut Íþróttafélagið Grótta á Seltjarnarnesi fyrir sam- ræmingu skóladags og æfinga- tíma í samvinnu við bæjaryfir- völd og Grunnskóla Seltjarnar- ness. Alls voru 24 verkefni tilnefnd þetta árið. Auk tilnefningar nýbúadeildar Hjallaskóla fékk For- eldraráð Kópavogsskóla tilnefn- ingu fyrir öflugt samstarf við skól- ann. Unnur Sólrún Bragadóttir, kennari við Snælandsskóla fékk tilnefningu fyrir verkefnið Hjólarí- ið, en það er viðgerðarverkstæði fyrir reiðhjól sem hafa hafnað á endurvinnslustöð Sorpu en eru send til Malaví gegnum Rauða- Krossinn. Jafnframt fékk Anna Elísabet Ólafsdóttir, lögreglukona í Kópavogi tilnefningu fyrir öfl- ugt forvarnarstarf í grunnskólum Kópavogs. Anna Elísabet valdi sem verkefni í Lögregluskólan- um að draga úr hópamyndunum við lok samræmdra prófa í 10. bekk. Forvarnarmál og það sem stuðlar að tryggja börnum og unglingum í Kópavogi öruggara umhverfi hefur ætíð verið henn- ar hjartans mál. Hún er sannkall- aður hvalreki á fjörur barna og unglinga í Kópavogi, límið sem heldur saman foreldraröltinu og tryggir samfellu í samfélaginu og þar með öllum Kópavogsbúum öruggara umhverfi. Það er því mjög ánægjulegt hve öflugt skólastarf er í Kópa- vogi og að það skuli vera metið að verðleikum með áðurnefnd- um hætti. Guðlaug Snorradóttir með viðurkenninguna ásamt Andrési Péturssyni, formanni skólanefndar Kópavogs og Maríu Kristínu Gylfadóttur, formanni Heimili og skóla. Frá Bryggjudeginum. Sveitarfélög þurfa ekki að vera þekkt fyrir útgerð eða fiskvinnslu til þess að halda hátíð tengdri sjónum. Í Kópavogi var haldinn bryggjudagur í annað sinn laug- ardaginn fyrir sjómannadag við höfnina í Kópavogi. Að bryggju- deginum stóðu íbúar í Bryggju- húsunum við Bakkabraut 5 - 7 og fyrirtæki þeirra. Frábært framtak. Hátíðin fór fram á planinu fyrir neðan Bryggjuhúsin og í húsun- um sjálfum þar sem íbúar hafa m.a komið upp sýningaraðstöðu, bíóhúsi, kaffihúsi og listsmiðju. Meðal dagskráratriða má nefna kaffiblús, gipsverk, myndlistarsýn- ingar, eldsmiður og stuttmyndir í “Hafnarbíói”. Súpa dagsins var framreidd, listasmiðja fyrir börn var í gangi og svo auðvitað dill- andi harmonikkutónlist. Ómar Stefánsson, fformaður bæjar- ráðs, setti bryggjudaginn, og Kór Kársnesskóla söng, en síðan var m.a. boðið upp á stutta siglingu fyrir börn á vegum Hjálparsveit- ar skáta, skotkeppni á vegum Körfuknattleiksdeildar Breiða- bliks, fornbíla og klassíska bíla, sportbáta o.fl. Bryggjudagur var aðstandend- um hans til mikils sóma. Glæsileg dagskrá á Bryggjudegi í Kópavogi VARMI réttingar og sprautun Auðbrekku 14 - 200 Kópavogur Sími: 564 2141 Netfang: varmi@varmiehf.is

x

Kópavogsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.