Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1983, Síða 26

Skírnir - 01.01.1983, Síða 26
24 MATTHÍAS VIÐAR SÆMUNDSSON SKÍRNIR II.3 Agnar taugalæknir er virtur borgari í höfuðstaðnum. Hann er stakur reglumaður í öllu sínu líferni og lifir með hófsemina að leiðarljósi. Lífsstíll hans er fólginn í háttbundinni endur- tekningu, þar sem hver dagurinn rekur annan án frávika. Lífs- regla hans er: að telja engan sælan fyrr en hann hefur lokið lífi sínu án þess að bíða nokkurt böl! Píanóleikur Einars raskar ró Agnars og veitir liðinni tíð inní vitund hans, heimtar reikningsskil: Er nokkur sælli þótt hann þoli enga sorg, ekkert böl? Er stríðið kannski lífið sjálft? Ánauð kalla ég vanmátt mannsins til að stjórna tilfinningum sínum eða halda þeim í skefjum, því að sá sem er á valdi tilfinn- inga sinna er ekki sjálfum sér ráðandi, kvað heimspekingurinn Spinoza hafa sagt. En hvað er „sjálfið" í raun og veru? Kemst maðurinn nær sjálfum sér með því að setja lögbann á tilfinn- ingar sínar í nafni rökvitsins? Eða afneitar hann ef til vill sjálf- um sér með því móti? Svar Sigurðar Nordals er ótvírætt. Á námsárum Agnars í Höfn hafði lífsstíll hans verið frábrugð- inn því sem síðar varð. Þá reyndi hann að lifa sem mest, faðma hið óvænta og þurrausa augnablikið, nýta til fulls hvern þann möguleika sem tilveran bauð. Þá skipuðu ástríðan, andagiftin og skáldskapurinn öndvegi í huga hans. Markmiðið var að skapa tilveru fyrir utan lög og hefð, höggva á hlekki hins hversdags- lega og endurtekna, lifa í hinu óvænta, löglausa og sérstæða. Hann vildi „nema ný lönd í ljósaskiftum meðvitundarinnar, finna nýjar sorgir og nýjar syndir, þar sem ríki nautna og gleði slepti“ og „gera fáránlegustu drauma að lifandi veruleika“(50). Lífið átti að vera list, sífelld tilurð og sköpun. Þeir félagarnir höfðu slitið af sér höft trúar og siðferðis, afneitað takmörkun- inni, þanið út svið vitundarinnar og stefnt út fyrir mannlegan reynsluheim. Þeir slepptu tilfinningum sínum og ímyndunum lausum, ruddust áfram í óseðjandi lífslyst. Hver dagur var opin- berun, hver andrá fól í sér nýstárlega reynslu. En — á þessum reynsluríku dögum hafði „kveikur lífsins logað og blossað langt fram yfir efni“(64). Spennan reyndist Agnari um megn. Hann gat ekki lifað „súrrealísku" lífi til lengdar án þess að sprengja sig og varð að snúa við blaðinu, eins og Rimbaud,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.