Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1983, Page 42

Skírnir - 01.01.1983, Page 42
SKÍRNIR 40 KRISTJÁN ÁRNASON Loks kom hinn þriðji með frelsi og frið í fangl — eða skapadóm? Ó, hvenær mun fornum heiftum linna og hamingjudagur renna? En hér er ekki um kynslóðir að ræða í venjulegum skilningi, heldur má sjá í þeim ákveðin tímaskeið í sögu mannkynsins sem ná frá grárri forneskju til þess tíma er Æskýlos sjálfur lifir á og er uppgangstími aþenskrar borgarmenningar. Þannig er allt atferli Atreifs æði villimannslegt og endurspeglar tíma blóð- ugra hefnda, barnamorða og mannfórna, og syni hans Agamemn- on kippir að vissu leyti í kynið þegar hann fórnar dóttur sinni Ífígeneiu. En með Órestesi er kviknuð sú glæta siðferðis sem vekur honum hrylling á eigin gerðum og fær hann til að leggja mál sitt í hendur óvilhallra guða og manna og hlíta dómi þeirra. Guðirnir og samband manna við þá taka einnig breytingum á þessu skeiði, þannig að bilið milli guða og manna minnkar. Þeir birtast í fyrstu sem blóðþyrstir og fjarlægir og vilji þeirra er ráðinn með hjálp spádómslistar, en er á líður komast þeir æ meir í bland við mennina, er ljósguðinn Apollon og vizku- gyðjan Aþena spígspora meðal þeirra og selja vald sitt í hendur manna í stað þess að ráðskast einungis með þá. Enn greinileg- ar kemur þessi þróun fram í því er Refsinornirnar umbreytast í Hollvættir. Æskýlos lætur sér ekki nægja að lýsa á ytra borði þeim at- burðum sem verða á þessari vegferð heldur túlkar þá einatt í kórsöngvum verksins og eygir að baki þeirra ákveðið löggengi sem hann gerir grein fyrir á heimspekilegan hátt. Hér er um að ræða gagnvirkt eða díalektískt ferli þar sem ein misgjörð kallar fram aðra af hálfu þess sem fyrir henni varð, og sektin sem gjald- ast skal fyrir færist frá manni til manns, og mundi sú keðja vera órjúfandi, ef ekki spryttu upp úr þeim þjáningum sem þessu fylgja sú vizka og skynsemi sem ein megnar að leiða til sátta hin andstæðu og stríðandi öfl og hefja þau upp til nýs hlutverks. Þau mannvíg sem mynda megináfanga þessarar þró- unar, barnamorð, dótturfórn, makavíg og móðurmorð, vega einungis misþungt vegna þess ólíka hugarfars sem er á bak við þau, allt frá blindu hatri og hefndarþorsta til þess er Órestes
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.