Jökull


Jökull - 01.12.1955, Síða 26

Jökull - 01.12.1955, Síða 26
Á hvítasunnudag hélzt óveðrið fram undir miðaftan, en tók þá að lægja nokkuð. Klæddist Guðmundur Jónasson þá olíustakki miklum, tók stafinn gríðarvöl sér í hönd og óð út í ána — einn síns liðs. Var þetta hin mesta dirfska í þvílíku veðri, en yfir komst hann heilu og höldnu og óð þegar til baka. Taldi hann ána færa, en þó erfiða. Var þá tekið til óspilltra málanna, að búa bíla og farangur undir yfir- ferðina. Um kl. 21 lagði Guðmundur út í Tungnaá á H—3, en hinir bílarnir lestuðu sig á eftir. Þeir Árni Kjartansson og Haukur Hafliðason höfðu tekið sér stöðu í stríðasta strengnum og á tæp- asta vaðinu í ánni til þess að vísa leiðina. Hægt og seint mjakaðist bílalestin yfir hið breiða fljót, sem bæði er stórgrýtt í botni og straumþungt. Kl. 23 var allt komið heilu og höldnu yf'ir um. — „Þá lofaði Þangbrandur guð.“ Um þessar mundir var veður orðið kyrrt, en þoka í lofti og næturhúm yfir hinni sandgráu eyðimörk handan Tungnaár. Svo seig lestin af stað á seinagangi, oftast 5—20 km á klst., í marga og víða sveiga. Leiðin var torfærulaus með öllu, hvergi snjóskafl til fyrirstöðu, en ótroðin og þung, þótt oftast mætti vel greina hjólför frá fyrra sumri. Frá Tungnaá í Botna er um 80 km vegalengd. Þegar inn kom að Ljósufjöllum tók að lýsa undir í austri. Nokkru síðar skaut Rati upp kollinum, en svo nefnum við stein- tröll mikið, sem stendur á felli einu við Tungnaárbotna og hjálpar ferðamönnum til að rata þangað. Sunnan undir Ljósufjöllum eru víðlendir, harði vikrar, sem stórar flugvélar gætu lent á. Tók bílalestin heldur að greiða ferð- ina, er þangað kom, enda blasti nú Vatnajökull við augum í sindrandi morgunsól, þótt grátt væri og þungbúið í vestri. 2. myncl. Tjaldbúðir á Vatnajökli. Ljósm.: S. Þórarinsson. Kl. var orðin 5 aðfaranótt 2. dags hvítasunnu, er bílalestin staðnæmdist á sléttri eyri undir hraunbrún við farveg Tungnaár um þrjá km frá jökli. Var þá slegið tjöldum í snatri og sofið fram undir hádegi. Að loknum hádegisverði 2. hvítasunnudag var gengið rösklega að því að bera skálavið af bílun- um og velja skálastæði. Snjóbílunum var skotið yfir ána, hún er vatnslítil þar efra, og gekk enn sem fyrr greiðlega að koma þeim upp á jökul- sporðinn. Hafði hann litlum breytingum tekið írá fyrra ári. Um miðaftansbil héldu flutningabílarnir, fimm að tölu lieimleiðis, en eftir varð H-3, eld- húsbíll Guðmundar Jónassonar. Þrátt fyrir rigningu var unnið að skálagrunni til kvölds, en þá var setið yfir mat og kaffi í góðu yfirlæti í eldhúsinu allt til miðnættis. Þótti mönnum sem erfiðasti hjalli leiðangursins væri þegar yfirstig- inn, er efniviður og farangur var komið á leiðar- enda í Tungnaárbotnum, og minntust með þakklæti hinna rösku bílstjóra, sem nú voru á heimleið. Vonandi gengi þeim vel yfir Tungnaá! LIÐINU SKIPT. - SKÁLINN REISTUR. Þriðjudaginn 31. maí var hæg A-átt, þurrt og bjart veður með 5 st. hita í Tungnaárbotnum. Þennan dag skyldi skipt liði: Sjö manna hópur undir stjórn Sigurðar Þórarinssonar halda á Vatnajökul til rannsókna, en annar hópur sjö manna verða eftir við skálabyggingu í Tungnaár- botnum undir forustu Árna Kjartanssonar. Jök- ulfararnir lögðu upp að aflíðandi hádegi, og eru þeir úr sögunni að sinni. Að skálabyggingunni unnu: Árni Kjartansson verzlunarstjóri, Stefán Jónasson, húsasmíðameistari, Haukur Hafliðason, afgreiðslumaður, Sigurbjörn Benediktsson, prentari, Árni Edwins, verzlunarmaður, Hulda Filippusdóttir verzlunarmær, Steinunn Auðunsdóttir, verzlunarmær. Önnuðust þær Hulda og Steinunn matsekl fyrir hópinn og unnu sér bæði vinsældir og áhrif — sem ráðskonur. Skálanum hafði verið valinn staður á sléttum hraunhrygg norðan við Tungnaárbotna. Er það- an allmikið og viðkunnanlegt útsýni, þótt lands- lag sé ekki stórbrotið. Sunnan við Botnana eru lágir hálsar næst jökli og liandan þeirra er Langi- 24

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.