Jökull


Jökull - 01.12.1984, Síða 186

Jökull - 01.12.1984, Síða 186
nein merki nú og lítil merki gíganna í SV-krika dalsins. Vesturbrún dalsins kemur þvert á suður- brúnina og stefnir frá suðri til norðurs. Brún þessi er ekki eins há og suðurbrúnin, eða um 200 m. Sér þar aðeins á fast berg á þrem stöðum. Annars er brúnin hulin skriðjöklum, sem falla niður í dalinn að vestan. Skriðjöklar þessir eru þó til þess að gera smáir og kraftlitlir, svo nokkuð má ráða í það hvernig landslagi er háttað undir. Dalurinn er kvosin milli þessara tveggja brúna, en að norðan og austan virðist hann vera opinn. Landinu virðist halla jafnt upp frá dalnum til norðurs og fellur þar mikill skriðjökull niður í dalinn. Jökulsporðurinn, sem nú er um 3 km frá suðurbrún dalsins, er allbrattur og sprunginn og myndar hann nú einskonar norðurhlið dalsins. Vestan þessa jökulsporðs er stór kriki, milli hans og vesturhlíðar dalsins. Kriki þessi mun hafa myndast 1938, er Skeiðará hljóp. Var svo að sjá úr flugvél það ár sem stór spilda hefði þarna sokkið niður, líklega vegna þess að vatn hefur tæmst undan jöklinum. Geysilegar ísgjár og sprungur voru þá þarna með jöðrunum í krikan- um. Nú eru öll þau sár gróin og jökullinn tekinn að mjakast fram aftur. Austan dalsins er Skeiðar- árjökull. Eru þar ávalar, jökli þaktar bungur, en lægðir á milli og virðist þar vera frárennsli úr dalnum. Er við litum austur eftir vikurhryggnum, sem við stóðum á, sáum við að eitthvað lá austast á hryggnum þar sem hann var hæstur. Gengum við þangað og voru þetta þá tveir kassar og bundinn vír um þá. Opnuðum við kassana, sem greinilega höfðu innihaldið matvæli, en allt var mjög mygl- að og skemmt. Niðursuðudósir voru ryðgaðar, sumar alveg í gegn. Gátum við okkur til að dr. Nielsen hefði skilið þetta þarna eftir, því nið- ursuðudósirnar voru danskar. Á leiðinni niður af vikurhryggnum fundum við þarna skammt frá bambusstöng með gulu flaggi og var bundin við hana dós. í dósinni var bréf frá dr. Nielsen til Jóns Eyþórssonar og prófessor Ahlmanns en þeir voru á Vatnajökli sumarið 1936. Höfum við síðar afhent Jóni Eyþórssyni bréfið. í vikurhaug þess- um var víða nokkur jarðhiti, um 40 stiga hiti á um ‘/2 m dýpt. Hefur Jóhannes Áskelsson sagt mér að hann hafi látið kassann á þennan stað. Hafi þá aðeins blákollurinn á vikurtindinum staðið upp úr snjónum og ekki gætt neins jarðhita. Var síðan tjaldað og vandlega hlaðinn snjómúr kringum tjaldið. Var ætlunin að dvelja þarna í nokkra daga. Ferðin hafði gengið hægar en við höfðum gert ráð fyrir í upphafi. Vegalengdin frá jökulsporðinum er aðeins rúmir 50 km og höfðum við verið 5 daga á leiðinni og gat dvölin því ekki orðið mjög löng. Um nóttina var snjó- koma og skóf allmikið og var hvasst í hryðjunum. Dvöldum við í tjaldinu allan næsta dag sökum dimmviðris og allt fram til hádegis á fimmtudag. Létti þá nokkuð til svo hægt var að sjá niður í dalinn og notuðum við það sem eftir var dagsins til þess að mæla dalinn af dalbrúninni. Daginn eftir, sem var föstudagur, var stillt veður og norðan andvari. Þokuslæðingur var hér og þar á jöklinum og dálítið frost. Var nú lagt af stað í ferð niður í Grímsvatnadalinn. Lítinn far- angur höfðum við meðferðis annað en nesti og nauðsynlegasta fatnað og vorum bundnir saman með alllöngum kaðli. Þoka skall á, er við vorum að halda af stað og urðum við því að ganga eftir áttavita austur með dalbrúninni. Staðnæmdumst við eftir rúmlega 3 km göngu hjá hæstu dalbrún- inni austast. Endar brúnin þar, en breiður háls gengur þar til austurs og hallar jafnt niður að Skeiðarárjökli. Hnúkarnir eru aðallega tveir og standa nokkuð upp úr jöklinum. Eystri hnúkurinn er úr móbergi og mikið vindnúinn. Er hann hæsti hnúkurinn hjá Grímsvötnum, rúmir 1700 m y.s. í vestri hnúkn- um var nokkur jarðhiti. Lagði þar sjóðandi gufu upp um sprungur. Mestur var hitinn NV til í hnúknum. Par hafði myndast nokkur mosagróður og skófir á volgum klöppunum. Vestur af hnúkn- um gekk vikurrani sem mikið hafði brætt af sér snjóinn vegna jarðhita. Höfðu þar myndast hinir einkennilegustu íshellar. Þarna dvöldum við lengi og skoðuðum umhverfið. Hélst þoka allan tím- ann. Síðan héldum við áfram austur eftir hálsin- um og tók nú að halla mikið undan fæti. Komum við bráðlega niður úr þokunni, sem aðeins lá á dalbrúninni, og var nú bjart veður og stillt. Fór- um við í stórum sveig norður af hálsinum niður í mynni Grímsvatnadalsins. Undir Hamarsbrúninni austast var mikið nið- urfall í jökulinn, skálmyndað og grænt vatn í botninum. Hefur niðurfall þetta haldist að heita má óbreytt síðan 1938 og máske lengur, svo líklegt er að þarna gæti jarðhita undir eða vatn sé rennandi og bræði jökulinn að neðan. Við beygðum fram hjá skál þessari í sveig vestur á bóginn niður síðustu brekkurnar niður í dalbotn- inn. Var þar önnur tjörn en stórir jakar, margra mannhæða háir, lágu þarna á víð og dreif, sumir hálfsokknir í snjó. Höfðu jakar þessir hrunið ofan 184 JÖKULL 34. ÁR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.