Iðjuþjálfinn - 01.12.1996, Blaðsíða 6

Iðjuþjálfinn - 01.12.1996, Blaðsíða 6
4 ur sem veita stuðning og draga úr streitu hjá einstaklingnum (Ludwig, 1993). Anne Cronin Mosey (f. 1938) leggur áherslu á að fólk verði að vera þátttakendur í athöfnum til að geta uppfyllt þarfir sínar og annarra. Mosey telur að fólk læri með því að framkvæma hér og nú, „leaming through doing". Einstaklingar læra ákveðna færni til að ráða við hlutverk sín og til að geta staðist þær kröfur sem viðfangsefnin gera til þeirra (Ludwig, 1993). Lela A. Llorens (f. 1933) tekur undir hug- myndir Mosey, og segir að í iðjuþjálfun fái einstaklingurinn aðstoð við að ná tökum á lífi sínu og uppfylla þær kröfur sem hann sjálfur gerir og umhverfið gerir til hans. Notkun athafna sem hafa tilgang er einnig lykilatriði í hugmyndafræði Llorens (Short- ridge & Walker, 1993). Mary Reilly (f. 1916) telur að hlutverk iðjuþjálfans sé að hvetja einstaklinga til að ná heilsusamlegu jafnvægi í lífi sínu og þar nefnir hún til: starf, hvíld og leik í þeim hlut- föllum sem hæfa hverjum og einum. Eins og ýmsir aðrir kenningasmiðir iðjuþjálfunar leggur Reilly megináherslu á þau hlutverk sem maðurinn gegnir á mismunandi ævi- skeiðum. Iðja er miðdepillinn sem allt snýst um og Reilly hefur sérstaklega bent á mikil- vægi leiksins til þess að öðlast lífsfyllingu og með leik á hún við athafnir eins og söng, tónlist, leiklist, leiki og handmennt. í iðju- þjálfun er unnið að því að gera einstakling- inn á allan hátt færari um að ráða við dag- legt líf. (Van Deusen, 1993). Cary Kielhofner (f. 1949) þróaði áfram kenningar Reilly. Hann ásamt Reilly leggur áherslu á að geti fólk ekki stundað sína venjubundnu iðju ógni það heilsufari þess og vellíðan. Til að halda eða ná heilsu þurfa breytingar að eiga sér stað í einhverjum af eftirtöldum þáttum: sjálfsmynd, vilja, hæfni, venjum, hlutverkum og umhverfi. Kiel- hofner leggur mikla áherslu á umhverfis- þáttinn í breiðum skilningi þ.e. nátttúruna, byggingamar, fólkið og viðfangsefnin. Iðju- þjálfar eiga að vera frumkvöðlar á þessu sviði og beita sér fyrir því að laga umhverfið að einstaklingnum ekki síður en að aðstoða hann við að laga sig að því. Iðjuþjálfinn þarf að hafa í huga að umhverfið getur ýmist stuðlað að breytingum og framför eða hindrað þær (Miller, 1993). „Occupational Science" eða vísindin um iðju mannsins eru ofarlega á baugi í iðju- þjálfun í dag. Fyrsti formaður Ameríska Iðjuþjálfafélagsins sagði árið 1919 að iðja væri eins lífsnauðsynleg og matur og drykk- ur og allir þörfnuðust bæði andlegrar og lík- amlegrar iðju sem þeir hefðu ánægju af. Þetta viðhorf var haft að engu upp úr 1940 þegar vísinda- og smættarhyggjan varð alls- ráðandi. Heildarsýn iðjuþjálfa, sem hafði gegnt miklu hlutverki í meðferð þar sem vinna, hvíld, leikur og tómstundaiðkun átti sinn sess, vék fyrir öðrum sjónarmiðum. Reilly og lærisveinar hennar lögðu svo sitt af mörkum milli 1960 og 1980 til að breyta þessum viðhorfum aftur og hefja iðju til vegs og virðingar á ný sem kjama iðjuþjálf- unar. Upp úr 1980 mælti Elizabeth J. Yerxa með því að iðjuþjálfun þróaði sín eigin grundvallarvísindi um mannlega iðju, svip- að og aðrar fræðigreinar eins og mannfræði sálarfræði og félagsfræði. Við háskólann í Suður Karólínu þróaðist nýtt fag til doktors- náms „Occupational Science". Fyrstu stúd- entarnir voru teknir inn árið 1989. Námið byggir á sömu hugmyndum og upphafs- menn stéttarinnar trúðu á og þeim hug- myndum sem þróuðust áfram í kenningum áðurnefndra iðjuþjálfa. Þessi vísindi snúast um athuganir á manninum sem starfandi veru, um það hvernig hann skilur tilgang

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.