Iðjuþjálfinn - 01.12.1996, Blaðsíða 7

Iðjuþjálfinn - 01.12.1996, Blaðsíða 7
5 lífsins með því að taka þátt í athöfnum sem hann velur sjálfur. Fiskveiðar, það að greiða sér og snyrta, borða og vefa er allt iðja, en það er mismunandi eftir menningarsamfé- lögum hvort og hvernig þessi iðja birtist. Fólk mótast af sínum daglegu störfum, af því sem það hefur fengist við um ævina: „being what they are doing, or becoming what they have done". Eftir að hafa lent i slysi eða fengið sjúkdóm þarf einstaklingur- inn að geta púslað saman lífi sínu aftur, þannig að það öðlist tilgang. Hvemig líf það verður eða getur orðið byggist meðal annars á atburðum og iðju úr fortíð þessa einstak- lings (Clark & Larson, 1993). Viðhorf til heilsu og veikinda - sögulegt yfirlit- Heilsa ogveikindi á ábyrgð einstaklingsins. í Hyppokratiskri og kínverskri læknisfræði voru veikindi talin hafa áhrif á heildará- stand mannsins og ástæða þeirra var talin skortur á jafnvægi huga, líkama, anda og umhverfis. Lélegt fæði, ónógur svefn, lítil hreyfing, upplausn í fjölskyldu eða félagsleg vandamál gátu valdið ójafnvæginu (Leon- ard, 1977). Fyrir miðja 18. öld var litið á heilsu sem órofa ferli er endurspeglaðist í þátttöku fólks í daglegum athöfnum og þjóðfélags- legri virkni. Veikindi aftur á móti voru álitin stafa af misræmi milli mannsins og um- hverfisins. Þar af leiðandi var álitið að bæði heilsa og veikindi væru á ábyrgð einstak- lingsins. Hlutverk læknisins var fyrst og fremst að hjálpa sjúklingnum og fjölskyldu hans í gegnum erfiða tíma og að hvetja fólk til að bera ábyrgð á atferli sínu og efla heils- una (Johnson, 1986). Heilsa og veikindi á ábyrgð samfélagsins. Sú trú að heilsa væri á ábyrgð einstaklings- ins breyttist á seinni hluta 19. aldar og á fyrri hluta þeirrar tuttugustu. Athyglin beindist að tengslum milli umhverfis og sjúkdóma og læknar og vísindamenn drógu þá álykt- un að flestir sjúkdómar stöfuðu af fátækt og óhreinindum. Með bættu hreinlæti, hreinu vatni, skólplögnum og bættum samgöngum þannig að ferskur matur barst til borganna, fækkaði smitsjúkdómum. Læknavísindum fleygði fram, bóluefni komu á markaðinn og þau ásamt öðrum lyfjum gegn bakteríu- og vírussjúkdómum fækkuðu sjúkdómstilfell- um enn frekar. (Johnson, 1993). Lfpp úr þessu þróaðist nýtt viðhorf til heilsufars og veikinda. Þar er litið svo á að heilsugæsla sé „RÉTTUR" frekar en á „ÁBYRGÐ" mannsins, ef líkaminn bilar eða brotnar geta læknavísindin „GERT VIÐ HANN" og ríkið eða tryggingarfélögin borga brúsann. Þannig er litið á manninn eins og vél og lítil áhersla er lögð á að við- halda eða auka hreysti og vellíðan (Johnson, 1993). Breyttir tímar. Tímabilið 1940-1980 var tími mikilla þjóðfélagsbreytinga. Þetta um- rót breytti atferli og lífsstíl manna gífurlega. Tóbaksnotkun, notkun annarra vímugjafa og lauslæti varð almennara og komst jafnvel í tísku. Önnur hegðun fylgdi í kjölfarið svo sem minni hreyfing, óhollusta í mat og drykk og léleg tannvernd. Oft voru ótryggar aðstæður á heimilum eða í öðru nánasta umhverfi. Þetta lífsmynstur sem einnig tengist velmegun í þjóðfélaginu birtist í því viðhorfi að maðurinn geti lítil áhrif haft á eigin heilsu. Fólk leit ekki á hegðun sína, til- finningar eða fjölskyldutengsl sem mögu- lega orsök sjúkdóma og því minnkaði ábyrgð einstaklingsins á eigin heilsu. (John- son, 1993). Álitið var að flestir sjúkdómar stöfuðu af erfðafræðilegum þáttum eða af völdum um- hverfisins. Læknar beindu í auknum mæli

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.