Iðjuþjálfinn - 01.12.1996, Blaðsíða 15

Iðjuþjálfinn - 01.12.1996, Blaðsíða 15
13 Velgjörðadýrið í öruggum höndum Valerie, Margrétar, Ingibjargar, Kristjönu og Sigrúnar. rjómaís í eftirrétt, fræddi ég hann um skað- semi ýmissa tegunda matar, drykkja, reyk- inga og hreyfingaleysis. Eftir fyrirlestrana mína fór ég svo í eftirrétt númer tvö hjá sex- menningunum: „cookies". Já, ég ætlaði sko aldeilis að frelsa íslendinga þegar heim kæmi með hollum mat og líferni og láta hjartað erfiða í 20 mínútur þrisvar sinnum í viku. Reyndar byrjaði ég að taka þátt í pallapúli með stelpunum en strax kom i ljós að mér tókst engan veginn að halda takti né púli. Ég hitti ekki á pallana svo ég varð bara að framkalla eigin fettur og brettur eftir tón- listinni. Það þótti ekki við hæfi og ég reynd- ist ekki efnileg, enda best að Palli sjái um sitt púl sjálfur. Námsverkefnin sem við tókumst á við voru í anda prófessors Maguire. Blqssunin sá til þess að námið fyllti alla okkar tiiveru og engin tími varð til að leika forvitna ferða- menn. Við höfðum farið með þeim ásetningi að hafa heimspeki iðuþjálfa í fyrirrúmi; að halda jafnvægi milli vinnu, tómstunda, hvíldar og svefns en tíminn reyndist bara ekki nægur. Nokkrum tókst þó að heim- sækja Rannveigu iðjuþjálfa, sem starfaði á Reykjalundi en nú í Sarasoda. Eftir 24 tíma orlof, sem þótti alllangt, komu stúlkurnar endurnærðar og sólbrúnar til baka. Rann- veig kom síðar í heimsókn til okkar í tengsl- um við þjóðhátíðardaginn, en náði litlu sambandi við námsmennina sem allir voru á

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.