Iðjuþjálfinn - 01.12.1996, Blaðsíða 25

Iðjuþjálfinn - 01.12.1996, Blaðsíða 25
23 dagsjúklingar á móttökudeildum eða eru á öðrum áfangadeildum spítalans. Gerðar eru auknar kröfur um mætingu. Krafist er þess að sjúklingar mæti að minnsta kosti mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Allir eiga að mæta á sama tíma á morgnana og unnið er markvisst eftir með- ferðarmarkmiðum hópmeðferðar. Hver starfsdagur byrjar á sameiginlegum hóp- fundi þar sem fjallað er um þau verk sem framundan eru þann daginn og hvert sé ábyrgðarsvið hvers og eins. í byrjun og lok hverrar viku eru markmið vikunnar rædd. Unnið er á verkstæðum við fyrirfram ákveð- in verkefni. Tvisvar í viku eru verkefni tengd afþreyingu en hin skiptin eru þau tengd framleiðslu af ýmsu tagi. Einnig verða þrennskonar hópar, félags- færnihópur, myndtjáningarhópur og mat- reiðsluhópur sem vinnur að sameiginlegri máltíð fyrir þá sjúklinga sem eru í dagdeild- ariðjuþjálfun. í hvert sinn er nýr sjúklingur kemur í iðjuþjálfunina verður leitast við að setja ákveðin markmið með þjálfuninni jafnframt því að gera sjúklinginn á einn eða annan hátt meðvitaðan um þann tíma sem þarf til að ná þessum markmiðum. Lokaorð Enn eru lausir endar í hinu nýja skipulagi sem trúlega skýrast ekki fyrr en við byrjum að vinna eftir því. Það er kannski óhætt að segja að þessar breytingar okkar iðjuþjálf- anna á Geðdeild Landspítalans við Eiríks- götu geri störf okkar áhugaverðari og skemmtilegri. Það að fá tækifæri til að prófa nýa meðferðartækni og vera treyst til að fylgja þeim eftir er ómetanleg reynsla sem á örugglega eftir að nýtast okkur vel. Framtíðin bíður okkar full af nýjum og spennandi verkefnum og hver veit nema að þessar breytingar verði upphafið að auknu samstarfi iðjuþjálfa við aðrar fagstéttir inn- an geðheilbrigðiskerfisins. Eftirlaldir aðilarhafa styrkt útkomu þessa tolublaðs Iðjuþjálfans og eru þeim færðar bestu þakkir Borvarskitnilav Reukiavtkur Borgartún 3 Gunnar Guðjonsson hf • Hafnarhustnu Lögfræðiþjónustan hf Verslunin 2001 • Hverfisgata 61-66 Engjateigur 9 Ljósmyndast. Péturs Péturssonar Hjálpartækjabankinn Laugavegi24 Hátún 12 Jón & Óskar • Laugavegi 61 Blómabúðin Hlíðarblóm Sigurður Björgvinsson • Lindargata 50 Miklubraut 68 Menntaskólinn í Reykjavík • Lækjargata Bón & frvottastöðin ehf Gunnar Guðni Leifsson • Óðinsgata 7 Sigtún 3 Reykjavtkurborg • Ráðhús Reykjavíkur Gjörvi hf • Grandagarður 18 Héðinn-Verslun • Seljaveg2 Ellingsen hf • Grandagarður 2

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.