Iðjuþjálfinn - 01.12.1996, Blaðsíða 12

Iðjuþjálfinn - 01.12.1996, Blaðsíða 12
10 Talið frá vinstri: Ingib jörg, Elín Ebba, Kristjana, Margrét, Valerie og Gunnhildur. gat í minni íbúð. Fyrsta kvöldið sprakk leiðsla í hitavatnstankinum svo úr skápnum rauk. Loftræstikerfið hætti aldrei að kæla, svo við hjónin þurftum að vakna til skiptis til að slökkva eða kveikja á kerfinu, til að frjósa ekki eða stikna í hel. Tveimur fyrstu ísskápunum var skipt út. Ég hafði verið að reyna að safna móðurmjólk í frystinn en gafst fljótt upp, því aldrei fraus neitt. Við vorum orðnir góðkunningar hjá viðhalds- deildinni og leit svo út á tímabili að við vær- um bara skemmdarvargar. Hjá stelpunum var einnig ýmislegt kynd- ugt. Þær urðu allar veikar m.a. í öndunar- færum nema Sigrún sem hafði verið á nám- skeiði fyrstu vikuna og því minnst verið heima í heilsuspillandi umhverfinu. Þær höfðu illan bifur á loftræstikerfinu svo þær bara slökktu á því en ég skildi aldrei hvern- ig þær gátu verið í mollunni. Á einum veggnum var gat sem síðar kom í ljós að var anddyri skriðkvikindis (boaconstrictor- kyrkislöngu) sem reyndist vera yfirgefið gæludýr fyrri íbúa. Einn morguninn heilsaði hann upp á Margréti í miðjum morgunverk- unum. Hún vissi ekki að hann væri gæludýr og þá ekki heldur hvernig hún ætti að um- gangast þennan sambýling. Hann reyndist þó mesta „prúðmenni" í samanburði við næsta sambúa. Það var hún Amanda Baker sem átti mömmu sem haldið hafði við John F. Kennedy og Fidel Castro. Snákurinn hafði verið hjóðlátur og kurteis og uppgötvaðist því ekki fyrr en stóru gati hafði verið lokað í vegg. Amanda var aftur á móti hávær og samkjaftaði ekki. Hún var í símanum allan

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.