Iðjuþjálfinn - 01.06.2001, Blaðsíða 12

Iðjuþjálfinn - 01.06.2001, Blaðsíða 12
Hlutverk íslendinga, gildi þeirra og hversu oft þeir gegna þeim Kristjana Fenger Tilgangur þessarar rannsóknar var að fá mynd af því hversu oft íslendingar gegna tíu hlut- verkum og hvert gildi þess er að vera virkur í þeim. Rannsóknin ttáði til 149 íslendinga, 18 til 75 ára, semfengust með tilviljunarúrtaki úr þjóðskrá. Spumingalisti Oakley (1984) um hlutverk var aðlagaður að rannsókninni og póstsendur. Þar var spurt um tíðni þátttak- enda i tíu hlutverkum og gildi þeirra í fortíð, nútíð og framtíð. Hlutverkin voru: Nemandi, starfsmaður, sjálfboðaliði, umannandi, heim- ilishaldari, vinur, fjölskyldtimeðlimur, þátt- takandi í tniarstarfi, þátttakandi í tómstundastarfi og þátttakandi t félagsstarfi, attk þess sem fólki var gefinn kostur á að gefa ttpp annað hlutverk. Hlutfallsreikningur, meðaltöl og staðalfrávik lýstu tíðni í hlut- verkttm og gildi þeirra. Niðurstöður bentu til þess að hlutfallslega flestir gegndu hlut- verkttm starfsmanns, fjölskyldumeðlims og heimilishaldara mjög oft eða daglega og þessttm söntu hlutverkum var að meðaltali gegnt hvað oftast. Ef gildi er skoðað, fannst hlutfallslega flestum virkni í hlutverki starfsmanns, fjölskyldttnteðlims og umann- anda skipta frekar mikltt eða mjög miklu ntáli. Þetta vortt einnig þatt hlutverk sem höfðtt mest gildi að meðaltali. Þannig fara tíðni og gildi að nokkrtt leyti saman ett ekki ölltt. • Lykilhugtök: Lýsandi rannsókn, íslenskt samfélag, iðja, iðjuþjálfun. Iðjuþjálfar efla skjólstæðinga sína til iðju í ýmsum hlut- verkum. Þau mótast af félagslegu umhverfi og því eru væntingar um að gegna ákveðnum hlutverk- um og að sýna ákveðna hegðun í sérhverju þeirra menningarbundnar og hafa ákveðinn staðal (Kielhofner, 1995, Sabina og Allen, 1968). Vænta má þess að iðjuþjálfar sem þekkja til þess hvaða hlutverkum er mest gegnt í samfélaginu og hvaða gildi það hefur að gegna þeim séu betur í stakk búnir til að mæta skjólstæðingum sínum á þeirra for- sendum og efla þá til virkni í þeim hlut- verkum sem þeim eru mikilvæg. Markmið þessarar rannsóknar var að fá mynd af því hvaða hlutverkum Islendingar gegna mest bæði hlutfallslega og eins hve oft að meðaltali, einnig að fá mynd af því hve mikilvæg virkni í hlutverkunum var þeim, bæði hlutfallsleg dreifing gildis og meðaltal. Tvær rannsóknar- spurningar voru settar fram. • Hver er tíðni Islendinga í tíu hlutverkum, þ.e. nemanda, starfsmanns, sjálfboðaliða, um- annanda, heimilishaldara, vinar, fjölskyldu- meðlims, þátttakanda í trúarstarfi, þátttakanda í tómstundastarfi og þátttakanda í félagsstarfi? • Hvaða gildi hafa þessi tíu hlutverk fyrir Islendinga? Hugmyndafræði könnunarinnar Iðjuþjálfar byggja starf sitt og rannsóknir á hugmyndafræði fagsins. Líkanið um iðju mannsins (Kielhofner, 1995) var valið sem . starfsumgjörð þessarar rannsóknar þar sem hlutverk og gildi eru tvö af meginhugtökum þess. Líkanið skilgreinir hlutverk sem sterka innri vitund um félagslega stöðu eða ímynd og tilheyrandi skyldur. Vegna þessarar vitundar bregst maður við og hegðar sér á viðeigandi hátt miðað við aðstæður (Kielhofner, 1995). Tíðni í hlutverkum eru þau skipti á dag, viku, mánuði eða á ári sem einstaklingur gegnir eða iðjar í tilteknu hlutverki. Gildi eru talin hafa áhrif á val, trú og fylgni við málstað. Allt frá æsku á fólk í samskiptum innan menningar þar sem ákveðin gildi ríkja. Þessi gildi segja til um hvað er gott, rétt og mikilvægt og þjóna þeim tilgangi að leiða gjörðir mannanna. Sterkar tilfinningar tengjast gildum fólks og upplifun þess af umhverfinu. Ef fólk hegðar sér gegn eigin gildum, þá finnur það fyrir sektarkennd og finnst að því hafi mistekist. Á sama hátt dæmir það gjörðir annarra (Kielhofner og Forsyth, 1997). Mat á hlutverkum - Hlutverkalistinn Um leið og hugtakið hlutverk fékk aukið gildi innan iðjuþjálfunarfræða lögðu sumir hug- myndasmiðir meðal iðjuþjálfa til flokkunar- fræði um efnið (Reilly, 1969, Kielhofner og 12 IÐJUÞJÁLFINN 1/2001

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.