Iðjuþjálfinn - 01.06.2001, Blaðsíða 33

Iðjuþjálfinn - 01.06.2001, Blaðsíða 33
ausir um launin sín? Það sem BHM félögum hefur verið boðið af hálfu SNR er 6,9% hækkun við undirritun samnings og einhverjar árlegar hækkanir á samningstímabilinu sem yrði til loka nóvem- ber 2004. Lítið sem ekkert hefur verið hægt að ræða um okkar helstu kröfur, viðkvæðið er að þetta sé það sem í boði er og svona ætli SNR að semja. Önnur félög hafa lagt ómælda vinnu Þú hefur möguleika á að hafa áhrif á eigin laun með því að taka þátt í starfi kjara- nefndar. í að hnika til orðalagi í ákvæðum sem fjalla um stofnanaþátt samningsins. Sú vinna hefur skilað einhverju en ekki nógu miklu til að full- tryggt sé að á hann sé litið sem eðlilegan hluta samningsins og því beri að endurskoða hann reglulega. Við upphaf þessarar samningslotu var látið í veðri vaka að stofnanasamningarnir (aðlögunarsamningarnir) væru ekki til um- ræðu, þeir ættu að standa óbreyttir. Ekki voru uppi áform af hálfu ríkisins um að endurskoða þá. Frá sjónarhóli okkar kom það ekki til greina, enda mjög mismunandi hversu vel þeir hafa reynst. Þetta var ný leið sem enginn hafði áður farið og hafa því ýmsir vankantar komið í ljós, sem mikilvægt er að sníða af hið fyrsta. Því má segja að þessi þáttur sé það sem tefur undir- ritun samningsins þar sem laun iðjuþjálfa eru tiltölulega strípuð. Við sækjum ekki aura í ákvæði um vaktavinnuálag og annað í þá veruna. Það má lengi deila um hvort þarna sé um viðunandi tilboð að ræða enda mikilvægt að horfa á þetta í víðara samhengi. Mikilvæg- ast er jú hvað við fáum mikið fyrir krónurnar en ekki hve margar þær eru. Viðsemjendur okkar bera við þeim samningum sem búið er að gera á almenna markaðinum og þannig má segja að við séum bundin á klafa Flóabanda- lagsins. Tíðir samráðsfundir eru meðal BHM- félaga, auk þess sem kjaranefnd hefur orðið að hittast reglulega á milli funda til að undirbúa næstu lotu og til að stappa í okkur stálinu. Þessi vinna er að mörgu leyti skemmtileg áskorun og mikilvægt að láta ekki tapaðar smáorrustur setja sig út af laginu. Kjarabætur koma ekki af sjálfu sér. Kjarabætur koma ekki af sjálfu sér Eins og allir vita var aðalfundur félagsins haldinn þann 10. mars síðast liðinn. í kjara- nefnd voru þrír félagsmenn sem allar ætla að hætta eftir margra ára vinnu í nefndinni. Þrír félagsmenn gáfu kost á sér til starfa í nefnd- inni. Tveir eru í Reykjavík og einn er á Akur- eyri. Enn vantar því fjóra nefndarmenn í kjara- nefnd. IÞI getur ekki neytt félagsmenn í nefndir, né þvingað núverandi nefndarmenn sem hafa unnið fyrir félagið í mörg ár til að halda því áfram. Þeir ætla ekki að draga sig alveg út úr nefndinni fyrr en yfirstandandi samningar eru í höfn, síðan verður nýja nefndin að taka við. Nýja nefndin er hinsvegar óstarfhæf vegna manneklu og getur vinna við endurskoðun stofnanaþáttar samningsins dregist af þeim sökum. Ekki svo að skilja að það sé alfarið í höndum kjaranefndar að sjá um þann þátt, heldur kemur hún að þeim málum með beinum eða óbeinum hætti. Við sem nýjar erum í kjaranefnd höfum sótt um styrk til Fræðslusjóðs IÞÍ til að standa fyrir námskeiði nú í haust. Markmiðið með því er að fá „hraðnámskeið" í samningatækni og því sem mikilvægast er að vita við gerð samninga. Þetta mun þannig nýtast okkur í kjaranefndarstarfinu en einnig almennt í starfi okkar sem iðjuþjálfar. Þess vegna spyrjum við þig ágæti félagsmað- ur: • ert þú ánægður með launin þín? • stendur þér á sama um launin? Þú hefur möguleika á að hafa áhrif á eigin laun með því að taka þátt í starfi kjaranefndar. Það er mikilvægt að ný kjaranefnd verði sem fyrst fullmönnuð. Breyttu því viðhorfi þínu og spurðu sjálfan þig hvað þú getur gert fyrir félagið í stað þess hvað félagið geti gert fyrir Þig- HSS/RH/SKG/VMJ IÐJUÞJÁLFINN 1/2001 33

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.