Iðjuþjálfinn - 01.06.2001, Blaðsíða 19

Iðjuþjálfinn - 01.06.2001, Blaðsíða 19
hátt undir höfði, það er að segja að gera eitthvað í hlutverki fjölskyldumeðlims hefur sama vægi og að gera eitthvað sem þátttakandi í félagsstarfi. Það mætti end- urskoða hlutverkalistann í ljósi íslenskra heimilda og þessarar rannsóknar. Það mætti hugsa sér þrjú svið hlutverka: fjöl- skylduhlutverk, starfshlutverk og frí- stundahlutverk. Það er í anda félagsvís- inda sem eru með þrjá flokka hlutverka, fjölskyldu, starfs og persónuleg-kyn- bundin hlutverk. Hægt væri að hugsa sér mismunandi undirhlutverk. Vinna við hönnun hlutverkalista fyrir íslenskt sam- félag krefst þó mikillar vinnu. Rannsókn sem þessi kveikir fleiri spurningar en hún svarar. Hvaða hegðun er ætlast til að fólk sýni í hinum ólíku hlutverkum? Er munur á gildi hlutverka hjá körlum og konum? Er munur á milli aldurshópa? Er munur á fólki eftir bú- setu? Ef hlutverkin sem tengjast félags- starfi, tómstundastarfi og trúarstarfi eru skoðuð sem heild, hver verður tíðnin þá og gildið? í rannsóknargögnunum má finna svar við sumum þessara spurninga og enn fleirum, og bíður það betri tíma að fjalla um þau. Iðjuþjálfar á Islandi þurfa að auka þekkingu sína á hlutverkum í íslensku samfélagi, hvernig fólk gegnir þeim og hvaða gildi þau hafa hjá hinum ýmsu hópum samfélagsins. Umhverfið bæði kallar á og hindrar ákveðna hlutverka- bundna hegðun. Þakkir Eftirtöldum aðilum eru færðar þakkir fyrir fjárhagslegan stuðning við vinnslu þessarar rannsóknar: Geðverndarfélagi Íslands-Minningarsjóði Ólafíu Jónsdótt- ur, Iðjuþjálfafélagi Islands, Landssam- bandi hjartasjúklinga og Sjóði Odds Ólafssonar. í. viðauki: Skilgreiningar hlutverka: Nemandi „að sækja skóla í fullu eða hluta námi", starfsmaður „að stunda hluta- eða fullt starf á launum" starfs- maður „að stunda hlutastarf eða fullt starf á launum" sjálfboðaliði „að veita a.m.k. einu sinni í viku sjúkrahúsi, skóla, samfélagi, stjórnmálabaráttu eða öðrum, þjónustu án gjaldtöku" umannandi „að bera ábyrgð á umönnun annarra svo sem barns, maka, ættingja eða vinar, a.m.k. einu sinni í viku" heimilishaldari „að bera ábyrgð á heimilishaldi svo sem þrif- um eða garðvinnu" vinur „sá sem eyðir tíma sínum eða gerir eitthvað með vini að minnsta kosti einu sinni í viku" fjöl- skyldumeðlimur „sá sem eyðir tíma með eða gerir eitthvað með fjölskyldumeðlimi svo sem barni, maka, foreldri eða öðrum ættingjum að minnsta kosti einu sinni í viku" þátttakandi í trúarstarfi „sá sem tekur þátt í safnaðarstarfi sem tengjast trú hans (fyrir utan bænahald í einrúmi) að minnsta kosti einu sinni f viku" þátttakandi í tómstundastarfi „sá sem tekur þátt í tómstundaiðju eða áhuga- mennsku, til dæmis handíðum, myndlist, tónlist, íþróttum eða óformlegum klúbb- um" þátttakandi í félagsstarfi „sá sem tekur þátt í félagastarfi svo sem samtök- um fyrrum hermanna (í Bandaríkjunum *innskot höfundar), alþjóðlegum sam- tökum kvenna, félagi einstæðra foreldra, þyngdarvörðum o.s.frv. að minnsta kosti einu sinni í viku" 2. viðauki: Skilgreining tíða Nútíð er dagurinn í dag og síðast liðin vika, fortíð er tíminn þar á undan framtíð er dagurinn á morgun og tíminn þar á eftir. Summary The aim of this study was to picture the frequency of performance in ten roles and the value of it. The roles were stu- dent, worker, volunteer, caregiver, home maintainer, friend, family member, reli- gious participant, hobbyist/amateur, participant in organizations. The instru- ment used, the The Role Checklist (Oak- ley, 1984), was adapted to this study. A random sample of 149 Icelandic subjects, with an age range of 18 to 75 years, was surveyed about the frequency and value of role performance in the ten occupa- tional roles over time. Results indicate that the most frequently performed roles were: worker, family member and home maintainer. The most valued roles were family member, worker and caregive. Höfundur er iðjuþjálfi MS, lektor í iðjuþjálfun við heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri Heimildaskrá: Barris, R., Oakley, F. og Kielhofner, G. (1988). The Role Checklist. í B. Hempill (Ritstj.). Mental Health Assessments in Occupationnl Therapy (bls.75-91). Tho- rofare, NJ: Slack. Björn Björnsson og Pétur Pétursson (1990). Trúarlíf íslendinga. Reykjavík: Háskóli íslands. Christiansen, C. H. og Baum, C. M. (1997). Person-Environment Occupa- tional Performance. í C. H. Chris- tiansen og C. M. Baum (Ritstj.) Occupa- tional Therapy Enabling, Function and Well-Being. (2.útg. bls. 46-71). Thoro- fare, NJ: SLACK Incorporated. Dickerson (1999). The Role Checklist. í B.J. Hemphill-Pearson (Ritstj.), Mental Health Assessment in Occupational Thera- py: An Integrated Approach (2.útg.). Tho- rofare NJ: Slack Incorporated. Friðrik H. Jónsson og Stefán Ólafsson (1991). Lífsskoðun í nútíma þjóðfélögum. Reykjavík: Félagsvísindastofnun. Hagstofa íslands (1997). Landshagir. Reykjavík: Höfundur. Hagstofa íslands (1998). Landshagir Reyk- javík: Höfundur. Hagstofa íslands (2000). Landshagir. Reykjavík: Höfundur. rTI T ríðirnar þrjár Fortíð Nútíð Framtíð M M M M Fjölskyldumeðlimur 4.46 4.16 4.53 4.69 Starfsmaður 4.12 3.99 4.14 4.24 Umannandi 4.07 3.75 4.11 4.34 Vinur 4.04 4.17 3.95 4.01 Nemandi 3.75 3.77 3.72 3.75 Heimilishaldari 3.67 3.27 3.80 3.93 Þátttakandi í tómstundaiðju 3.40 3.49 3.31 3.41 Þátttakandi í félagsstarfi 2.56 2.61 2.45 2.62 Sjálfboðaliði 2.55 2.61 2.43 2.60 Þátttakandi í trúarstarfi 2.12 1.97 2.12 2.26 Kvarði. 1 = Hefur ekkert gildi, 2 = Hefur frekar lítið gildi, 3 = Hefur í meðallagi gildi, 4 = Hefur frekar mikið gildi, 5 = Hefur nijög mikið gildi. 4. tafla: Gildi í hlutverkum. Meöaltal þess hve mikla þýðingu þaö haföi að stunda þá iðju sem hlutverkinu fyigdi í fortíð, nútíð og framtíð og meðaltal tíðanna (N = 149) IÐJUÞJÁLFINN 1/2001 ± g

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.