Iðjuþjálfinn - 01.06.2001, Blaðsíða 23

Iðjuþjálfinn - 01.06.2001, Blaðsíða 23
þeirra sem þjónustuna þurfa. Þess vegna er mikilvægt að gera þessum aldurshópi kleift að vera eins sjálfráður og sjálf- stæður og hann kýs sjálfur. Aldraðir búa oft við viðkvæmt jafn- vægi milli færniröskunar og sjálfstæðis. Til að viðhalda jafnvægi er þörf á stuðn- ingi umsjáraðila og virðingu þeirra fyrir þörfum hinna öldruðu fyrir að geta stjórnað lífi sínu sjálfir. Viðhorf eru mannleg eigindi sem hafa áhrif á fram- komu og samskipti fólks. Upplýsingar um viðhorf þessa aldurshóps til sjálf- ræðis og forræðis í tengslum við umönnun aldraðra kann því að veita vísbendingar um það hvernig iðju- þjálfar og aðrar heilbrigðisstéttir geta best stutt sjálfræði í vinnu sinni með öldruðum. Aldraðir á íslandi íslenska þjóðin er að eldast. Á árunum 1994 og 1995 samanlagt voru ævilíkur íslenskra karla 76,5 ár og ævilíkur íslenskra kvenna 80,6 ár (Counsil of Europe, 1996). Frá árinu 1985 hefur íbúa- tala landsins vaxið um 10.4% eða um 0,99% á ári. Fjöldi í aldurshópnum 65 ára og eldri jókst úr 10,2 í 11,2% af heildar- fjölda þjóðarinnar og á undanfömum áratug hefur fjöldi háaldraðra (85 ára og eldri) aukist um 23% (Counsil of Europe, 1996). Fyrsta desember 1997 voru íslend- ingar alls 272.064. Fjöldi fólks eldra en 65 ára var alls 31.612 eða 11,62% þjóðar- innar, þar af bjuggu 19.374 (61,23%) á Stór-Reykjavíkursvæðinu (Hagstofa ís- lands, 1998). Áætlað er að árið 2020 verði hlutfall fólks 65 ára og eldra orðið 15,3% þjóðarinnar og um 19% árið 2030. Mann- fjöldaspá gerir ráð fyrir mestri aukningu í hópi háaldraðra, sem verður orðinn 3,4% þjóðarinnar árið 2020 og 4,3% árið 2030 (Hagstofa íslands, 1997). Fjölskyldan og umönnun aldraðra Á undanfömum áratugum hafa fjöl- skyldugerð, fjölskyldutengsl, breytingar á gagnvirkni innan fjölskyldna og land- fræðileg dreifing fólks tekið talsverðum breytingum á vesturlöndum. Þessar breytingar hafa óhjákvæmilega haft áhrif á stuðning og tengsl milli kynslóðanna og þar með á umönnun lasburða ein- staklinga af hálfu fjölskyldunnar (Silver- stein og Litwak, 1993; Wolfson og félag- ar, 1993). ísland er þar engin undantekn- ing. Frá því um miðja öldina hafa orðið miklar breytingar á búsetuháttum þjóð- arinnar og þar með á landfræðilegri dreifingu eldra fólks sem hefur í æ ríkara mæli flust í þéttbýli. Fólk hefur einkum flust til Stór-Reykjavíkursvæðisins þar sem mestur kostur gefst á formlegri og óformlegri þjónustu. Annað sem ýtir undir flutning eldra fólks til þéttbýlisins er meiri og betri nánd við uppkomin börn þeirra sem einnig hafa flust í þétt- Aukin atvinnuþátttaka kvenna er ein áhrifamesta breyting á fjölskylduhögum sem aftur hefur haft áhrif á umönnun aldraðra í nútímaþjóðfélagi. Rannsóknir hafa sýnt fram á að meirihluti þeirra sem annast aldraða eru konur sem jafnframt umsjárhlutverki hafa öðrum hlutverkum að gegna, svo sem að vera mæður, eiginkonur og starfsmenn. býlið vegna aukinna tækifæra til mennt- unar og atvinnu. Fjölskyldutengsl og gagnvirkni er eldri kynslóðinni mikil- væg. Af þessu leiðir að eldra fólk er hlut- fallslega fleira á þéttbýlissvæðum (eink- um Reykjavíkursvæðinu) en það er í heildarfjölda þjóðarinnar. Þetta á sérstak- lega við um háaldraða. Aukin atvinnuþátttaka kvertna er ein áhrifamesta breyting á fjölskylduhögum sem aftur hefur haft áhrif á umönnun aldraðra í nútímaþjóðfélagi. Rannsóknir hafa sýnt fram á að meirihluti þeirra sem annast aldraða eru konur (Himes, 1994) sem jafnframt umsjárhlutverki hafa öðr- um hlutverkum að gegna svo sem að vera mæður, eiginkonur og starfsmenn. I rannsókn Himes (1994) kom fram að meira en helmingur kvenna sem eiga fullorðið foreldri geti búist við að vera í umsjárhlutverki í komandi framtíð, einn- ig að almennt aukin lífslengd muni auka hlutfall þeirra sem munu þurfa að taka á sig slíkt hlutverk í framtíðinni. Uppsöfn- uð streita í hlutverkum þessara kvenna getur dregið úr andlegri vellíðan þeirra og haft gagnverkandi áhrif milli hlut- verka t.d. milli eiginkonu,- móður- eða starfsmannshlutverks við hlutverk um- sjáraðilans, og á sama máta getur upp- söfnuð jákvæð reynsla gert þeim gott. (Stephens og félagar, 1994; Stephens og Franks, 1995). Álag við umönnun reynist fólki þó misjafnt, allt eftir tengslum milli umsjár- aðila og umsjárþegans, fjölskyldugildum og tjáskiptum innan fjölskyldna. Einnig hafa búsetuhættir beggja aðila áhrif þar á (Silverstein og Litwak, 1993), svo og áhrif umsjárinnar á atvinnuþátttöku umsjár- aðilans (Stone og Short, 1990). í niður- stöðum rannsóknar sinnar á áhrifum um- sjár aldraðra á atvinnuþátttöku nefna Stone og Short (1990) meðal annars að líklegra sé að yngri, velmenntaðar konur sem jafnframt hafi umsjárhlutverki að gegna, kjósi að stunda atvinnu sína áfram og þiggja formlega aðstoð fremur en að draga úr eða hætta að vinna. Einnig að þær konur sem hafi minni menntun og hafi því ef til vill ekki eins miklu að tapa hvað snertir fjárhag og starfsframa, hafi frekar tilhneigingu til að miða atvinnuþátttöku sína út frá ábyrgðinni sem fylgir umönnun hins aldraða (Stone og Short, 1990). Mögu- leikar á utanaðkomandi aðstoð við umsjá hins aldraða hefur aukist bæði að umfangi og fjölbreytni víðast hvar í hinum vestræna heimi í takt við breyt- ingar á fjölskylduhögum. En þrátt fyrir aukna framlegð hins opinbera í umönn- un aldraðra kemur slík þjónusta aldrei í stað tilfinningalegra tengsla, aðstoðar og þess andlega stuðnings sem fjölskyldan ein getur veitt. Áhrif menningar á sjálfræðisviðhorf aldraðra Umhverfi og aðstæður móta viðhorf fólks. íslendingar eru eyþjóð sem býr norður undir heimskautsbaug nyrst í Atlantshafinu. Island var numið af norrænum mönnum sem stofnuðu hér þjóðveldi árið 930. Þjóðveldið óx og dafn- aði og með því blómstrandi menningarlíf sem byggðist á lögum og gildum sem landnemarnir höfðu haft með sér til nýja landsins. Þessum gildum er vel lýst í fornsögum íslendinga og eru jafn sterk í þjóðarvitund nútíma-íslendingsins og var á þjóðveldisöld. I dag búa Islendingar í þjóðfélagi sem einkennist af einstaklingshyggju. Þeir búa í samfélagi án stéttaskiptingar, þar sem þegnarnir líta á sig sem jafningja og telja það rétt sinn að vera virtir fyrir eiginleika sína og manngildi. Þessi ein- staklingshyggja einkennist af jöfnum hlutföllum af frelsi og jafnræði sem þjóðin hefur tekið í arf gegnum marga ættliði og er ólíkt einkennum flestra ann- arra þjóða, þar sem frelsið vegur oftast IÐJUÞJÁLFINN 1/2001 23

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.