Iðjuþjálfinn - 01.06.2001, Blaðsíða 22

Iðjuþjálfinn - 01.06.2001, Blaðsíða 22
Viðhorf aldraðra á Stór-Reykjavíkur- svæðinu til sjálfræðis og forræðis í tengslum við umönnun aldraðra Ingibjörg S. ÁSGEIRSDÓTTIR • Inngangur: Með fjölgun aldraðra og aukningu á kostnaði innan heilbrigðis- kerfisins munu málefni er snerta sjálfstæði og sjálfræði hafa áhrif á umönnun aldraðra í æ ríkara mæli. Sífellt styttri sjúkrahúss- dvöl og styttri tími til endurhæfingar aldraðra innan stofnana eykur þörfina fyrir iðjuþjálfun á göngu- og dagdeildum. Þörf fyrir heimatengda endurhæfingu færist í aukana og þörf fyrir aðra íhlutun iðjuþjálfa á heimilum skjólstæðinga mun aukast að sama skapi. Viðhorf hafa áhrif á framkomu og samskipti fólks. Því er mikilvægt að öðlast innsýn í viðhorf aldraðra gagnvart umönnun þeirra aldurshóps og leita vís- bendinga um það hvernig best má styðja aldraða í aðstæðum er snerta umönnun þeirra og sjálfstæði. Þá verða iðjuþjálfar betur búnir undir það að styðja aldraða skjólstæðinga sína við að hafa stjórn á aðstæðum sínum, hlutverkum og iðju á þann hátt sem hver og einn kýs. Rann- sóknin var gerð undir handleiðslu Gail Ann Hills, PhD., prófessors í iðjuþjálfun við Florida Intemational University í Bandaríkjunum. Hún hefur undanfarin ár staðið fyrir svipuðum rannsóknum bæði í Bandaríkjunum og Astralíu. • Efniviður og aðferðir: 57 manna þæginda- úrtak aldraðra, 65 -85 ára sem bjó utan stofnana svaraði spurningum um sjálfræði og forræði við mismunandi aðstæður er tengjast umönnun aldraðra, þ.e. heilsufari, fjármálum, eigin umsjá og andlegri hæfni. Einnig voru borin saman viðhorf hóps fólks sem bjó í heimahúsum og viðhorf hóps fólks sem bjó í íbúðum fyrir aldraða. Tveir spurningalistar voru lagðir fyrir þátttakendur, annar mældi virðingu fyrir sjálfræði en hinn viðhorf til forræðis í tengslum við aðstæður í samskiptum aldraðs foreldris og uppkomins barns. Spurningalistarnir voru upprunalega þróaðir í Bandaríkjunum en þýddir á íslensku fyrir þessa rannsókn. Viðhorfin voru mæld á Likert kvarða. Notuð voru meðaltöl, staðalfrávik og prósentur til að lýsa viðhorfum aldraðra til sjálfræðis og forræðis. T-próf og kí kvaðratar voru notaðir til marktækniprófana m.a. milli viðhorfa hóps aldraðra sem bjó í heima- húsum og hóps sem bjó í íbúðum fyrir aldraða. Einnig í samanburði hópsins alls við hóp bandarískra aldraðra. Marktækni var náð þegar p-gildi var jafnt eða minna en 0,05. • Niðurstöður: Svarendur sýndu mikinn stuðning við sjálfræði í öllum aðstæðum (M=119,71), mest við skipt sjálfræði (M=70,71). Þeir voru óákveðnari gagnvart forræði (M=102,58) í tengslum við umönn- un aldraðra. Heimabúandi sýndu marktækt meiri stuðning við sjálfræði en íbúar þjónustuíbúða og íbúða aldraðra. Enginn marktækur munur var á viðhorfum hópanna til forræðis. Konurnar studdu sjálfræði sterkar en karlar sem voru hallari undir forræðið. Islenska úrtakið sýndi marktækt sterkari stuðning við sjálfræði en bandarískt viðmiðunarúrtak. • Alyktun: Athygli vekur að þetta úrtak aldraðra kýs skipt sjálfræði við ákvarðana- töku fremur en óskipt sjálfræði, þar sem hinn aldraði tekur sjálfstæða ákvörðun varðandi umönnun. Því má ætla að þessi hópur aldraðra muni leita eftir stuðningi og þátttöku umsjáraðila sinna t.d. með sameiginlegri ákvarðanatöku, komist þau í svipaðar aðstæður er tengjast heilsufari, fjármálum, daglegu lífi eða andlegu atgervi. Færniröskun getur haft í för með sér skert sjálfræði eða að fólki finnist að það fái ekki að ráða sér sjálft. Aukin þjónustu- þörf hefur áhrif á lífshætti fólks, á vellíðan þeirra sem þurfa á þjónustu að halda og á val þeirra á lífsstíl. Mikill hluti neytenda heil- brigðiskerfisins er eldra fólk, ekki aðeins inni á stofnunum heldur einnig úti í samfélaginu. Legudögum inni á stofnunum hefur fækkað og stjórnvöld stefna að aukinni þjónustu við skjólstæðinga úti í samfélaginu, ýmist á dag- og göngudeildum eða jafnvel inni á heimilum 22 IÐJUÞJÁLFINN 1/2001

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.