Iðjuþjálfinn - 01.06.2001, Blaðsíða 29

Iðjuþjálfinn - 01.06.2001, Blaðsíða 29
innan hennar. Ennfremur vaknar spurn- ing um áhrif íslenskrar menningar al- mennt á sjálfræðisviðhorf þjóðarinnar. Þetta úrtak eldri borgara af Stór-Reykja- víkursvæðinu er of lítið til að niður- stöðurnar geti átt við aðra en þá sem hér er um rætt. Umræða Þegar þessi rannsókn var undirbúin var gengið að því sem vísu að íslenskir eldri borgarar aðhylltust sjálfræði í ríkum mæli. Var það gert með skírskotun til sögu og menningar íslensku þjóðarinnar ásamt því að í heimildum kemur fram að íslendingar leggja frelsi og jafnræði að jöfnu (Stefán Ólafsson, 1985). í ljós kom að hinir 57 öldruðu þátttakendur af Stór- Reykjavíkursvæðinu sýndu almennt mikinn stuðning við sjálfræði við allar aðstæður í umönnun aldraðra. Mestur stuðningur reyndist þó við skipt sjálf- ræði, með áherslu á sameiginlega ákvarðanatöku aldraðs foreldris og upp- komins barns. Viðhorf þeirra til forræðis voru öllu hlutlausari. Skýringar á ofannefndum niðurstöðum varðandi viðhorf hópsins, einkum á niðurstöðum um skipt sjálfræði, kunna að byggjast á því að flestir svarendur voru eldri konur, húsmæður, ýmist í hjú- skap eða ekkjur sem áður voru vanar að ræða og taka ákvarðanir með maka sínum. Sameiginleg ákvarðanataka er þeim því engin ógnun heldur venja. Þá eru fjölskyldubönd og tíð samskipti inn- an fjölskyldna enn sterkur þáttur í íslenskri menningu, með gagnvirkum stuðningi og samkennd. Vera má að öldruðum íslendingum finnist íhlutun fjölskyldunnar og þá einkum uppkom- inna barna sinna í ákvarðanatöku ekki vera ógnun við sjálfræði sitt, heldur hneigist til og jafnvel búist við íhlutun sem eðlilegum stuðningi og gagnkvæm- um greiða. Þarna virðist því vera örmjó lína milli skipts sjálfræðis, þar sem m.a. er innifalin sameiginleg ákvarðanataka, og þess að ákvörðunin verði tekin frá hinum aldraða á forræðislegan eða ger- ræðislegan hátt. Því er nauðsynlégt á að vera vakandi í samskiptum við aldraða, ekki síst þá er búa við heilsubrest af einhverju tagi. Marktækur munur kom í ljós milli við- horfa tveggja hópa aldraðra: Aldraðir í heimahúsum sýndu meiri stuðning bæði við sjálfræði og forræði samanborið við hóp íbúa í íbúðum aldraðra. Það sem vekur athygli er að marktækni var mest við aðstæður þar sem lægsta færnistigi er lýst og vitræn hæfni farin að þverra. Þetta gæti bent til þess að heimabúandi svarendur muni síst fella sig við íhlutun annarra í ákvarðanatöku við aðstæður þar sem viðkomandi er andlega vanhæf- ur. Hugsanlega gæti slík afstaða valdið vandræðum við umsjá andlega skertra einstaklinga, jafnvel ýtt undir það að andlega vanhæfir einstaklingar haldi sjálfstæðri búsetu of lengi sem svo aftur gætu leitt af sér heilsufarsvanda, öryggis- vandamál eða fjárhagsörðugleika sem erfitt yrði að ráða bót á. Vera kann að þessir heimabúandi einstaklingar óttist að lenda í aðstæðum sem þessum, að- stæðum sem að sönnu eru ógnvekjandi og vilji láta virða sig sem einstaklinga og jafningja, jafnvel þótt hann eða hún væru orðin ófær um þátttöku í ákvarðanatöku á jafnræðisgrundvelli. Hvað snertir um- sjá í mismunandi heilsufarsaðstæðum má líka spyrja sig þess hversu mikla aðstoð aldraðir myndu þiggja inn á heimili sitt við alvarlega líkamlega fötlun áður en kæmi til þess að velja vistheimili eða hjúkrunarheimili. Margir aldraðir hafa á orði að þeir vilji ekki verða fjölskyldunni til byrði. Möguleg skýring á því viðhorfi gæti legið í ójafnvægi í gagnvirkni sem kynni að verða innan fjölskyldunnar við slíkar aðstæður eða við þá tilfinningu umsjárþegans að geta ekki lengur gert öðrum gagnkvæman greiða eða gefa „gjafir" innan fjölskyldunnar. Hægt er að spyrja ýmissa spurninga um það hver sé skilningur fólks á gagnvirkni innan fjöl- skyldu. Hvar endar gagnvirknin og hvar tekur umönnun við í íslenskum fjölskyld- um? Leiða má líkum að því að sú staðreynd að heimabúandi þátttakendur þessa úrtaks eru yngri en þeir sem búa í íbúð- um fyrir aldraða/þjónustuíbúðum og það að fleiri þeirra eru útivinnandi og við betri heilsu og fjárhagsstöðu, hafi áhrif á viðhorf þeirra til sjálfræðis í tengslum við umönnun aldraðra. En þær líkur væru þá m.a. í anda þeirrar tilgátu Cicirellis (1989) að með hækkandi aldri muni maður geta séð aukningu á stuðningi fólks við forræðishyggju. Slíkt yrði að kanna með tilliti til íslenskra aðstæðna. I þessari rannsókn sýndu konur sjálf- ræðinu meiri stuðning en karlarnir, sem aftur á móti hölluðust ögn að forræði í samanburði við konurnar. Fólk í hjúskap eða sambúð studdi sjálfræði fremur en þeir sem bjuggu einir. íslenska úrtakið studdi sjálfræði sterk- ar en bandarískt viðmiðunarúrtak Cicirellis. Þetta kann að stafa af stærðar- mun úrtakanna, þar sem bandaríska úrtakið var 81 svarandi eða vegna aðeins lægri meðalaldurs íslenska úrtaksins eða þá vegna sterkra menningarlegra áhrifa varðandi sjálfræði, sjálfstæði og jafnræði sem erfst hafa gegnum kynslóðirnar. Aðra rannsókn þyrfti til að fá staðfest hvort aldurstengdar breytingar verða t.d. á viðhorfum til forræðis meðal aldraðra íslendinga og til að ákvarða hvort niður- stöður styðji forspá Cicirellis um að með Breytur n Spönn M SF m Forræði samtals 43 30-150 102,58 23,38 3,41 Sterkt forræöi 52 5-25 17,90 4,96 3,58 Dulið forræöi 53 5-25 14,89 5,41 2,98 Velvildar forræði 54 5-25 17,30 4,84 3,46 Forvarnar forræöi 52 5-25 18,81 3,54 3,76 Veikt forræöi 52 5-25 17,06 4,59 3,41 Fjarvistarforræöi 54 5-25 19,02 4,35 3,80 Aðstæður: Heilsufar 56 10-50 35,08 7,69 3,50 Fjármát 56 10-50 34,91 8,36 3,49 Daglegt líf 56 10-50 34,16 8,61 3,42 Andlegt atgervi: Engin skerðing 55 26-130 90,38 19,82 3,48 Skert hugarstarf 57 4-20 14,18 3,70 3,55 Útreiknuö stig byggjast á Likert-kvaröa: 1 = mjög ósammáia, 2 = frekar ósammáta, 3 = hlutlaus, 4 = frekar sammála, 5 = mjög sammála. 4. tafla: Viðhorf til forræðis, reiknað fyrir aldraða á Stór-Reykjavíkursvæðinu (n= 43-57) IÐJUÞJÁLFINN 1/2001 29

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.