Jón á Bægisá - 01.04.1997, Blaðsíða 29

Jón á Bægisá - 01.04.1997, Blaðsíða 29
Á mörkunum og sagðar af sögur. Telpan þráir Hvínu en óttast Sínu. Hún dáir pabba sinn og vill geðjast honum og læra nýjar reglur og standa sig. En maður verst ekki þeirri hugsun að þetta sé telpan sem síðar varð rit- höfundurinn Svava Jakobsdóttir sem fluttist til baka til Islands 10 ára gömul, nær ótalandi á íslenska tungu og nálgaðist síðan þá tungu út frá allt öðru sjónarhorni en aðrir rithöfundar - því hún hafði lært að vara sig á orðum. Allt snýst þetta því um tungumál og þýðingar á einn eða annan máta. En nú ætla ég að fara örfáum orðum um þá „konkret“ umræðu um bókmenntaþýðingar sem maður sér þegar maður les bækur um það efni. Eins og allir sem lesa þýðingarfræði (og þá á ég bæði við fræðilega umfjöllum um þýðingar og greinargerðir þýðenda sjálfra um iðju sína) þá fór ég fljótlega að taka eftir ákveðnu mynstri. Það var myndmálið sem notað var til að ræða bókmenntir og þýðingar. í fljótu bragði mætti álykta að algengasta myndmálið tengdist landa- mærum, mörkum, brúm (að byggja brú milli mála o.s.frv.) og slíkt myndmál er vissulega algengt. En einn líkingaheimur (ef svo má að orði komast) er þó algengari en þessi. Hann tengist reyndar landa- mærum og mörkum, það eru landamæri kynferðis. Þetta er mjög athyglisvert þegar maður fer að taka eftir þessum síendurteknu lík- ingum. I örstuttu máli er þetta þannig að frumtextinn er karlkyns (stundum faðir en þó oftast fremur eiginmaður) sem þýðingin sprett- ur frá eins og Eva af rifi Adams. Þýðing er kvenkyns, hún er alger- lega háð frumtextanum, reiðir sig á hann í einu og öllu, er ekkert án hans. Frumtextinn er hinn skapandi texti, þýðingin í mesta lagi endursköpun eða eftirhermun. Svo snýst þetta allt um trúnað. Það að vera trúr frumtextanum er markmiðið sem þýðingin á að þjóna. Eins og dyggðug eiginkona má þýðingin alls ekki halda fram hjá frumtext- anum. Og eins og sagt er um konur, þá er þeim fögru víst hættara við framhjáhaldi. Þetta er alþekkt vandamál í þýðingum; fegurð textans verður oft til á kostnað fulls trúnaðar. Eins og konur verður þýðing að vera annað hvort trú frumtexta eða þá mjög fögur (þá er kannski hægt að fyrirgefa henni). Þetta kynjamyndmál getur tekið á sig alls konar bráðskemmtilegar myndir sem ekki er hægt að ræða allar hér. En snúum okkur í lokin aftur að sögunni „Fyrnist yfir allt“. Hvern- ig tengist þetta henni? Ég sagði í upphafi að góð skáld væru innblás- in djúpum skilningi sem þeim tækist oft á ótrúlegan hátt að miðla í textum sínum. Það ætti því ekki að koma okkur á óvart að sjötti og síðasti hluti sögu Svövu fjallar einmitt um kynjamörk. Landamæri kynjanna. Nokkurs konar eftirmáli við söguna af litlu telpunni sem fór milli landamæra, milli tungumála, milli heima. í þessum síðasta hluta er tekið stökk í tíma, telpan er orðin kona, hún er í London þar sem hún hefur vetursetu. Hún er stödd í veitingaskála á lestarstöð neðanjarðarlestarinnar (jaðar); HVAT? TALATHU ISLENZKU? 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.