Jón á Bægisá - 01.12.2005, Side 78

Jón á Bægisá - 01.12.2005, Side 78
H. C. Andersen Hugsanir gamla mannsins flugu á undan svífandi blossanum afþví hugur hans vissi hvert blossinn vildi fara. í fátæklegri stofu bóndakonunn- ar stóð Friðrik sjötti og reit nafn sitt með krít á bjálkann; blossinn titraði á brjósti hans, titraði í hjarta hans; í stofu bóndans varð hjarta hans að hjarta í skjaldarmerki Danmerkur. Og afi gamli þurrkaði sér um augun, því hann hafði þekkt og lifað fyrir Friðrik konung með sínar silfurhvítu hærur og sín hreinskilnu bláu augu, og hann spennti greipar og horfði kyrrlátum augum framfyrir sig. Þá kom tengdadóttir afa gamla og sagði að orðið væri frammorðið, nú ætti hann að hvíla sig, búið væri að leggja á borð fyrir kvöldmatinn. „En fallegt er það sem þú hefur þarna gert, afi!“ sagði hún. „Holgeir danski og gamla skjaldarmerkið okkar í heilu lagi! - Það er engu líkara en ég hafi séð þetta andlit áður!“ „Nei, það hefurðu áreiðanlega ekki gert,“ sagði afi gamli, „en ég hef séð það og leitast við að skera það í tré einsog ég man það. Þetta var þegar Englendingar lágu við Rheden þann þjóðfræga annan apríl þegar við sýndum að við vorum gamlir Danir. A ‘Danmark’ var ég í flotadeild Steens Billes og við hliðina á mér stóð maður; var engu líkara en kúlunum stæði ógn af honum! Kampakátur söng hann gamlar vísur og skaut og barðist einsog hann væri eitthvað annað og meira en mennskur maður. Ég man enn eftir andlitinu á honum; en hvaðan hann kom eða hvert hann fór, veit ég ekki, veit enginn. Ég hef oft hugsað með sjálfum mér að þetta hafi verið sjálfur Holgeir danski, sem hefði synt ofanfrá Krónborg og komið okkur til hjálpar á hættustund; það var hugmynd mín og þarna er myndin af honum!“ Og hún varpaði stórum skugga upp allan vegginn og jafnvel á hluta loftsins; svo var að sjá sem það væri hinn raunverulegi Holgeir danski sem stóð þarna bakatil, því skugginn bærði á sér, en það gat líka stafað af því að loginn á kertinu var óstöðugur. Og tengdadóttirin kyssti afa gamla og leiddi hann í stóra hægindastólinn við endann á borðinu; og hún og maðurinn hennar, sem var sonur afa gamla og faðir litla snáðans í rúminu, sátu og snæddu kvöldskattinn, og gamli maðurinn talaði um dönsku ljón- in og dönsku hjörtun, um styrkinn og mildina, og hann útskýrði einkar ljóslega að til væri annar styrkur en sá sem lægi í sverðinu, og hann benti á hilluna sem hafði að geyma margar gamlar bækur; þar lágu allir gaman- leikir Holbergs, sem oft voru lesnir, því þeir voru svo skemmtilegir og mönnum fannst þeir raunverulega þekkja allar þessar persónur frá löngu liðnum dögum. „Sjáiði til, hann kunni líka að höggva!“ sagði afi gamli; „hann hefur eftir bestu getu höggvið það óþjála og kantaða af fólki!“ Og afi gamli kinkaði 76 á . — Tímarit i>ýðenda nr. 9 / 2005

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.