Jón á Bægisá - 01.12.2005, Page 83

Jón á Bægisá - 01.12.2005, Page 83
Erlendir höfundar Hans Christian Andersen (1805-1875), vinsælasti ævintýrahöfundur heimsbókmenntanna; ólst upp í fátækt en komst til mennta fyrir atbeina leikhússtjóra í Kaupmannahöfn; vakti fyrst athygli fyrir skáldsöguna Improvisatoren (1835). í kjölfarið jomu m.a. skáldsögurnar O. T. (1836), Kun en spillemand (1837) og Lykke-Peer (1870). Andersen varð þó fyrst og fremst heimsþekktur fyrir ævintýri sín sem mörg eru byggð á ævintýrum þjóðtrúarinnar en jarðbundnari og oft með írónískum blæ. Þau komu fyrst út í Eventyr fortalte for born (1835) þar sem er að finna nokkur af þeim þekktustu, m.a. Fyrtojet (Eldfærin), Lille Claus og Store Claus (Litli Kláus og stóri Kláus) og Prinsessen pd œrten (Prinsessan á bauninni). Andersen samdi alls 156 ævintýri og sögur sem komu út með stuttu millibili 1843-72 (ísl. Æfintýri og sögur 1904-08) en auk þess samdi hann leikrit, t.d. ævintýraleikina OLe Lukoje (1850) og Hyldemor (1851), ljóð, ferðalýsingar, t.d. En digters bazar (1842), og endurminningarnar Mit livs eventyr (1855). Ernst Philipson, (1894-1973, Ótrúlegt en sattbls. 5, Bréfiðsemgleymdistbls. n), danskur „direktor11 og áhugamaður um H.C. Andersen sem skrifaði allmargar greinar í blöð og tímarit um ævintýraskáldið og verk hans á árunum milli 1960 og 1970. Var einn af stofnendum H.C. Andersen- Samfundet i Kobenhavn árið 1936. á .ýjay/.já — Til þess þarf skrokk! 81

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.