Jón á Bægisá - 01.12.2005, Page 85

Jón á Bægisá - 01.12.2005, Page 85
ÞýSendur og íslenskir höfundar Jón Þórðarson (1826—1885, Engillinn bls. 46, að hluta til í samvinnu við Arnljót Ólafsson, B. Sigvaldason og S. Skúlason). Stúdent í Reykjavík 1849, Cand. theol. 1851. Biskupsskrifari í Laugarnesi 1851-1856. Veitt Auðkúla 1856. Settur prófastur í Húnavatnsprófastsdæmi 1862, skipaður 1864. Lausn frá prófastsstörfum 1872. Settur prófastur aftur þar 1880, skipaður 1881. Hann skráði margar sögur sem birtust í Þjóðsögum Jóns Árnasonar 1-2, Grímu og þjóðsagnabók Nordals. Jónas Hallgrímsson (1807-1945, Leggur og skel bls. 42). Hann ólst upp í Eyjafirði, varð stúdent í Bessastaðaskóla 1829, stundaði nám við Hafnarhákóla frá 1832, fyrst í lögfræði en síðan í náttúrufræði, lauk ekki prófi. Hann var brautryðjandi rómantísku stefnunnar á Islandi og liggur eftir hann fjöldi ljóða auk sagna af ýmsu tagi. Jónína Óskarsdóttir (f. 1955, Svona eða hinsegin H.C. Andersen? bls. 31). Utskrifuð leikskólakennari frá FÍ 1992 og með B.Ed.-próf frá KHÍ 2003. Starfar nú sem bókavörður á Borgarbókasafni, fjögurra barna móðir. Hefur haldið fyrirlestra og skrifað greinar um H.C. Andersen í Viðskipta- blaðið, Uppeldi og Lesbók Morgunblaðsins. Er með vef um Andersen á www.borgarbokasafn.is/h.c.andersen Kristján Jónsson, nefndur Fjallaskáld, (1842-1869, Deyjandi barn bls. 41 og Fuglinn Phönix bls. 49). Hann óx upp í Kelduhverfi en var vinnumaður á Hólsfjöllum 1859-63 og þaðan er viðurnefnið komið. Hann lauk þrem bekkjum í latínuskólanum í Reykjavík 1864-68 en var síðan barnakennari í Vopnafirði. Eftir hann liggur allmikið af ljóðum, sjálfsævisaga og eitt leikrit. Sigurður A. Magnússon (f. 1928, Stökkgellurnar bls. 60, Smalastúlkan og sótarinn bls. 62 og Holgeir danski bls. 66), rithöfundur, hefur þýtt úr ensku, grísku og þýsku; einnig úr íslensku á ensku. Steingrímur Thorsteinsson (1831-1913, Förunauturinn bls. 45) varð stúdent í Reykjavík 1851, hóf sama ár nám í Hafnarháskóla, fyrst í lögfræði en lauk 1863 kandídatsprófi í latínu, grfsku, sögu og norrænu. Stundaði kennslu í Kaupmannahöfn til 1872 en var eftir það kennari við lærða skólann í Reykjavík. Auk ljóða liggja eftir hann fjölmargar þýðingar úr ýmsum tungumálum, þar á meðal ÆJintýri ogsögurehit H.C. Andersen er út komu 1904 og 1908. á dSœyösá — Til þess parf skrokk! 83

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.