Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Blaðsíða 37

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Blaðsíða 37
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 89. árg. 2013 33 Sólveig Helga vann á göngudeildinni á Landspítala þegar henni var lokað. Hjartaeiningin stóð frammi fyrir því að þurfa annaðhvort að loka göngudeildinni eða skera niður í bráðaþjónustunni en búið var þegar að skera mikið niður þar. Því var valið einfalt en sáraukafullt engu að síður því starfsemin er þörf. Hugmyndin vaknar Mjög fljótlega vaknaði umræða á hjarta- deildinni um hvað hjúkrunar fræðingar gætu gert í þessu. „Fólki fannst ansi mikið tekið af hjúkrun út af því að þetta var hjúkrunarstýrð göngudeild. Svo fórum við Hildur Rut að tala saman og funduðum með deildarstjóranum á hjartadeildinni en hún hefur hvatt okkur óspart í þessu ferli,“ segir Sólveig Helga. „Við fundum líka mikinn hljómgrunn hjá læknum sem sinna þessum sjúklingahópi. Fólk hefur tekið okkur gríðarlega vel, bæði sjúkraþjálfarar, læknar og hjúkrunarfræðingar á deildinni. Margir af sjúklingunum okkar hafa sagt að þessi endurkoma, sem göngudeildin sinnir, sé mjög þörf þannig að við fengum einnig meðbyr þar,“ bætir Hildur Rut við. Komnar í Læknasetrið Síðan gekk allt hratt fyrir sig. „Við töluðum við Þórarin Guðnason en hann er hjartalæknir og stjórnarformaður Lækna- setursins og vinnur einnig á hjartadeild. Þórarinn ásamt Karli Andersen hjartalækni eru þeir læknar sem hafa verið okkur mest innan handar. Þeir tóku báðir vel í málið þegar við sögðum að okkur vantaði aðstöðu,“ segir Hildur Rut. „Þetta er fólk sem þekkir vel starfsemina og þær leiðbeiningar sem við vinnum eftir svo við þurftum ekki að eyða miklum tíma í sannfæra menn um hugmyndina miðað við marga aðra sem eru að koma með alveg nýja viðskiptahugmynd,“ segir Sólveig Helga. Starfsemin gengur fyrir sig á mjög svipuðum nótum og á Landspítalanum. Þeim sem útskrifast af hjartadeild eftir að hafa gengið í gegnum kransæðavíkkun er boðið viðtal hjá hjúkrunarfræðingi á göngudeildinni. Móttakan er hins vegar opin öllum og hver sem er getur pantað tíma. Munurinn frá því á Landspítala er að Hildur Rut og Sólveig Helga reka móttökuna sjálfar, taka gjald fyrir og borga aðstöðugjald til Læknasetursins. Komugjaldið er 4.900 krónur og sjúklingurinn fær ekki endurgreitt frá Sjúkratryggingum Íslands. Þegar þær fóru af stað með móttökuna var þeim tjáð að það þýddi ekki að senda inn umsókn til Sjúkratrygginga því hún myndi ekki verða samþykkt. „Við vorum pínulítið leiðar yfir þessu og vorum að vandræðast með hvað við ættum að gera en svo höfum við fengið hvatningu frá ýmsum aðilum til þess að senda inn umsókn og sjá hvað gerist. Við munum því gera það til þess að fá að minnsta kosti skriflegt nei,“ segir Sólveig Helga. Í núverandi árferði getur það reynst þrautin þyngri að ná fram niðurgreiðslu fyrir sjúklingana. Margir samningar við lækna eru upp í loft og greiðsluhlutfall sjúklinga hefur hækkað talsvert því ríkið telur sig ekki geta greitt meira fyrir heilbrigðisþjónustu. Starfsemin Flestir sjúklingar koma á móttökuna um það bil viku eftir kransæðavíkkun. Sumir hafa farið áður í víkkun en aðrir hafa nýlega greinst með kransæðasjúkdóm. „Við fræðum þá um sjúkdóminn, áhættuþættina og lífsstílsbreytingar sem mikilvægt er að gera til þess að reyna að hafa áhrif á sjúkdóminn og framgang hans. Svo fræðum við um lyfin og hvernig þau virka til þess upplýsa um verkun þeirra og auka meðferðarheldni. Þá veitum við almennan stuðning við að lifa með þessum sjúkdómi. Hann getur snúist um mataræði, hreyfingu og svo margt annað,“ segir Hildur Rut. „Markmiðið er í víðu samhengi að hver og einn geti lifað góðu lífi með sínum kransæðasjúkdómi. Þess vegna reynum við að grípa inn í ef eitthvað er að hjá fólki. Sumir hafa kannski dottið út úr hjartaendurhæfingunni. Svo getum við verið að hjálpa einum að hætta að reykja á meðan annar er að fræðast um sykursýki. Við erum í góðu sambandi við lækna, næringarráðgjafa og þá sjúkraþjálfara sem sinna hjarta- endurhæfingu á Landspítala því við reynum að líta á hjartaendurhæfingu sem eina heild,“ segir Sólveig Helga. Stundum koma til þeirra sjúklingar sem hafa einhverra hluta vegna afþakkað boð um endurhæfingu og sjá eftir því. Eins getur verið að sjúklingur, sem hefur lokið sjúkraþjálfun, hafi í raun þörf fyrir meiri þjálfun eða upprifjun. Sjúkraþjálfararnir hafa þá tekið vel í að koma þessum sjúklingum í endurhæfingu. „Okkur finnst hraðinn á spítalanum vera orðinn þannig að þessi móttaka sé mjög þörf þjónusta. Margir liggja bara á hjartadeild í einn til tvo sólarhringa og á þeim tíma eru þeir í fjölmörgum rannsóknum og fá ýmiss konar fræðslu og upplýsingar og það er full vinna að vera sjúklingur. Þá er gott að geta fengið að koma og fara yfir málin aftur,“ segir Sólveig Helga. Mjög misjafnt er hversu oft og lengi sjúklingarnir koma. Í klínísku leið bein- ingunum, sem þær Hildur Rut og Sólveig Helga styðjast við, er talað um fimm skipti árið eftir kransæðavíkkun en í raun er þetta einstaklingsbundið. „Þeir sem eru að hætta að reykja velja oft að koma örar til að byrja með og svo sjaldnar þegar líður á. Oft þegar einhver blóðþrýstingsvandamál eru viljum við sjá fólkið oftar eða læknirinn óskar eftir því,“ segir Sólveig Helga. Svo eru margir sem vilja bara koma einu sinni og fá fræðslu og vilja svo bara spreyta sig sjálfir og það er líka bara allt í lagi. Oft á tíðum er fólk í góðum málum, hreyfir sig mikið og hefur áður gert breytingar á mataræði,“ segir Hildur Rut. Þær Hildur Rut og Sólveig Helga fylgjast með lyfjameðferð sjúklinganna og hafa gott aðgengi að sérfræðingum sjúklinganna ef breyta þarf lyfjameðferðinni eða sjúklinginn vantar lyfseðil. Þær geta hringt í lækni sjúklingsins og hann getur þá oft lagt til breytingar á lyfjameðferð eða skrifað lyfseðil. Stundum fær sjúklingurinn tíma hjá lækni fyrr en áætlað var eða er beðinn að hringja í lækninn. Einnig geta þær greint vandamál, eins og háan blóðþrýsting eða brjóstverk, sem leiðir til að flýta þarf næsta komu til læknis. Hildur Rut og Sólveig Helga telja sig þannig á margan hátt bæta þjónustuna við sjúklinginn. Einkarekstur Hildur Rut og Sólveig Helga eru báðar í fullri vinnu á Landspítala og hafa ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.