Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Blaðsíða 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Blaðsíða 20
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 89. árg. 201316 annast sjúklingana, eru á ganginum og hjúkra. Ég hafði ekki verið mikið í hjúkrun við rúmstokk undangengin ár og var létt stressuð. En ég rúllaði þessu upp, var alveg frábærlega góður hjúkrunarfræðingur. Það sögðu sjúklingar og aðstandendur mér þó kannski ekki alveg með þessum orðum! Ekki samstarfsmenn, allra síst yfirmenn, það er ekki siður þar frekar en hér. Á Grænlandi má taka til hendinni á mörgum sviðum. Fyrst ættu Græn lendingar auðvitað að losa sig við herraþjóðina Dani en það er annað og flóknara mál sem ég fer ekki frekar í hér. Og út með dönskuna og inn með ensku sem samskiptatungumál í heilbrigðisgeiranum. Danskan viðheldur þörfinni fyrir Danina og minnkar getuna til að taka skrefið og Declare Independence eins og Björk syngur. Mikið rosalega er danska erfitt mál að tala. Maður segir til dæmis ekki helg heldur weekend og annað er ekki til umræðu hjá Dönunum en mikill meirihluti starfsfólksins eru Danir. Ég hélt ég væri nú bara slarkfær í dönsku, tók ágætt stúdentspróf og kalla ekki allt ömmu mína, hef oft unnið erlendis. En ég var eins og ómálga barn þegar ég var að reyna að gera mig skiljanlega. Best er að tala hratt og óskýrt, þá lítur út fyrir að maður kunni málið þar til annað kemur í ljós. Verið er að reyna að mennta Grænlendinga í heilbrigðisgeiranum og láta þá taka við, námið í hjúkrun er til dæmis nýtt, er á háskólastigi og tekur fjögur ár og skólinn er í Nuuk. Á Grænlandi eru grunnlaunin um 40% hærri en á Íslandi og skatturinn er 42%. En það er hægt að spara á Grænlandi, ekki mikið um búðaráp. Þar sem kreppa er í Danmörku sitja Danir um vinnu á Grænlandi núna og því ekki auðvelt að fá vinnu þar að sinni. Vinnan var ótrúlega mikil ögrun fyrir mig, stundum kveið ég svo fyrir að fara á vakt að ég missti matarlystina! Undir lokin kunni ég betur á kerfið og hvernig hlutirnir gengu fyrir sig og gat notið þess að hjúkra. Ég var í fullri vinnu og vann á þrískiptum vöktum og aðra hverja helgi. Milli þess sem ég vann á spítalanum tók ég ljósmyndir (ég var í sumarfríi frá fimm anna námi í Ljósmyndaskólanum). Myndefnin voru alls staðar. Ég kynntist ekki mörgum Grænlendingum og tók því ekki mikið af myndum af innfæddum. Ég rölti bara um Nuuk og tók myndir af því sem glöggt gestsaugað mitt sá. Þegar ég kom heim til Íslands gerði ég ljósmyndabók úr efninu. Hana má skoða rafrænt en slóðin er hér fyrir neðan. Ég tel stöðuna í heilbrigðismálum Græ n- lands lýsandi fyrir málefni Grænlendinga í heild. Heilbrigðiskerfið er upp á danska vísu, oft afar gamaldags. Mér fannst ég stundum vinna í heilbrigðiskerfi og hjúkrun sem ég kynntist á Íslandi fyrir tæpum 30 árum þegar ég útskrifaðist. Því er gott að minnast þess að okkur hefur tekist að byggja upp frábært heilbrigðiskerfi á Íslandi. Við höfum tínt upp það besta úr heilbrigðiskerfum Skandinavíu, Norður- Ameríku og Bretlands og sameinað í góða heild. En eins og allir vita erum við nú komin að vissum vatnaskilum. Stjórnmálamönnum fyrir hrun, í hruninu og eftir hrun er að takast að ganga milli bols og höfuðs á fjöregginu okkar allra. Tilgangur þessara skrifa var fyrst og fremst að koma á framfæri hvað það er í raun frábært að vera hjúkrunarfræðingur frá Íslandi. Menntunin í hjúkrunarfræðinni er til fyrirmyndar hvað undirbúning snertir og starfið í heilbrigðisgeiranum veitir dýrmætt veganesti. Þetta hefur gert mér kleift að takast á við svo margt í mörgum löndum í hjúkrun, meðal annars að vinna og taka ljósmyndir á Grænlandi. Nokkrar áhugaverðar netslóðir: Heilbrigðismál á Grænlandi: http://www. peqqik.gl/. Fjarlækningar: http://www.peqqik.gl/ Telemedicin.aspx. Ljósmyndabók um Grænland: http://www. blurb.com/b/2877554-min-nuuk. Stjórn Rannsóknarsjóðs Ingibjargar R. Magnúsdóttur vill vekja athygli lesenda á að gott sé að hafa sjóðinn í huga við ýmis tækifæri. Markmið sjóðsins er að efla rannsóknir í hjúkrunar- og ljósmóðurfræðum og veitir sjóðurinn styrki til hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra í doktorsnámi. Rannsóknarsjóður Ingibjargar R. Magnúsdóttur var stofnaður 29. júní árið 2007 af Ingibjörgu R. Magnúsdóttur og Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði. Ingibjörg er fyrrverandi námsbrautarstjóri námsbrautar í hjúkrunarfræði við HÍ og fyrrverandi skrifstofustjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Hún hefur verið einn ötulasti talsmaður hjúkrunarmenntunar á Íslandi og var ein þeirra sem stóð að stofnun námsbrautar í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands 1973. Rannsóknarsjóður óskar eftir styrkjum Frá því sjóðurinn var stofnaður hefur verið úthlutað úr honum fimm sinnum og hafa alls þrettán doktorsnemar hlotið styrki. Styrkþegar 2012 voru Marianne E. Klinke, Rannveig J. Jónasdóttir og Þórunn Scheving Elíasdóttir og fengu þær samtals eina milljón króna. Til þess að hægt sé að úthluta árlega þarf fé. Hægt er að styrkja sjóðinn með ýmsu móti, til dæmis vegna árgangaafmæla eða útskriftar. Fjárhæðir má leggja inn á bankareikning 0513-26-004057. Kennitala sjóðsins er 571292-3199. Einnig er hægt að kaupa minningarkort og tækifæriskort. Nánari upplýsingar veitir Margrét Björnsdóttir, verkefnastjóri Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði, í síma 525-5280. Öruggari öryggishnappur Hjúkrunarfræðingar alltaf á vakt Öryggismiðstöðin er eini þjónustuaðili öryggishnappa sem er með hjúkrunarfræðinga í stjórnstöð á símavakt allan sólarhringinn. Hjúkrunarfræðingar eru til ráðgjafar fyrir hnapphafa auk þess að vera stuðningur við öryggisverði í útköllum. Einnig fylgir hverjum nýjum hnappi reykskynjari sem er beintengdur stjórnstöð Öryggismiðstöðvarinnar. Ef þú ert með hnapp frá öðrum þjónustuaðila, er einfalt að skipta. Hringdu í síma 570 2400 og kynntu þér málið. Sími 570 2400 · oryggi.is Stöndum vaktina allan sólarhringinn PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 11 02 1 Heimaþjónusta HjálpartækiFerðaþjónusta Aðlögun húsnæðis Öryggishnappur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.