Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Blaðsíða 55

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Blaðsíða 55
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 89. árg. 2013 51 Ritrýnd fræðigrein SCIENTIFIC PAPER hjúkrunarfræðinga 25. febrúar 2005 þar sem lýst var yfir áhyggjum vegna fækkunar á stöðugildum hjúkrunarfræðinga á öldrunarstofnunum. Um þetta vitna einnig nýlegar úttektir Landlæknisembættisins á nokkrum hjúkrunarheimilum á höfuðborgarsvæðinu (Landlæknisembættið, 2011a, 2011b, 2011c, 2011d). Flest tilmæli Landlæknisembættisins um úrbætur á hjúkrunarheimilunum lúta að verkefnum sem krefjast fagþekkingar hjúkrunarfræðinga og verða því ekki leyst án þess að annaðhvort fjölga hjúkrunarfræðingum eða finna leiðir til að nýta sértæka þekkingu þeirra á skilvirkari hátt en gert er. Meðalaldur íslensku þjóðarinnar fer hækkandi og gera mannfjöldaspár ráð fyrir að frá árinu 2004 til ársins 2050 muni öldruðum fjölga um 77% og að stór hluti aldraðra muni verja síðustu æviárum sínum á hjúkrunarheimilum (Hagstofa Íslands, 2008; Sorenson, 2007). Samfara þessu hafa störf hjúkrunarfræðinga tekið miklum breytingum, skjólstæðingum þeirra hefur fjölgað og þeir orðnir eldri og veikari og fleiri hafa langvinna og flókna sjúkdóma. Þessi stóri hópur aldraðra þarf mismunandi hjúkrunarúrræði vegna andlegra og líkamlegra sjúkdóma og hrörnunar (Hjaltadóttir o.fl., 2011; Sorenson, 2007). Samsetning mannaflans, nýting hans og skipulag á hjúkrunarheimilum skiptir máli fyrir gæði þjónustunnar. Staðfest hefur verið að vinna hjúkrunarfræðinga í meðferð sjúklinga skiptir sköpum fyrir velferð þeirra og árangur þjónustunnar á sjúkrahúsum (Aiken o.fl., 2011; Estabrooks o.fl., 2011; Tourangeau o.fl., 2006) og á hjúkrunarheimilum (Kim o.fl., 2009; Pekkarinen o.fl., 2006). Þrátt fyrir að rannsóknir staðfesti æ ofan í æ að þekking og færni hjúkrunarfræðinga skipti máli skortir enn vitneskju um það hver hin raunverulegu viðfangsefni hjúkrunarfræðinga eru og hvernig þekking þeirra nýtist sem best. Rannsókn Heath (2010) varpar nokkru ljósi á hlutverk og sérstakt framlag hjúkrunarfræðinga til árangursríkrar hjúkrunar á hjúkrunarheimilum fyrir aldraða í Englandi. Áherslan var á árangur þeirrar hjúkrunar sem veitt var og voru þátttakendur starfsmenn, heimilismenn og aðstandendur. Niðurstöður sýndu að hlutverk hjúkrunarfræðinga er umfangsmikið og margþætt, allt frá stjórnun hjúkrunarmeðferðar og mannafla í hjúkrun til beinnar hjúkrunar. Hjúkrunarfræðingurinn var oft eini einstaklingurinn á vakt með faglega menntun og var hann því ábyrgur fyrir heilsu og vellíðan heimilisfólks og störfum starfsmanna ásamt því að fást við þau neyðartilvik sem upp komu. Það var mat þátttakenda að árangurinn af störfum hjúkrunarfræðinga væri bætt heilsa og meiri virkni heimilisfólks sem leiddi til meiri lífsgæða þeirra og hafði þetta jákvæð áhrif á aðstandendur, starfsfólk og stofnunina í heild. Reynsla hjúkrunarfræðinga og viðhorf til eigin starfa og hlutverks á hjúkrunarheimilum getur verið þversagnarkennd (Canam, 2008; Karlsson o.fl., 2009). Þar vegast á hin sýnilegri verk eða athafnir og hin oft ósýnilega vitsmuna- og samhæfingarvinna sem byggð er á sértækri hjúkrunarfræðilegri þekkingu og þjálfun í hjúkrun. Þannig sýna mælingar á vinnu hjúkrunarfræðinga á hjúkrunarheimilum að mestur tími þeirra fer í beina hjúkrun og samskipti (Munyisia o.fl., 2011). Slíkt mat gefur þó eingöngu mynd af því hvað er gert eða framkvæmt en ekki á hverju það byggist og hvers vegna það leiðir til árangurs og þar með hvers vegna framlag hjúkrunarfræðinga skiptir sköpum fyrir gæði þjónustunnar (Canam, 2008). Markviss stjórnun og fagleg forysta í hjúkrun skiptir sköpum fyrir gæði hjúkrunar á hjúkrunarheimilum (Flynn o.fl., 2010; Rantz o.fl., 2004; Venturato og Drew, 2010). Fullnægjandi mönnun með styrkri stjórn og faglegri forystu hjúkrunarfræðinga, þar sem grunnþörfum heimilisfólks er sinnt og gæðastarf er virkt, leiðir til betri árangurs og hagkvæmari afkomu en þar sem forystu og fagmennsku skortir. Þekking og færni hjúkrunarfræðinga skiptir sköpum fyrir gæði þjónustu hjúkrunarheimila þar sem heimilismenn eru sjúklingar með fjölþætta og flókna sjúkdóma (Flynn o.fl., 2010; Hjaltadóttir o.fl., 2011). Í rannsókn, sem gerð var á 92 hjúkrunarheimilum í Bandaríkjunum, greindist munur á afbragðsheimilum og þeim sem lökust voru. Lykilþættir í þjónustu afbragðsheimilanna var styrk stjórnun og forysta í hjúkrun, að grunnþörfum heimilismanna var sinnt, að hjúkrunaráætlun var virk, ásamt virku áhættumati sem fylgt var markvisst eftir af hjúkrunarfræðingum. Þar var teymisvinna og samstarf hópa betra og þrýstingssár, byltur, sýkingar, verkir, útskilnaðarvandamál og næringarvandamál fátíðari ásamt því að daglegri hreyfingu heimilismanna var vel sinnt. Niðurstöður rannsóknarinnar bentu einnig til þess að það væri fjárhagslega hagkvæmt að hafa fært og áhugasamt starfsfólk í hjúkrun sem sinnti vinnu sinni af þekkingu og alúð (Rantz o.fl., 2004). Það hlýtur að teljast neikvæð þróun þegar hlutfallsleg fækkun verður á stöðugildum hjúkrunarfræðinga á hjúkrunarheimilum á sama tíma og þörf fyrir faglega þekkingu þeirra eykst vegna fjölþættari hjúkrunarvandamála heimilismanna. Sú þróun og sá raunverulegi vandi sem fækkunin skapar er alþjóðlegur og hafa Alþjóðasamtök öldrunarlækninga og öldrunarfræða (Association of Geriatrics and Gerontology) lýst yfir áhyggjum af því að öldrunarhjúkrun er ekki metin til jafns við aðra hjúkrun og að skortur er á sérfræðiþekkingu á því sviði (Tolson o.fl., 2011a). Til að sporna við þessu hefur starfshópur samtakanna í samstarfi við Alþjóðaheilbrigðistofnunina (WHO) sett fram úrbætur í 15 liðum á fjórum sviðum. Úrbæturnar lúta að því að efla orðspor hjúkrunarheimila og faglega forystu, efla klíníska þjónustu og gæðavísa, efla menntun heilbrigðisstarfsmanna og efla rannsóknir og þar með efla gæði þjónustunnar á hjúkrunarheimilum (Tolson o.fl., 2011a, 2011b). Kenningarlegur grunnur þessarar rannsóknar byggist á hugmynda fræði Donabedian, Nightingale og Henderson (Donabedian, 1988/1997; Henderson, 1976; Nightingale, 1860/1969) um góða heilbrigðisþjónustu og hjúkrun. Í heilbrigðis þjónustu, þar sem gæði, öryggi og hagkvæmni eru tryggð, er það ekki eingöngu hlutverk hjúkrunarfræðinga að veita beina hjúkrun heldur að sjá til þess að sjúkir og heilbrigðir fái þörfum sínum fullnægt. Tilgangur rannsóknarinnar var að varpa ljósi á viðfangsefni hjúkrunarfræðinga á hjúkrunarheimilum og í hverju störf þeirra felast. Niðurstöður rannsóknarinnar eru framlag til vinnu sem fram undan er til að tryggja gæði í þjónustu við aldraða á hjúkrunarheimilum til framtíðar með rekstrarlega hagkvæmni í huga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.