Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Qupperneq 16

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Qupperneq 16
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 86. árg. 201012 Anna Baldrún Garðarsdóttir, Hrafnhildur Grímsdóttir og Íris Björg Sigmarsdóttir MEÐFERÐ VEGNA OFFITU – LÍFSSTÍLSBREYTING Í Borgarnesi er boðið upp á stuðning og ráðgjöf fyrir fólk sem glímir við offitu. Þrír hjúkrunarfræðingar hafa haft frumkvæði að því að móta þessa meðferð. Á Heilbrigðisstofnun Vesturlands í Borgarnesi erum við þrír hjúkrunar­ fræðingar sem höfum unnið að meðferð tengdri offitu undanfarið ár. Meðferðin byrjaði reyndar fyrr en þá vorum við hver í sínu horni; ein í skólahjúkrun, önnur í sykursýkismóttöku og sú þriðja í heimahjúkrun og almennri hjúkrun. Sama var með læknana, þeir höfðu fólk í meðferð við offitu en þá vantaði betra úrræði. Ludvig Árni Guðmundsson, læknir á Reykjalundi, starfaði sem heimilislæknir í Borgarnesi í tvær vikur og sóttum við góð ráð til hans. Allt var þetta hvatning fyrir okkur til að hefja skipulagða meðferð. Í flestum tilvikum er skjólstæðingum vísað til okkar frá heimilislæknum stöðvarinnar, þeir hafa komið í kjölfar sykursýkismóttöku og grunnskólabörn komið eftir skoðun hjá skólahjúkrunarfræðingi. Aðrir hafa frétt af meðferðinni og haft samband við okkur. Skipulögð meðferð hófst á heilsugæslunni í janúar 2009. Hér á eftir ætlum við að kynna skipulag og framkvæmd hennar. Skipulag meðferðar Skjólstæðingur kemur aðra hverja viku í 20 mínútur í senn. Í fyrstu heimsókn er farið yfir heilsufarssögu, lífsstíl og líkamlegt ástand. Hæð, þyngd, blóðþrýstingur og blóðsykur er mælt og BMI er reiknað. Einstaklingnum er vísað til læknis ef blóðþrýstings­ eða blóðsykurmælingar eru ekki í lagi. Í meðferðinni fær hver einstaklingur möppu sem inniheldur meðal annars matardagbók, fræðsluefni og eyðublað fyrir markmiðssetningu. Meðferðin er fyrir einstaklinga, fjölskyldur og svo er sérstök leið fyrir skólabörn í offituvanda en sú meðferð byggist að mestu leyti á því að meðhöndla foreldrana því að þannig ná börnin árangri. Aðaláhersla meðferðarinnar er matardag­ bók sem allir skjólstæðingar verða að skrifa þó svo að áherslur séu persónubundnar. Með því að skrá matardagbók verður fólk meðvitað um hvað það borðar og hversu mikið. Þetta leiðir til hollara mataræðis og minni skammta. Sumir skrá stigafjölda (hitaeiningar) eftir næringartöflu sem Reykjalundur gefur út. Allir eru vigtaðir í hvert skipti því að fólk vill sjá árangur, æskilegt er að fólk léttist um allt að 500 grömm á viku. Við leggjum áherslu á að þetta er lífsstílsbreyting en ekki megrunarkúr. Helstu áherslurnar í meðferðinni eru markmiðssetning, atferli, mataræði, hreyfing, hvíld og andlegur stuðningur. Markmiðssetning Allir setja sér bæði skammtíma­ og langtímamarkmið. Flestir setja sér þau sjálfir en aðrir vilja aðstoð. Þau þurfa að vera skýr, raunhæf og innan tímaramma. Sem dæmi um langtímamarkmið er að komast í ákveðna þyngd eftir eitt ár. Skammtímamarkmið gæti verið að hreyfa sig í tíu mínútur á dag eða að drekka einn lítra af vatni á dag næstu tvær vikurnar. Mikilvægt er að verðlauna sig þegar markmiði er náð en það má ekki vera í formi matar. Atferli Mikilvægt er að taka á óreiðu varðandi matarvenjur. Við leggjum áherslu á að skjólstæðingar okkar slíti matartíma úr samhengi við aðrar athafnir svo sem vinnu, tölvunotkun eða sjónvarpsáhorf. Jafnframt setji þeir sér fastar reglur varðandi matartíma (sumir setja sér matarstundatöflu), svo sem að borða
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.