Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Side 37

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Side 37
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 86. árg. 2010 33 • Geta hjúkrunarfræðingar leitt breytingar í heilbrigðisþjónustu með áherslum í námi hjúkrunarfræðinga? • Er þörf fyrir og æskilegt að taka upp Nurse Practitioner­nám hér á landi? • Á að auka verklega þjálfun í námi hjúkrunarfræðinga? Og svona mætti áfram telja. Hjúkrunarnám á Íslandi hefur fengið afar góða umsögn þeirra aðila sem leggja mat á gæði náms víða um heim. Skipulag, kennsla, rannsóknir og fleira hafa þótt til fyrirmyndar. Slíkt mat (accredidation) er mikils virði fyrir þá sem stýra menntastofnunum. Mat þeirra sem stýra vinnustöðum hjúkrunarfræðinga og mat þeirra sem njóta þjónustu hjúkrunarfræðinga er ekki síður mikils virði. Öllum má ljós vera sú mikla breyting sem orðið hefur á heilbrigðisþjónustu hér á landi á síðustu 10 árum og miklar breytingar eru fram undan. Breytingar á skipulagi heilbrigðisþjónustu má meðal annars sjá á því að nú starfar aðeins helmingur hjúkrunarfræðinga í vaktavinnu. Í starfsemistölum Landspítala kemur fram að á fimm ára tímabili, frá 2005 til 2009, hefur komum á göngudeildir spítalans fjölgað um 33,5% (70% frá árinu 2000), meðallegutími farið úr 8,3 dögum í 7,5 daga og rúmum fækkað um liðlega 15%, úr 848 í 718. Samkvæmt áætlunum um nýjan Landspítala er gert ráð fyrir 500 legurýmum. Þeir nemendur sem hefja munu nám í hjúkrunarfræði eftir tvö ár, haustið 2012, munu því koma til starfa í mjög breyttu umhverfi sem gerir umtalsvert aðrar kröfur til þeirra en við höfum áður þekkt. Í viðtali við fyrrverandi heilbrigðisráðherra, Álfheiði Ingadóttur, í Fréttablaðinu laugardaginn 11. september lýsir hún þeirri skoðun sinni að breyta þurfi skipulagi heilbrigðisþjónustunnar „... meðal annars að hætta uppbyggingu á litlum land­ spítölum vítt og breytt um landið“. Álfheiður vill á móti „auka nærþjónustuna á eins konar heilsugæslusjúkrahúsum ...“. Ef slík breyting nær fram að ganga þarf að endurskipuleggja heilbrigðisþjónustu við íbúa utan höfuðborgarsvæðisins og Akureyrar. Það mun skapa tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga til að taka að sér aukin verkefni. Eru „Nurse Practitioners“ með besta grunninn til slíkra starfa eða á ef til vill að endurvekja rúmlega 10 ára gamla umræðu um landsbyggðarhjúkrun og landsbyggðarlækningar? Þó hagræðingarkröfur hafi virst helsti hvatinn að breytingum á skipulagi heil brigðisþjónustu á undanförnum mánuðum og misserum hafa tækni fram­ farir ekki síður lagt grunninn. Í föstudags­ pistli Björns Zoëga, forstjóra LSH, 10. september kemur fram að komum á dagskurðdeildir hafi fjölgað um meira en 170% á fyrstu átta mánuðum ársins. Björn skýrir þessa gríðarlegu aukningu með því að nú séu skurðaðgerðir í vaxandi mæli gerðar án innlagnar en einnig að ýmis þjónusta við hvern sjúkling, sem áður fór fram á legudeildum, hafi nú færst yfir á dagdeildir. Í stefnu um starfsþróun hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á LSH frá nóvember 2005 segir meðal annars: „Varðandi klíníska þjálfunarþáttinn hefur löngum verið áberandi það almenna viðhorf meðal hjúkrunarfræðinga að gjá sé á milli fræði­ legrar þekkingar og klínískrar færni og að nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar hafi ekki næga klíníska þjálfun til að takast á við starfið“ (bls.19). Allt ofangreint og margt fleira hefur áhrif á störf hjúkrunarfræðinga og þá þekkingu og reynslu sem þeir þurfa að búa yfir. Hjúkrunarfræðingar sjálfir þurfa að temja sér að sjá slíkar breytingar fyrir, ef ekki leiða þær, og tryggja að menntun hjúkrunarfræðinga sé sú besta sem völ er á á hverjum tíma til að tryggja örugga hjúkrun af bestu gæðum. Ég hvet hjúkrunarfræðinga til að velta fyrir sér námi okkar og framtíðarverkefnum. Þær breytingar, sem nú eru að verða í íslenskri heilbrigðisþjónustu, skapa hjúkrunarfræðingum mikil tækifæri. Þau tækifæri eigum við að nýta til hagsbóta fyrir skjólstæðinga okkar. Fagdeildir félagsins eru kjörinn vettvangur til umræðu um menntun hjúkrunarfræðinga. Í fagdeildunum eru einstaklingar með mikla þekkingu á sínum sérsviðum sem geta verið þeim sem skipuleggja og stýra hjúkrunarfræðideildum háskólanna ómetanlegur styrkur. Þróun hjúkrunar og menntun hjúkrunar­ fræðinga ætti að vera sameiginlegt verkefni stéttarinnar. Víst er að uppi eru ólíkar skoðanir um jafn mikilvæg mál en umræður og rökræður eru aðeins af hinu góða. Orð eru til alls fyrst og ein niðurstaða slíkrar skoðunar getur verið að nám hjúkrunarfræðinga á Íslandi í dag sé eins og best verður á kosið, önnur að breytinga sé þörf. Fr ét ta pu nk tu r 50 ára afmæli Í byrjun ágúst komu 13 konur í heimsókn á skrifstofu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Heimsóknin var liður í hátíðar­ dagskrá í tilefni þess að 50 ár eru nú liðin frá því að þær hófu nám í Hjúkrunarkvennaskóla Íslands. Þær útskrifuðust þremur árum síðar úr Hjúkrunarskóla Íslands. Nokkrum árum áður hafði karlmönnum verið leyfð innganga í skólann og 1962 var nafninu breytt.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.