Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Page 44

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Page 44
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 86. árg. 201040 Svandís Íris Hálfdánardóttir, Ásta B. Pétursdóttir, Guðrún Dóra Guðmannsdóttir, Kristín Lára Ólafsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir, svaniris@landspitali.is MEÐFERÐARFERLI FYRIR DEYJANDI SJÚKLINGA Starfsfólk líknardeilda hefur langa reynslu af umönnun sjúklinga síðustu klukkustundir lífsins. Á líknardeilinni í Kópavogi hefur þessi reynsla verið sett í ferli að enskri fyrirmynd. Ætlunin er að nota ferlið á fleiri deildir og stofnanir í framtíðinni. Innan heilbrigðiskerfisins er sífellt verið að leita leiða til að tryggja sem best gæði þeirra þjónustu sem er veitt. Í mörgum nágrannalöndum okkar hefur verið lögð áhersla á að veita öndvegisþjónustu við lok lífs bæði á líknarheimilum (e. hospice) og á líknardeildum (e. palliative care units) og hefur Bretland verið þar fremst í flokki. Hins vegar deyr þar á landi einungis lítill hluti sjúklinga á líknarheimilum eða líknardeildum (4% árið 2003) en um 56% á sjúkrahúsum (Murphy o.fl., 2007). Til samanburðar áttu 53% andláta sér stað á sjúkrahúsum á Íslandi árið 2008 og um 8% allra andláta á landinu voru á líknardeildunum tveimur á Landspítala (LSH). Í Bretlandi þótti mikilvægt að koma hugmyndafræði og skipulagi umönnunar og meðferðar, sem veitt er á líknar heimilum, yfir á aðrar stofnanir þar sem sjúklingar deyja. Liverpool Care Pathway for the dying, sem þýtt hefur verið á íslensku meðferðarferli fyrir deyjandi sjúklinga, var þróað sem samstarfsverkefni milli Marie Curie Cancer Care stofnunarinnar í Liverpool og Háskólans í Liverpool. Markmið þess var að færa hugmyndafræði líknar um umönnun og meðferð sjúklinga síðustu klukkustundir eða daga lífsins frá líknarheimilum yfir á aðrar stofnanir, svo sem sjúkrahús og öldrunarstofnanir. Með meðferðarferlinu er reynt að tryggja deyjandi sjúklingum ákveðin gæði í umönnun og meðferð við lok lífs, sama hvar þeir liggja, sem og að tryggja stuðning við aðstandendur bæði fyrir og eftir andlát ástvinar þeirra. Á sama tíma er stefnt að því að auka þekkingu og færni heilbrigðisstarfsfólks varðandi umönnun og meðferð á síðustu dögum lífs (Ellershaw og Wilkinson, 2003; Jack o.fl., 2003; Gambles o.fl., 2006). Um höfunda: Svandís Íris Hálfdánardóttir er sérfræðingur í hjúkrun. Ásta B. Pétursdóttir er hjúkrunar­ fræðingur á líknardeild á Landakoti. Guðrún Dóra Guðmannsdóttir er sérfræðingur í hjúkrun. Kristín Lára Ólafsdóttir er hjúkrunar fræðingur í líknarráðgjafateymi Landspítalans. Valgerður Sigurðardóttir er yfirlæknir á líknar deild í Kópavogi. Höfundar starfa allir á Landspítala.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.