Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Síða 55

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Síða 55
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 86. árg. 2010 51 Algengt er að setja þurfi þvaglegg hjá einstaklingum til skemmri eða lengri tíma. Í starfi mínu á þvagfæragöngudeild Landspítalans sé ég marga einstaklinga sem koma í þvagleggstöku eða skiptingu á inniliggjandi þvaglegg. Því miður er frá gangi þvagleggs, þvagpoka og festi­ búnaðar oft ábóta vant. Mun ég í eftirfarandi grein leiðbeina og benda á úrræði eða leiðir sem bæta mega lífsgæði og auðvelda þeim lífið sem þurfa á þvaglegg að halda. Í huga heilbrigðisstarfsmanns er þvagleggur settur í þvagfærin en oft vill gleymast að um er að ræða kynfæri einstaklings en taka verður tillit til þess við val og frágang á inniliggjandi þvaglegg. Mat á þörf fyrir þvaglegg Inniliggjandi þvaglegg skal einungis nota ef aðrar leiðir til að losa þvag koma ekki til greina. Talað er um skammtíma­ eða langtímaþvaglegg, þvagrásar­ eða kviðþvaglegg. Ástæðan fyrir langtíma­ þvaglegg er oftast vangeta einstaklingsins til hreinnar blöðrutæmingar eða aðstoð ekki fyrir hendi í slíkum tilfellum. Samkvæmt skilgreiningu sýkingavarna Landspítalans teljast þvagleggir, sem liggja inni í 1–14 daga, vera til skamms tíma en til langs tíma þeir sem liggja inni lengur en 14 daga. Kostir við að velja kviðþvaglegg eru þeir að hann fyrirbyggir þvagrásaróþægindi, býður upp á möguleika til þvagláta, er sjúkingavænni og gefur einstaklingnum möguleika á að lifa sínu kynlífi. Hins vegar er það góð lausn fyrir aðstandendur langveikra einstaklinga og þeirra sem komnir eru í hjólastól og með takmarkaða hreyfigetu að tryggja góðan nætursvefn, með þessu úrræði í stað tíðra næturferða á salerni ef um langtímaþvaglegg er að ræða. Þvagrásarþvagleggur. Kviðþvagleggur. Dæmi um frágang þvagleggs hjá karlmanni. Plástra skal fyrst utan um slöngu og svo á húð. Sigríður Jóhannsdóttir, sigrjoh@landspitali.is ÞVAGLEGGIR: FRÁGANGUR, FESTIBÚNAÐUR OG UMHIRÐA Sjúklingar þurfa stundum að hafa þvaglegg en mörg vandamál geta komið upp tengt honum. Hér er farið yfir hvað þarf að huga að og sérstaklega hvernig á að festa þvaglegg og þvagpoka. Tímabundin þörf fyrir þvaglegg Ástæður fyrir þvagleggsuppsetningu eru margvíslegar og ber gjarnan brátt að. Á bráðadeildum eru tilefnin æðimörg og má nefna m.a. bráða sjúkdóma, eftirlit með útskilnaði, þvagteppu og blóð í þvagi. Önnur tilefni eru tengd aðgerðum, rönt­ genmyndatökum, fæðingum og hinum ýmsu rannsóknum og hjá dauð vona ein­ staklingum. Val á þvaglegg fer líka eftir því hvort um þrengsli í þvagrás sé að ræða, hjá mönnum með stækkun á blöðruhálskirtli, hættu á að hann geti stíflast ef blóð er í þvagi og þarf þá sverari legg. Fjarlægja skal þvaglegg eins fljótt og kostur er. Ástæður fyrir langtímaþörf inniliggjandi þvagleggs eru hins vegar margar og má meðal annars nefna taugatruflanir til þvagblöðrunnar vegna ýmissa sjúkdóma eins og MS, parkinsons, brjóskloss, sykursýki og mænuskaða. Slappur blöðruvöðvi með lélegri blöðrutæmingu, afleiðing langvarandi þvagtregðu, of sjaldan þvaglát eða samkvæmisblaðra, krefst oft inniliggjandi þvagleggs til lengri tíma, einnig vegna mikils þvagleka sem gengur illa að meðhöndla. Þvagteppa vegna góðkynja stækkunar á blöðruhálskirtli eða krabbamein í blöðruhálskirtli eru einnig þar á meðal. Fylgikvillar þvagrásarleggs geta verið margvíslegir og má þar nefna blæðingar, slímhúðarvandamál, þvagrásarþrengsli, eistalyppubólgu og eftir langvarandi legu blöðrusteina, samanskroppna blöðru, sepsis og andlát. Falskir gangar geta myndast við uppsetningu þvagleggs og er því mikilvægt að sú aðferð sé unnin af kunnáttu og þekkingu til að fyrirbyggja slíkt en ekki verður farið í uppsetningu þvagleggs í þessari grein. Fylgikvillar kviðþvagleggs eru einnig til staðar en þeir geta verið blæðing við ísetningu, afrifur á húð og ofholdgun 01.2010

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.